Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 37
úr mínum poka og síðan fórum við
að taka til og koma öllu í samt lag og
ræða málin.
Bræðurnir frá Homströndum virt-
ust ekkert sérlega undrandi á
öllu þessu bramli og véfengdu ekki
útskýringar okkar Þorsteins á
orsökinni, enda þaulvanir drauga-
gangi og öðru óskýranlegu af
“Ströndum”.
Eftir nokkrar umræður lögðumst
við til svefns á ný og skeði ekki fleira
um nóttina.
Við vöknuðum í birtingu og
snæddum morgunverð. Þjóðverjarn-
ir komu á kreik á sama tíma og fannst
mér þeir líta okkur hornauga og vildu
greinilega ekki ræða neitt um atburði
næturinnar - eins og þetta væri sjálf-
sagður hávaði, sem fylgdi íslend-
ingum.
Við félagarnir fórum í langa
gönguferð fyrir hádegi og snæddum
svo hádegisverð í skálanum þegar við
komum til baka. Þjóðverjarnir voru
á bak og burt og lái þeim hver sem
vill.
Þegar við vorum að búast til brott-
farar kom fólk ríðandi að skál-
anum og tókum við það tali. Við
sögðum því frá atburðum næturinnar
og taldi fólkið vera alvanalegt að
gestir yrðu fyrir ýmiss konar rúm-
ruski í þessu herbergi skálans. Það
sjálft sagðist aldrei gista í draugaher-
berginu.
Það skal tekið fram, að enginn
okkar hafði heyrt né lesið um reim-
leika á þessum stað.
Heimferð okkar félaga var greið og
skildum við um kvöldið reynslunni
ríkari.
Trúi svo hver sem trúa vill, en þetta
er ekki skáldsaga og vottum við það
með undirskrift okkar. Undirskriftin
er staðreynd sem sýna má hveijum
sem er.
Hannes Helgason.
Hlerað í hornum
Litla stúlkan sagðist vita alveg upp á
hár hvenær fólk fyndi það á sjálfu sér
að það væri orðið gamalt. Hún var
beðin um skýringu á þessu og svaraði
hiklaust: “Jú, þegar meira hár vex út
úr eyranu á manni en uppi á höfðinu”
Félag heilablóð-
fallsskaðaðra 5 ára
r
Arin líða örhratt hjá og allt í
einu er mitt ágæta félag orðið
5 ára, en ein minna kærustu minn-
inga úr starfi er einmitt nokkurt
liðsinni er ég veitti þeim fræknu
fúllhugum er fyrstir riðu á vaðið
og fengu náð heilu og höldnu yfir
á hinn bakkann með félagsstofnun
í farteskinu.
Þegar þeir Eyjólfur K. Sigur-
jónsson og Hjalti Ragnarsson
ræddu við mig á Reykjalundi um
nauðsyn þess að það fólk sem
fengið hefði heilablóðfall stofnaði
með sér félag, þá fékk ég strax á
þessari draumsýn þeirra fulla trú,
svo hreint og beint og skýrlega
sem þeir lögðu spilin á borðið.
Allt frá stofnun hefúr félagið svo
starfað ágætlega, haldið mánaðar-
lega, fjölsótta fundi yfir vetrar-
mánuðina með margs kyns mætri
fræðslu og svo ber bæklingurinn
góði þeim sem að stóðu hið besta
vitni. Sumarferðalög hafa tekist
mjög vel.
Félagið gekk í Sjálfsbjörg -
landssamband fatlaðra og var hið
fyrsta sem þangað var samþykkt
inn sem ekki bar nafn
Sjálfsbjargar, en félagið fengið þar
liðsinni gott og m.a. er skrifstofa
félagsins nú í Hátúni 12. Þannig er
félagið með aðild sinni í Sjálfs-
björg einnig með aðild að Öryrkja-
bandalagi íslands - að sjálfsögðu.
Félag heilablóðfallsskaðaðra
hélt myndarlega upp á 5 ára
afmælið í Básnum í Ölfusi hinn
25. sept. sl. þar sem formaður
Hjalti Ragnarsson ávarpaði gesti,
Arnór Pétursson og undirritaður
fluttu tölur og heillaóskir, Helgi
Thorvaldsson flutti bráðskemmti-
leg gamanmál og Guðni Þ. Guð-
mundsson laðaði fram ljúfa
hljóma úr dragspili og slaghörpu,
og ekki skal gleyma bráðskemmti-
legum söng barnanna í Snælands-
kórnum,en veislustjóri var Óskar
Guðjónsson. Félagar í Félagi
heilablóðfallsskaðaðra eru nú um
120 og stjórn þess skipa: Hjalti
Ragnarsson formaður, Óskar
Guðjónsson ritari, Helgi Thor-
valdsson gjaldkeri og til vara eru:
Harpa Jónsdóttir og Sigþór
Rafnsson.
A þessum tímamótum eru héðan
sendar hlýjar afmælisóskir með
bjartri trú á farsæla framtíð fé-
lagsins.
Þar er vel að verki staðið og
verðug eru verkefnin sem við er
fengist. Vonandi nýta enn fleiri
sem um sárt eiga að binda sakir
heilablóðfalls þennan prýðilega
félagsvettvang sér til halds og
trausts, fróðleiks og félagslegrar
upplyftingar. Sjálfum finnst mér
alltaf jafngott og fræðandi að
sækja félagið heim á fundum
mikillar íjölbreytni í dagskrár-
efnum.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
37