Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 38
Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðum. geðd. iðjuþ.: Ferðalög - mikilvægt verkfæri í endurhæfingu Iðjuþjálfun geðdeildar Lands- spítalans við Eiríksgötu hefur verið starfrækt frá 1981. Iðju- þjálfar eru sérhæfðir í að vinna með fólki með skerta starfshæfni. Sjúkdómar og áföll hafa oft varanleg áhrif á daglegt líf og starf fólks. Virkni og færni við dag- lega iðju er meg- inviðfangsefni og undirstaða iðju- þjálfunar á sama hátt og sjúk- undirstaða með- ferðar í læknisfræði. Röskun á dag- legri iðju getur hvort heldur sem er, verið orsök eða afleiðing líkamlegra eða andlegra kvilla. Sjúkdómur sem leiðir til fötlunar segir ekki til um það hvernig við- komandi reiði af í framtíðinni. Per- sónuleikaþættir eins og vilji, gildis- mat, áhugahvöt, áhugamál svo og venjur og hlutverk sem einstakling- urinn hefur, hafa afgerandi áhrif á hvernig til tekst. Að búa yfir góðri aðlögunarhæfni og jákvæðu viðhorfi, bæði frá einstaklingnum sjálfum og umhverfinu, er lykilatriði með tilliti til hvort fotlun verður varanleg eða ekki. í baráttu við t.d. geðsjúkdóma þarf að yfirstíga margar hindranir, bæði einstaklingsins sjálfs og í við- horfum umhverfisins. Geðsjúkdómar geta haft áhrif á þætti eins og vilja, áhugahvöt, áhugamál, venjur og hlut- verk sem skapa lífinu umgjörð og til- gang. Til að öðlast sjálfsvirðingu og viðhalda lífsfyllingu þrátt fyrir skerta starfshæfni þurfa að vera til úrræði sem ýta undir sjálfsbjargarhvöt fólks og færni til að vera virkir þátttak- endur. Sem dæmi um slík úrræði eru ferðalög. Dagana 8. til 10. júní í sumar fóru þrír starfsmenn á vegum iðju- þjálfunar og 14 einstaklingar sem eru í endurhæfingu i iðjuþjálfun á geðdeildum Lsp. v/ Eiríksgötu og að Kleppi, í ferðalag í Biskupstung- urnar. Þar sér Bátafólkið um siglingar niður Hvítá á gúmmíbátum, hesta- leiga er á staðnum og góð gistiað- staða í Kjarnholtum. í þessari ferð var öll iðja notuð til að efla virkni og færni, s.s. bátsferðin, hestamennskan, gönguferðirnar, samveran og elda- mennskan. Hópinn skipaði ungt fólk sem flosnað hefur úr skóla eða vinnu sök- um geðsjúkdóma. Afleiðingar geð- sjúkdóma eru m.a. framtaksleysi, aðgerðaleysi, úrræðaleysi og skert aðlögunarhæfni, sem leiðir til fé- lagslegrar einangrunar og lélegs sjálfsmats. Ferð sem þessi er því ekki bara dýrmæt reynsla sem maður tekur með sér um ókomna tíð heldur einnig einstök í meðferðarlegum til- gangi. Til að gefa svolitla innsýn í hvaða hæfnisþætti Hvítá reyndi á, frá meðferðarlegu sjónarmiði, eru hér nefnd dæmi. Við slíkar aðstæður reynir ekki bara á hina ýmsu þætti heilastarfseminnar, það reynir líka á líkamann. í þessari athöfn reynir m.a. á skynhreyfiþætti, vitsmunaþætti og sálfélagslega þætti. Til að komast klakklaust niður ána verður hópurinn að vinna saman. Hver einstaklingur finnur fyrir mikilvægi sínu og verður að einbeita sér og hlýða skipunum hópstjórans sem þekkir ána og veit hvað ber að gera svo báturinn haldi “kúrsi”. Annað, sem er ekki síður mikilvægt þegar auka þarf sjálfsmat og trú á eigin áhrifamátt, er að sitja við sama borð og aðrir. Hér voru allir að takast á við eitthvað nýtt og enginn var öðrum fremri að reynslu eða þekkingu. Hápunktur Hvítárferð- arinnar var svo hið fræga 7-8 m stökk sem fólki gafst tækifæri til að spreyta sig á. Helmingur hópsins hoppaði og kom sjálfum sér og öðr- um á óvart. Líkaminn sá svo sjálfur um að gefa svörun um að vel hafi tekist, með því að auka framleiðslu endorfma sem veitir velútilátna vel- líðunartilfinningu. Nálganir og markmið endurhæf- ingar eru ólík því sem gerist innan hefðbundinnar starfsemi sjúkrahúsdeilda. Sú mynd sem oftast Hluti hópsins að undirbúa sig fyrir reiðtúrinn. Elín Ebba Ásmundsdóttir dómsgreining er 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.