Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 15
Liðsinni - Opnunarhátíð Frá opnuninni. Halarnir leika og syngja. Það var sannarlega margt um inanninn í Perlunni þegar opnunarhátíð sýningarinnar Liðsinni var haldin föstudaginn 11. feb. sl. Gnótt góðra gesta sótti há- tíðina og fólk var í hátíðarskapi. Okkar fulltrúi í því umfangsmikla starfi er innt var af hendi við undir- búning sýningarinnar var Helgi Hróðmarsson og þar réttur maður á réttum stað eins og við gleggst vitum hér á bæ. Helgi mun greina frá sýn- ingunni sem og þeim ráðstefnum sem haldnar voru á meðan á sýningunni stóð, en hér aðeins frá opnun hennar lauslega sagt. Á móti okkur var tekið umfaðm- andi hlýjum og hljómfogrum tónum þeirra Gísla Helgasonar og Haraldar Gunnars Hjálmarssonar. Formaður sýningarnefndar, Friðrik Sigurðsson bauð gesti velkomna, minnti á tilurð sýningar, umræðu vorið 1998 hjá FFA og í framhaldi af því ákvörðun um sýningu og ráðstefnu í samvinnu sem allra flestra. Hann gat um aðila sýningarinnar, allt hefði þetta tekið sinn tíma en góðir hlutir gjörast hægt, sagði Friðrik. Sýningin spannaði almenna tækni sem sértæka. Varaði hins vegar við því að tæknin, þó góð væri, mætti ekki stefna mannlegum samskiptum í voða. Aðalmið sýningarinnar að mega kanna alla þá möguleika sem fyrir hendi væru. Hann þakkaði sýn- endum, styrktaraðilum, fyrirlesurum og Sýningum ehf. Kynnir var svo Guðrún Hannes- dóttir. Páll Pétursson félags- málaráðherra flutti því næst ávarp. Hér bæri að fagna því að vakin væri athygli á góðum verkum til hjálpar fólki. Það hefði verið sér undravert gleðiefni að kynnast afreksfólki sem við mikla fotlun byggi. Þar hefðu hugvit, uppfinningar og tækniundur til mikillar hjálpar komið. Ferlimál væru sífellt að þokast áfram og minnti í því sambandi á hið óþreyt- andi starf Jóhanns Pétur Sveinssonar í þeim efnum meðan hans naut við. Hann kvað málefni fatlaðra hafa haft forgang í sínu ráðuneyti, enda hefðu framlög aukist í ráðherratíð sinni um 85%. Hann kvað brýnt að lífskjör fatlaðra og lífsaðstæður væru sam- bærileg við lífskjör annarra. Minnti að lokum á yfirfærslu mál- efna fatlaðra til sveitarfélaga frá rík- inu, frumvarp um félagsþjónustu lagt fram með fylgifrumvörpum nú á þessu þingi. Það frumvarp hefði þjónustuþarfir í fyrirrúmi. Þá flutti ávarp fyrir hönd hags- munasamtaka fatlaðra Ólöf Ríkarðs- dóttir en hennar ávarp hér birt. Leikendur úr Halaleikhópnum fóru þessu næst með atriði úr leikriti sem Halarnir eru nú að æfa af kappi og er eftir Eddu V Guðmunds- dóttur sem einnig leikstýrir verkinu. Var flutningur með miklum ágætum og vakti gleðibros gesta. Þá kynnti Joseph Kaye stuttlega efni fyrirlestrar sem hann flutti svo á laugardeginum Hlerað í hornum Maður einn hóf mál sitt svo: “Áður en ég tek til máls ætla ég að segja nokkur orð.” Prestur áminnti mann einn fyrir það að koma aldrei til kirkju. Maðurinn kvað það eðlilegt, því það væru svo margir hræsnarar sem þangað sæktu. Þá svaraði prestur: “Heldurðu að þá muni nokkuð um einn í viðbót.” en fyrirlesturinn nefndist: Vitrænt eldhús. Vísast um það til frásagnar Helga Hróðmarssonar. Það var svo Ásdís Jenna Ástráðs- dóttir sem setti sýninguna formlega og flutti frumsamið ljóð um leið. Afar góður endir á velheppnaðri há- tíð en áfram léku þeir svo Gísli og Haraldur fólki til yndisauka. Menn þágu svo veglegar veitingar og síðan skyggndist fólk um sali þar sem fjöld var forvitnilegra upp- lýsinga og sýninga á margvíslegum búnaði, töfratækjum sannkölluðum þar sem tæknin getur kraftaverk gjört. Sýningin var öllum til sanns sóma og greinilega einstaklega vel verið að verki staðið af þeim sem um stýris- taunra héldu. Þeirn er að verðleikum vel þakkað. Það hafði gengið óveður yfir og maður einn fór að huga að leiði for- eldra sinna. í kirkjugarðinum gekk hann fram á konu eina sem var mjög miður sín og spurði hvað amaði að. Konan kvað stærðar tré hafa fallið yfir leiði mannsins síns svo stórskaði hefði orðið af. Þá hraut út úr mann- inum alveg óvart: “Ja, hann eigin- maður þinn sálugi hefúr alla vega ekki meitt sig neitt.” H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.