Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 42
Hartmann Guðmundsson forstöðumaður Örtækni: KYNNING r g er fæddur í Reykjavík árið 1958 og uppalinn í Skugga- hverfinu. Foreldrar mínir eru Guðbjörg Halldórsdóttir verslun- arkona og Guðmundur Hartmanns- son lögreglu- varðstjóri. Eg er giftur Erlu Bolla- dóttur og á 3 börn á aldrinum 3ja til 16 ára. Öll mín skóla- ganga var á Skólavörðuholt- inu, fyrst í Aust- urbæjarskóla, þaðan í Vörðuskóla og síðan í Iðn- skólann í Reykjavík. Ég lauk sveins- prófi í rafeindavirkjun vorið 1979 og fékk meistarabréf árið 1983. Strax að skóla loknum fór ég að starfa við við- gerðir á sjónvörpum, vídeótækjum og þess háttar hjá Radíóhúsinu. Arið 1984 tók ég við rekstri verkstæðis, en fyrri eigendur héldu áfram að reka verslun fyrirtækisins. Árið 1991 tek ég alfarið við fyrirtækinu og fyrri eigendur gerast starfsmenn mínir. Ég seldi fyrirtækið árið 1996. Árið 1993 flyst ég búferlum ásamt fjölskyldu minni til Suður Afríku til að fara í biblíuskóla. Var ég þar við nám í tvö ár og setti á stofo fyrirtæki samfara náminu til að sjá okkur far- borða. Að námi loknu gengum við til liðs við kristilegt hjálpar- og trú- boðsstarf (Jesús Alive Ministries Intemational) og störfuðum þar í tvö og hálflt ár. Mitt starf þar var að vera deildarstjóri yfir prent- og hönn- unardeild (print department super- visor). Þar ættleiddum við yndislega stelpu af “Ndebele” ættbálki og var hún eins og Guðs gjöf til okkar. Vorum við i ýmsum hjálparstörfum öðrum á þessum tíma enda trúi ég því sem kristinn einstaklingur að ég eigi að elska meðbræður mína í verki. Ég trúi því að Guð sé algóður og vilji aðeins það besta fyrir okkur, aðeins ef við leitum Hans. Ég trúi því einnig að lykillinn að Guði sé í gegnum Jesú Krist. r Iseptember 1998, stuttu eftir að við fluttum heim aftur, hóf ég störf hjá Vinnustöðum ÖBÍ sem forstöðu- maður Örtækni. Þar starfa alls 12 fatlaðir einstaklingar, flestir í hálfu starfi. Helmingurinn af starfseminni er í kringum tölvukapla. Við erum eina sérhæfða verslunin í landinu með tölvukapla. Við flytjum inn og framleiðum allar helstu gerðir af tölvuköplum og ef einhverjir kaplar eru ekki til á lager þá búum við þá til efltir pöntunum. Hinn helmingur starfseminnnar er fyrir rafeindafyrirtæki sem eru i framleiðslu á rafeindabúnaði. Við röðum íhlutum á rafeindaplötur og lóðum í sérstakri lóðvél. Síðan yfir- förum við plöturnar, prófum og göngum frá. Reksturinn hjá okkur gengur vel og er aukning á framleiðslu og sölu milli ára. Ég sé fyrir mér framleiðslu- aukningu á öllum sviðum og að við komum til með að taka stærri hlut af markaðnum en nú er. Einnig sé ég fyrir mér meiri sérhæfða framleiðslu fyrir rafeindaiðnaðinn. Við fylgjumst vel með nýjungum úti í heimi sem við getum nýtt okkur. Hartmann Guðmundsson Veggspjald og myndband Samtök sykursjúkra hafa gefið út veglegt veggspjald sem ber efsta spurninguna: Kannast þú við þessi einkenni? Helstu einkenni of hás blóðsykurs eru: Þorsti, tíð þvaglát, ástæðulaus þreyta, óskýr sjón, stundum þyngdar- tap, húðkvillar algengir og sár gróa illa og dofi og sérkennileg tilfinning í fótum. Tvær megintegundir eru nr.l og nr.2, insúlínháð og ínsúlínóháð. Sykursýki er svo skilgreind sem efnaskiptasjúkdómur sem vart verður þegar brisið framleiðir ekki nægilegt insúlín eða líkaminn getur ekki nýtt það insúlín sem framleitt er. Sykur safnast fyrir í blóðinu og veldur skemmdum á líffærum s.s. æðum og taugum. Spurt er hverjir séu í áhættuhópi og tegund eitt virð- ast allir geta fengið, en teg- und tvö fá þeir einkum sem eru of þungir, eru komnir yfir fer- tugt, eiga skyld- menni með sykursýki eða þá bamshafandi með þungbura. Fylgikvillar eru taldir upp s.s. hjarta- og æðasjúkdómar, hjarta- áfoll, blinda, taugaskemmd, nýrna- bilun og svo aflimun í alvarlegustu tilvikum. Engin endanleg lækning er til við sykursýki, en góð ráð eru gefin og góð stjórnun blóðsykurs er nauðsyn- leg. Skorað er á fólk að láta rann- saka sig ef einhver einkenna hér að ofan láta á sér kræla. Að lokum eru svo á veggspjaldinu kynnt Samtök sykursjúkra sem vinna mikið og merkilegt starf. Skrifstofa Samtaka sykursjúkra er að Tryggva- götu 26 og siminn er 562-5605. En samtökin hafa ekki numið staðar við svo búið heldur hafa þau einnig gefið út myndband þar sem kynntar eru helstu nýjungar í meðferð sykursýki. Ástráður B. Hreiðarsson yfirlæknir Göngudeildar sykursjúkra á Land- spítalanum í Reykjavík heldur þarna fyrirlestur með glærum og mynd- skyggnum, þarna er að finna miklar upplýsingar um sérhæft efni m.a. farið yfir ný lyf og virkni þeirra. Samtökum sykursjúkra er sómi að þessu tvíþætta átaki sínu og þess aðeins vænst að það megi góðan árangur gefa. H.S. Slen 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.