Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 11
í heitum potti á Nesjavöllum skála vinkonurnar fyrir 50 ára afmæli Brynju síðasta sumar. Brynja fer oft í sund og heita potta. Halldóra Anna Jórunnardóttir: Hið ókomna Harma ei hið liðna amstur. Aðeins vakna af værum blundi. Og taka daginn sér í faðm. Heillast af því einu að fá að vera til. Ætla sér ei of mörg spor. Þó erfitt sé þá leitum við eftir styrk í birtunni og blíðu í myrkrinu. H.A.J. Áður birt í Fréttaþjálfanum - blaði útskriftarnemenda í Hringsjá. ég er svo ánægð með. Og þar kemur að góðum notum sá lærdómur sem ég hef úr lífsins skóla. Ég hef lært að þiggja af öðrum sem hafa viljað reynast mér vel, þegar ég hef þurft á að halda, þrátt fyrir að ég geti ekki alltaf endur- goldið nákvæmlega í sömu mynt. En það eru til ýmsar leiðir að gefa af sér til annarra. Otal margt jákvætt hefur komið til mín, bæði beint og óbeint í blindunni. Áhugavert fólk og góðir vinir sem ég hef eignast, sem hefðu hugsanlega aldrei orðið á vegi mínum annars. Skilaboð mín til þeirra sem eru að gefast upp á aðstæðum sínum: Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir aðstæðunt sínum, sætta sig við orðinn hlut sem enginn getur breytt. Byggja sig upp bæði andlega og líkamlega. Njóta þess sem maður getur; hætta að syrgja það sem maður getur ekki lengur. Finna ný áhugamál, vera jákvæður og opinn fyrir nýjum tækifærum. Vera meðvitaður um, að þó einar dyr lokist, opnast alltaf aðrar í staðinn...“ Oddný Sv. Björgvins. Mig langaði alltaf svo að keyra bíl - og þarna fékk ég það í fyrsta skipti á ævinni á grasigrónum flugvelli úti á landi. lega í volgri sundlaug... heyra óvænt skvamp þegar mangóávextir duttu úr trénu við laugarbarminn...“ Brynja er ævintýrakona og talandi dæmi um, hvernig hægt er að njóta lífsins, vera lífsglöð og ánægð, þrátt fyrir erfiða fötlun. Segja má að hún sé blindur sjáandi með djúpa innri sýn. Hvað með okkur hin? Notum við augun nógu vel? Er innsæi okkar ekki of lokað? Auðvitað segir Brynja að margt sé erfitt. „Þessi frelsisskerðing... að geta ekki gengið út ein þegar mig langar til, setjast á bekk úti í víðátt- unni, hlusta á fuglana. Að þurfa að blanda öðrum í allt, bréf og glugga- póst. Að geta ekki horft á landslag og falleg málverk.“ Biturleiki finnst samt ekki, þegar hún segir: „Blindan opnaði mér nýjan heim sem ég hefði aldrei kynnst annars. Hún hefur gert mig nærnari en ég hefði annars orðið. Opnaði mér leið inn í starfið mitt sem FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.