Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 52
Frá háborði aðalfundar.
Pétur Hauksson kynnti eftirfarandi
ályktun frá hópnum sem samþykkt
var samhljóða.
Brýnt er að fjölga búsetuúrræð-
um með mismiklu þjónustustigi.
Ljóst er að ákveðnir hópar fólks
eru í þörf fyrir sérhæfða og í sum-
um tilfellum mikla þjónustu á
heimilum sínum t.d. vegna hreyfi-
hömlunar, geðfötlunar eða þroska-
hömlunar. Fyrir marga er æski-
legasta úrræðið þjónustukjarni
með aðliggjandi íbúðum. Við yfir-
færslu á málefnum fatlaðra til
sveitarfélaga þarf að tryggja vel
yfirfærslu fjármagns vegna þjón-
ustu þeirra sem nú eiga heimili sín
á stofnunum.
• •
Onnurmál: Arnór Pétursson vildi
að uppstillinganefnd skilaði
timanlegar af sér og endurskoðun
laga bandalagsins væri tímabær.
Flutti tillögu svohljóðandi sem sam-
þykkt var samhljóða:
Aðalfundur ÖBÍ haldinn í
Reykjavík 6. nóv. 1999 beinir því til
framkvæmdastjórnar að hún skipi
nefnd til að fara yfir og end-
urskoða lög bandalagsins.
Sömuleiðis ræddi Arnór bílastæða-
mál fatlaðra og bar fram svohljóð-
andi tillögu, sem samþykkt var sam-
hljóða:
Aðalfundur ÖBÍ haldinn í
Reykjavík 6. nóv. 1999 skorar á
ökumenn að virða sérstök bifreiða-
stæði fatlaðra. Jafnframt er skor-
að á sveitarfélögin í landinu að
fjölga slíkum bifreiðastæðum svo
fatlaðir eigi auðveldara með að
sinna erindum sínum.
Haukur Þórðarson velti upp þeirri
hugmynd að aðalfundur kysi uppstill-
inga- eða kjömefnd.
Hafdís Hannesdóttir færði Hauk
alúðarþakkir og minnti á hin mikil-
vægu störf hans m.a. sem hins
ómetanlega fræðara. Halldór Sævar
Guðbergsson minnti á verkefni
Blindrafélagsins í Malavíu í sam-
vinnu við Þróunarsamvinnustofnun.
Fagnaði ráðsteíhu gærdagsins og
minnti á hina miklu og margvíslegu
möguleika sem í tækninni fælust.
Eiríkur Þorláksson kom með þá
tillögu að aðalfundur yrði haldinn
snemma árs svo t.d. allar tölur reikn-
inga væru ferskar, þetta ætti endur-
skoðunarnefndin að taka til athug-
unar.
Fundarstjórar, Þórir Þorvarðarson
og Sigríður Kristinsdóttir þökkuðu
fyrir sig og þeim þakkað með lófa-
taki. Riturum þökkuð ágæt iðja.
Garðar Sverrisson nýkjörinn for-
maður sleit fundi, hvatti menn til
dáða og færði Hauk og Hafliða
sérstakar þakkir fyrir störf þeirra.
Bandalagið kvaddi þá með fögrum
blómvöndum sem Guðríður Ólafs-
dóttir færði þeim í lokin.
Fundarslit voru um kl. 16.40.
H.S.
Birna Eyjólfsdóttir
Ve stmannaeyj um:
Órímað
og rímað
Hugsað að hausti
Eg ligg í sófanum í stofunni
heima. Úti blása kaldir
vindar haustsins og gardínurnar
bærast þegar vindurinn blæs inn
um þær. Eg
stari út um
gluggann í birt-
una sem dvínar
með hverjum
degi. Á himin-
inn sem er al-
skýjaður. Ég loka augunum og
þá birtist glugginn ljómandi fyrir
lokuðum augum minum. Verður
gulur og rauður.
Og hverfur svo alveg. Úti á
túninu skammt frá er stór steinn.
Þegar ég geng fyrir hornið á
næsta húsi er hann eins og risa-
stór köttur, þegar hann er séður
frá því sjónarhomi og í þeirri
fjarlægð sem er frá húsinu
heima. Stundum er í mér óhugur
þegar mér finnst að hann muni
vakna til lífsins. Liggja svo í
leyni við næsta húshorn og
stökkva þaðan og hremma mig.
Ef til vill finnst mér þetta því
samviska mín er ekki alveg
hrein.
Það húmar að
Það húmar að og haustið kemur,
held ég áfram að yrkja ljóð.
Vona er um vetrarhretin semur,
að vænkist í mínum ljóðasjóð.
Um tryggðina
Tryggðin og traustið fæst ekki
gefins.
Reyndu eins og þú getur að vera
trú.
Þegar sigur berðu úr býtum ertu
ei lengur efins.
Gagnkvæm fórnfýsi milli vina
smíðar brú.
Birna Eyjólfsdóttir.
52