Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 54
I BRENNIDEPLI Einn af föstu punktunum í tilveru okkar á hausti hverju er framlagning tjárlagafrum- varps á Alþingi. Það er svo í raun meginverkefni hvers þings fyrir áramót að fjalla um og afgreiða þetta frumvarp svo til verði fjárlög næsta árs. Fjárlagafrumvarp skiptir miklu fyrir marga en enga þó sem þá er eiga lífsviðurværi sitt að mestu eða öllu leyti undir ijárlagatölum komið, þeim rammatölum lífeyristrygginga sem skammta lífeyrisþegum heildarskerf. í íjárlagafrumvarpi nú er gjört ráð fyrir þriggja prósenta hækkun bóta almannatrygginga í upphafi árs 2000 og þar til viðbótar er gjört ráð fyrir eins prósents hækkun á óskiptum lið. Þetta lesum við hér sem ijögurra prósenta hækkun yfir línuna en um leið er sagt að forsendur bóta verði endurmetnar fyrir árslok í ljósi verðlagsþróunar þ.e. ef verðbólgan fer yfir þessi ijögur prósent á árs- grundvelli þá ber að bæta við eða sá er okkar skilningur. Ekki skal þessi hækkun vanmetin sem slík en að tvennu er skylt að hyggja í þessu tilliti. Raunhækkun í krónum eftir prósentureikningi fer vitanlega eftir þeim grunni sem reiknað er út ifá og þess vegna gefa 4% ótrúlega fáar krónur þar sem sú grunnupphæð sem prósentan hlýtur að miðast við er svo ofurlág. Þannig gefa hin ijögur prósent ein- staklingi með allar bætur ekki nema um 2500 krónur á mánuði, manni í sambúð ekki nema um 1800 kr. Og sagan er ekki öll sögð, því þess- ar 2500 krónur eru svo að fullu skatt- lagðar, svo eftir standa aðeins 1500 krónur. Þetta eru rauntölurnar sem ekki tjáir í móti að mæla. Það er óspart til þess vísað að kjarasamningar séu framundan og þá geti nú einhver viðbót komið og von okkar svo sannarlega sú að hún verði sem mest. En efi sækir á hug hafandi staðreyndir á borðinu um það hversu kjarabætur samninga hafa skilað sér inn í bætur almannatrygg- inga eða réttara sagt hafa ekki skilað sér s.s. dæmið frá 1995 sannar best. Krónutölusamningarnir 1995 skiluðu sér ekki betur en það þegar krónurnar höfðu á undarlegan hátt inn í prósent- ur verið reiknaðar að um 2000 krónur á mánuði skorti á rétta tölu. Má á það minna í leiðinni að mál hér að lút- andi hjá Umboðsmanni Alþingis á nú stutt í ijögurra ára afmælið og þrátt fyrir eftirrekstur mikinn hafa svör ekki enn fengist. Fjárlagafrumvarp gefur tóninn en endanleg afgreiðsla Ijárlaganna fyrir árið 2000 verður hins vegar til staðfestingar á því hver- su stjórnvöld vilja sjá hag þessara þegna sinna borgið á því merkisári. Góðærið blómstrar í samfélaginu, tjárlagaafgangur á aldrei meiri að verða en á næsta ári, svigrúmið til verulegra umbóta er því augljóst, svo á endanum verður aðeins spurt um viljann til verka góðra, til velferð- arsóknar sem á sitt aðaleinkenni í stórbættum hag þeirra lífeyrisþega sem svo mjög þurfa á kjaralyftingu að halda og henni myndarlegri. En það er ýmislegt fleira í fjár- lagafrumvarpinu sem við hér á bæ þurfum að hyggja að. Meðferðin á Framkvæmdasjóði fatlaðra er þar sýnu verst. Lögbundinn tekjustofn sjóðsins þ.e. erfðaíjárskattur er áætl- aður 575 millj. kr. og ef miða á við áætlanir síðustu ára og skilin í sjóðinn þá á hann ugglaust eftir að skila mun hærri tölu. Af þessum lögbundna tekjustofni fær Framkvæmdasjóður fatlaðra aðeins 235 millj.kr. þ.e. rétt um 40% af því sem lög um málefni fatlaðra segja til um. Það hefur ekki verið farið mjúkum höndum um þennan markaða tekjustofn á liðnum árum, en nú syrtir enn í álinn. Því undarlegri er þessi niður- skurður nú þar sem í rekstrarfram- lögum er gjört ráð fyrir verulegri aukningu en það hefði mátt halda að þess sæist þá stað í stofnfram- kvæmdaframlögum sem eru í lang- flestum tilvikum forsenda aukins rekstrar. Fíér vantar ekki bara upp á Qármunaskil heldur ekki síður sam- kvæmni. Þessar 340 milljónir minnst sem skornar eru af Framkvæmda- sjóði eru sem sé nokkur hluti hins marglofaða afgangs sem ríkissjóður á að skila eða ríflega 2% afgangsins. Ekki verður öðru trúað en íjár- laganefnd sem Alþingi muni sjá sóma sinn í að skila Framkvæmdasjóði fatlaðra auknum ijármunum. Eitt er a.m.k. morgunljóst og það er að verkefnin eru næg, því biðlistarnir æpa á úrlausn. Eg hygg að skilja megi ráðamenn í þessum efnum svo að einhver bragar- bót verði á gerð. Samtök fatlaðra munu svo sann- arlega ekki una þessari smánarlegu meðferð á sjóðnum og með yfir- færslu málefna fatlaðra til sveitar- félaga verður ekki sagt að heiman- mundurinn í þessum efnum sé gæfu- legur eða ginnandi. Hér er heldur betur hlustað á atvinnumálaráðstefnu. 54

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.