Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 41
Jens ívar tekur á móti viðurkenningu fyrir þátttöku í námskeiðinu.
“blandað unglingastarf.” Okkur
fannst það liggja ljóst fyrir, þar sem
Jens Ivar var frá Rauða Krossinum og
Arni frá Sjálfsbjörg, að við yrðum að
“blanda”, unglingastarfi Sjálfsbjargar
(BUSL), sem samanstendur af
fötluðum unglingum og unglinga-
starfi Rauða krossins, sem saman-
stendur af ófötluðum, saman.
Við notuðum hugmyndir ung-
mennafélagsmiðstöðvarinnar Flem-
ington Fulton og fórum í “hjólastóla-
fótbolta.” Við fengum húsnæði
íþróttafélags fatlaðra lánað og kunn-
um við þeim bestu þakkir fyrir. Bolt-
inn heppnaðist vel og allir skemmtu
sér, athugið, líka sá sem þurft að leita
sér læknishjálpar vegna smá
“hnjasks.”
Eftir þessa fræknu íþróttaiðkun
ákváðu “Buslarnir” að bjóða ungl-
ingastarfi URKÍ að vera með í svo-
nefndum “óvæntum degi” í ungl-
ingastarfi Sjálfsbjargar, sem halda
átti í samvinnu við sjóflokk Slysa-
varnarfélags íslands. Með “óvænt-
um” degi er átt við að leiðbeinendur
skipuleggja eitthvað sem ungling-
arnir hafa ekki hugmynd um.
Þessi dagur var sem fyrr ágætlega
heppnaður. Lagt var af stað í rútu frá
Sjálfsbjargarhúsinu niður á Reykja-
víkurflugvöll. Þar tók á móti hópn-
um flugfreyja sem reyndi að telja
öllum trú um að við værum á leið-
inni til Vestmannaeyja að heimsækja
japanska íslendinginn Keikó. Eftir
þann fund var haldið niður á tjörn.
Þar gáfum við öndunum brauð.
Greip þá um sig mikil óvissa og ótti
meðal ungmennanna hvort ekki yrði
meira úr deginum en þetta. En það
var ástæðulaust því frá tjörninni var
haldið niður á bryggju, þar sem þau
fóru um borð í björgunarskipið
Henrý Hálfdánarson og fengu að taka
þátt í æfingu sjóflokksins. Einnig var
stoppað í Viðey og “kaffi” drukkið af
bestu lyst. Þaðan var síðan haldið
heim á leið með bros á vör.
Með þessa skemmtilegu reynslu í
farteskinu héldum við aftur til Norð-
ur-írlands. Þar urðu fagnaðarfundir
með hinum þátttakendunum enda
allir orðnir málkunnugir og meira en
það. Það var aðallega farið yfir verk-
efni sem fólk hafði tekið með sér
heim og skoðað í því tilliti hvað tókst
vel og hvað illa.
Lokaorð
Með nýja reynslu og þekkingu af
landi og þjóð sem og að vinna með
unglingunum vonumst við til að geta
bætt starf BUSL til muna. Mark-
miðið verður að halda áfram sam-
starfinu sem myndaðist við ungl-
ingastarf URKÍ og þar með sýna fram
á að hægt er að brjóta niður alla múra
(ef einhverjir eru) sem eru á milli
fólks með “mismunandi þarfir”.
Jens Ivar Albertsson
Árni Salomonsson
Hlerað í hornum
Heyrt í fréttum: “Hundruðir rúss-
neskra hermanna bíða þess að þeim sé
flogið til Kosovo”. Samhengið var
ekki síður hið skemmtilegasta því
næst á eftir var talað um galdra á
Vesttjörðum forðum tíð og maður sá
nornirnar fyrir sér ríðandi á rúss-
neskum hermönnum í stað galdra-
priksins góða.
Mikill bindindismaður var ásamt
veitingamanninum að undirbúa mikla
og veglega opinbera veislu. Veitinga-
maðurinn stakk upp á því að rækju-
kokkteill yrði í forrétt. Þá var bind-
indismaðurinn snöggur til svars og
þvertók fyrir rækjukokkteilinn: “Nei,
nei það verður ekkert áfengi haft um
hönd í þessari veislu.”
Prestur einn var að messa og fór með
faðirvorið og bað alla að taka undir.
Meðal kirkjugesta var Jjögurra ára
snáði, sem tók vel undir með presti.
En um leið og búið var að segja amen
heyrðist hátt og skýrt frá snáðanum:
“Og farðu svo að sofa.”
Lítil hnáta kom í heimsókn til ömmu
sinnar á sjúkrahúsið. Gamla konan
var tengd við einhver tæki og skjáir
voru fyrir ofan rúmið til að fylgjast
með líðan hennar. Litlu stúlkunni
varð starsýnt á skjáinn, þar sem eitt-
hvert línurit birtist aftur og aftur.
Eftir að hafa horft á þetta um stund
sagði sú stutta: “Amma, er ekki hægt
að skipta yfir á aðra stöð?”
***
í 6 ára bekknum snerist umræða barn-
anna um það hver ætti ríkasta pabb-
ann. Ein stúlkan sagði að mamma
hennar gæti bara verið heima og
þyrfti ekkert að vinna, hún færi í allar
búðirnar og eyddi peningunum hans
pabba í fot. Einn strákurinn í bekkn-
um sagði þá: “Pabbi minn er svo
ríkur að hann keyrir aldrei til Vest-
mannaeyja. Hann tekur annað hvort
skip eða flugvél þegar hann fer þang-
að.”
Þegar ferjan á Lagarfljótinu, Lagar-
fljótsormurinn kom til landsins á sl.
sumri þurfti að fá tilskilin leyfi og
skírteini fyrir skipið. Gárungarnir
voru ekki lengi að segja að í staðinn
fyrir haffærnisskírteini þá yrði að fá
flj ótfærnisskírteini.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
41