Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 44
Skóflustunga tekin
á Reykjalundi
Frá ágætri athöfn.
lundi hefði þróast í takt við þarfir
Hinn 1. okt. sl. var sannarlega
mikið um dýrðir á Reykja-
lundi. Þá tók forseti íslands
skóflustungu að viðbótarbyggingu
við Reykjalund, þeirri sömu og
safnað var til í október á liðnu ári
með hinni frábæru þátttöku þjóðar-
innar.
Forsetinn lét ekki axlarbrotið aftra
sér frá því að taka skóflustunguna en
honum til aðstoðar var ung fötluð
stúlka, Helga Kristleifsdóttir og
leystu þau verkið saman vel af hönd-
um og fengu lof i lófa klappað að því
loknu.
Eftir hina stuttu en hátíðlegu at-
höfn úti var gengið inn í matsal
Reykjalundar þar sem mikið og frítt
fjölmenni þáði veglegar veitingar.
Björn Ástmundsson bauð alla vel-
komna og gaf svo forseta íslands,
Ólafi Ragnari Grimssyni orðið.
Forseti sagði að það gleddi sig
mjög að fá að fagna með fólki þess-
um áfanga Reykjalundar, SIBS og
raunar þjóðarinnar allrar. Af Reykja-
lundi hefur fólk farið með bætta
heilsu og bjartari sýn, þúsundum
saman hefði fólk umönnunar og
endurhæfingar notið þar.
Fyrsta heimsókn Ólafs Ragnars á
Reykjalund var með móður hans
1950 en hún var berklaveik eins og
alþjóð veit.
Honum þótti þá sem þar væri sann-
kölluð ævintýraveröld alvöru og bar-
áttuvilja um leið. Stórhugur hefði
ávallt ríkt þar í raun, skilað okkur
hinni stórglæsilegu endurhæfing-
armiðstöð. Menn eiga Reykjalund
að, ákjósanlegur og dýrmætur áning-
arstaður fyrir þá sem á þurfa að
halda. Bað Reykjalundi gæfu og
guðs blessunar.
Formaður SIBS, Haukur Þórð-
arson flutti ávarp, en Haukur er
einmitt fyrsti sérmenntaði endurhæf-
ingarlæknirinn hér á landi. HannrifJ-
aði upp að 55 ár væru frá landnámi
SÍBS að Reykjalundi. Starfið ævin-
lega verið í fullu samræmi við
drauma frumherjanna. Þar hefðu ótal
hendur að unnið. Starfið á Reykja-
landsmanna fyrir endurhæfingu. Hér
væri nú um að ræða markvert skref
inn í nýja öld. Haukur þakkaði for-
seta afbragðsgóðan stuðning við
SÍBS, við sjúka og fatlaða einnig.
Óskaði forseta góðs bata og kvað
Reykjalund mundu standa honum
opinn ef til endurhæfingar kæmi.
Reykjalundarkórinn söng svo listi-
lega 3 lög undir stjórn Lárusar
Sveinssonar. Athöfnin var öll hin
ágætasta.
En hvað er svo framundan? Að
hverju var skóflustunga tekin?
Þorsteinn Sigurðsson varaform.
stjómar Reykjalundar átti leið hérum
og ritstjóri greip tækifærið til að
fræðast. Húsnæðið nýja að Reykja-
lundi á að hýsa alhliða íþróttahús og
Hlerað í hornum
Þau voru í baði frændsystkinin litlu
og sú litla spurði frændann hvað hann
væri með þama framan á sér og hann
svaraði að bragði að þetta væri nú till-
inn á sér. “Ekki hefi ég neitt svona”,
sagði frænkan, “Það er ekki nema
von, þú ert bara stelpa og stelpur týna
alltaf öllu”.
Maður einn rauk upp úr rúmi sínu
sundlaug. Þessi bygging á að bæta
þjálfunaraðstöðu fyrir sjúklinga sem
á hverjum tíma era um 165, en árlega
veitir stofnunin 1350 manns þjón-
ustu. Stærðin er um 2000 fermetrar,
að hluta til á tveim hæðum þ.e. 18x31
m. íþróttasalur, 25 metra sundlaug og
æfingalaug með heitum potti,
rúmgóður tækjasalur með búnaði til
þrekþjálfunar ásamt búnings- og
baðklefum. Hönnuðir eru: Finnur
Björgvinsson og Hilmar Þór Björns-
son en verkfræðivinnu og eftirlit
annast Vífill Oddsson.
Um leið og Þorsteini er þakkað
fyrir fróðleikinn er þakkað fyrir
einkar ánægjulega stund uppi á
Reykjalundi 1. okt. sl. Megi heilla-
dísir framvegis fylgja Reykjalundi
svo sem verið hefur hingað til.
með andfælum, leit á klukkuna, ýtti
við konunni sem hjá honum svaf og
sagði: “Klukkan er orðin alltof
margt. Ég verð að drífa mig heim”.
Konan svaraði með ískaldri ró:
“Hvað áttu við með því að ætla að
fara heim? Þú ert heima hjá þér.”
.“Hvað sagði reiknivélin við eiganda
sinn?”, spurði lítil stúlka föður sinn.
Það vissi faðirinn ekki. “Þú getur
reiknað með mér”, svaraði litla stúlk-
an.
H.S.
44