Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 51
Séð yfir hluta fundarsalar. árs Hafdís Gísladóttir. Ritari til eins árs Gísli Helgason. Fyrir er í stjórn- mni Valgerður Osk Auðunsdóttir meðstjórnandi. Varamenn voru kjörin þau: Dagfríður Halldórsdóttir, Elísabet Á. Möller og Arnór Pétursson. 011 voru framantalin sjálfkjörin og með lófaklappi. Skoðunarmenn sömuleiðis sjálf- kjörnir þeir Tórnas Sturlaugsson og Vigfus Gunnarsson. Haukur Þórðar- son þakkaði fyrir samstarf og sam- skipti sem spönnuðu nær ijóra ára- tugi. Haukur kvað þau heið og björt í huga sér. Oskaði nýrri fram- kvæmdastjórn góðs gengis. Hafliði Hjartarson færði fram alúðarþakkir fyrir ánægjuríkan tíma og færði við- takendum farsældaróskir. Að loknu hádegisverðarhléi kallaði fram- kvæmdastjóri Vilhjálm B. Vilhjálms- son á vettvang í tilefni þeirra tímamóta á liðnu sumri er Vilhjálmur hætti framkvæmdastjórastörfum hjá Islenskri getspá. Vilhjálmur ávarp- aði fundinn og kvað það hafa verið gleði sína að hafa getað með starfi sínu séð fjárhag bandalagsins borgið. Þakkaði samstarf liðinna ára. Ólöf Ríkarðsdóttir kynnti hand- bókina: Aðgengi fyrir alla nokkrum vel völdum orðum, en handbókin vel kynnt hér í blaðinu. Þá tóku 5 starfshópar til óspilltra málanna en þeir fjölluðu um: atvinnumál, félagsmál, kjaramál, menntamál og búsetumál. Unnu þeir vel í nær hálfa aðra klukkustund og skiluðu svo áliti. Þorsteinn Jóhannsson kynnti álit hóps um atvinnumál. Fagnað var góðri atvinnumálaráðstefnu, lögð áhersla á vönduð ákvæði um at- vinnumál fatlaðra inn í lög um vinnumarkaðsaðgerðir, mótmælt alltof knöppum skerðingarákvæðum vegna vinnutekna sem vinnuletjandi væru, ÖBI kæmi að trúnaðar- mannanámskeiðum stéttarfélaga og vinna fatlaðra yrði betur kynnt. Sigurður V Viggósson kynnti álit starfshóps um félagsmál. Lögð áhersla á fulla þátttöku fatl- aðra í menningar- og listalífi (njóta og skapa), aðgengi sem allra best hvarvetna m.a. til afþreyingar og tómstunda, mælt með niðurgreiðslu á sumarbústöðum, fræðsla um mál- efni fatlaðra færð inn í grunnskóla með ákveðnu námsefni, svo og var samþykkt tillaga um að fara þess á leið við menntamálaráðuneytið að það sjái til þess að á öllum stigum kennaranáms verði námsefni um fötlun. Garðar Sverrisson talaði fyrir starfshóp um kjaramál. Hann lagði fyrir fundinn ályktun, sem um leið yrði aðalályktun og var hún sam- þykkt samhljóða. Garðar lagði einnig á það áherslu að enn betur yrði reynt að ná til grasrótarinnar, fá yrði fleiri til þátttöku. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands, haldinn 6. nóv 1999 skorar á Alþingi að aflétta því neyðar- ástandi sem ríkir í trygginga- málum öryrkja og búa svo um hnúta að örorka verði ekki framar ávísun á efnahagslega útskúfun. Þá ítrekar fundurinn fyrri áskorun sína til Alþingis um að það viður- kenni hina margvíslegu sérstöðu öryrkja með því að hækka örorku- lífeyri sérstaklega og mest hjá þeim sem verða fyrir varanlegri örorku snemma á starfsævinni. Einnig skorar fundurinn á stjórnvöld að Ieiðrétta lífeyris- greiðslur til samræmis við þróun launa á síðustu árum og tryggja að þær dragist aldrei aftur úr þróun launavísitölu. Aðalfundur ÖBÍ vekur athygli á því að jaðarskattar eru hvergi hærri en hjá þeim öryrkjum sem reyna að hasla sér völl á vinnu- markaði. Það er ríkissjóði og sam- félaginu öllu til fjárhagslegs skaða að sporna svo mjög gegn atvinnu- þátttöku fatlaðra. Til að bæta hér úr ber brýna nauðsyn til að hækka verulega frítekjumörk vegna at- vinnutekna og leiðrétta skattleysis- mörk til samræmis við þróun launavísitölu síðustu 10 ára. Þá er ekki síður brýnt að hverfa þegar í stað frá skattlagningu húsaleigu- bóta. Fyrir menntamálahópinn talaði Benedikt E. Benediktsson. Með- al þess sem þar kom fram var að auka þyrfti námsframboð í framhalds- skólum, þar þyrfti fjölbreytni að vera meiri, aukin áhersla á starfsfræðslu. Lögð var áhersla á það að unnt væri að fá hjálpartæki á hverjum tíma sem létt gætu undir við námið. Tryggja hvers konar aðgengi að menntun og menntastofnunum. Meiri hvatning til náms þyrfti til að koma gagnvart þeim sem fatlast af völdum sjúkdónra eða slysa. Friðrik Alexandersson benti á nauðsyn þess að skólakerfið lagi sig að þeim sem þurfa heils- dagsþjónustu. Fyrir búsetumálahóp talaði Hafliði Hjartarson. Minnti á þörf nýrra úrræða í búsetumálum, íbúðir þyrfti fyrir þá sem á tímabundinni búsetu þyrftu að halda. Velti einnig upp spurningunni um það hversu mikill að umfangi Hússjóður skyldi vera. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.