Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 55
Tveir forystumanna Öryrkja- bandalagsins til fleiri ára láta nú af stjórnarstörfum þar og það einnig í framkvæmdastjórn þar sem báðir hafa setið frá upphafi þeirrar skipunar. Þetta eru þeir Haukur Þórðarson og Hafliði Hjartarson, sem eiga einstaklega góða og farsæla starfssögu á vettvangi Öryrkjabanda- lagsins sem og sinna félaga. Haukur hefur verið hér formaður og varaformaður og Hafliði gjaldkeri. Báðum er til alls góðs treyst ævinle- ga, í engu bregðast þeir því sem þeim er til trúað. Báðir eru skapfestumenn mikillar félagslegrar reynslu, leggjast þungt á árar þegar þess er þörf, ein- lægni og alúð einkenna öll þeirra störf. Þeim er mikil og hlý þökk færð við þessi tímamót og best er þeim þakkað með vökulli varðstöðu og veitulli baráttu fyrir hag hinna fbtluðu í samfélaginu. Eins og hér var getið um á sínum tíma var gjörður samningur milli félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ferlimál. Skyldi Sambandið sjá um það hlut- verk og fékk fyrir íjármuni til að sinna verkefninu. Sambandið réði starfsmann til verksins en samn- ingurinn gilti til tveggja ára. Hann rann út um síðustu áramót en þó mun starfsmaður sambandsins hafa sinnt þessum málum eitthvað fram á sl. sumar að hún sagði upp störfum. Öryrkjabandalag íslands tók þessa óunandi stöðu ferlimála upp þegar sl. vor við félagsmálaráðherra og fleiri aðila málinu tengda og þráðurinn var svo aftur tekinn upp á haustdögum. Þess er að vænta að af verði árangur nokkur, jafnvel svo að ný ferlinefnd verði skipuð eftir tilnefningum ákveðinna aðila og nefndin fái starfs- mann sem gæti t.d. verið staðsettur hjá Skipulagsstofnun. Þetta mun skýrast á næstunni en að málinu koma félagsmálaráðuneyti, umhverf- isráðuneyti, Skipulagsstofnun rík- isins, núverandi ferlinefnd og svo Öryrkjabandalagið. Viðbrögðin eru góð svo vænta má þess að eitthvað gjörist í málinu fyrr en síðar. Talandi um ferlimál þá hafa þau eðlilega nokkuð komið til um- ræðu í laganefnd þeirri sem unnið hefur að fmmvarpi til laga um félagsþjónustu og á í raun að leysa af hólmi sérlögin um málefni fatlaðra. Undirritaður vildi hafa sérákvæði inni í frumvarpinu um ferlinefndir en það fékk engan hljómgrunn og því er aðeins það ákvæði inni að félags- málanefndir skuli fylgjast með ferli- málum svo og að félagsmálanefndir geti sett á undirnefndir um einstaka málaflokka og í athugasemdum er sagt að m.a. sé þar átt við nefndir um ferlimál. Svo víða er pottur brotinn að ekki hefði af veitt að ferlinefndir fengju sinn sess á sveitarstjórnar- stiginu með þá sín mörgu og þörfu verkefni að vinna að. Vonandi verður Alþingi til að breyta þessu atriði svo nauðsynlegt sem það er að ákveðinn formlegur eftirlitsaðili fylgist með og fái hrundið lagfæringum og úrbótum í framkvæmd. Handbókin nýja: Aðgengi fyrir alla verður vissulega verðugt hjáip- artæki öllum þeim sem sjá vilja aðgengi fyrir alla sem augljósa staðreynd. Undirritaður sem Öryrkjabanda- lagið valdi til setu í umræddri laganefnd skilaði nokkrum fyrir- vörum við það frumvarp sem fyrir Alþingi verður lagt af félagsmála- ráðherra. Einn þessara fyrirvara snertir styrki til nárns og tækjakaupa, en engin sérákvæði eru um framhald þessara styrkja þó þau væru skýrlega í gildi í lögunum um málefni fatlaðra. Þeim er alfarið vísað undir al- menna ijárhagsaðstoð sveitarfélag- anna án beinnar tilgreiningar í frum- varpinu þó vísað sé vel til styrkjanna í athugasemdum með frumvarpinu. Sá er uggur okkar að þessir bráð- nauðsynlegu styrkir geti orðið utan- garðs, en oft hafa þeir sköpum skipt fyrir viðkomandi sem fengið hefur og leitt til atvinnuþátttöku sem annars hefði ekki verið fyrir hendi. Athuga- semdir gleymast gjarnan en lagabók- stafurinn blívur og alla vega ólíkt erfiðara undan að komast að inna af hendi ef umsækjandi getur stutt beiðni sína styrkri tilvitnun í laga- ákvæði. Enn skal á Alþingi treyst að það kveði hér skýrt að orði um skyld- ur sveitarfélaganna. Dýrmæti þess- ara styrkja dregur enginn í efa í svo ótalmörgum tilvikum, jafnvel svo að þeir hafa breytt lífi þeirra til hins betra sem hlotið hafa. Fyrirvarar undirritaðs skulu ekki raktir hér frekar utan það að nefna til sögu Hringsjá - starfsþjálf- un fatlaðra. Öryrkjabandalag Islands hefur farið þess á leit við félagsmála- ráðherra að þeirri ágætu stofnun verði sett sérlög og er það mál í ágæt- um undirbúningi. Hringsjá hefur áunnið sér verðugan sess á vettvangi málefna fatlaðra, orðið ótvírætt til góðs gæfúauka svo ótalmörgum sem hafa þangað komið í óvissu og án fót- festu í lífinu en haldið þaðan út í lífið til þátttöku í frekara námi eða starfi. Vonandi verða til sérlög um þessa ágætu stofnun til að tryggja framtíð hennar sem allra best, fordæmi slíkra sérlaga eru víða og nægir að nefna Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Heyrnar- og tal- meinastöð íslands og Sjónstöð íslands, svo aðeins sé vikið að skyld- um vettvangi þeirra verkefna sem við er fengist. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 55

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.