Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 19
esar Bergsveinssonar yfirlæknis og er ein- kar skemmtileg af- lestrar. Jóhannes rekur þar sögu Þórðar Sveinssonar læknis en hann var um langa hríð yfirlæknir geð- sjúkrahússins að Kleppi og starfaði þar alls í yfir 30 ár. Jó- hannes lýsir á næman og skýran hátt ævi þessa bóndasonar úr Húnaþingi, sem missti móður sína 8 ára, föður sinn fermingar- árið og var sem barn aðframkominn af berklum. Jóhannes segir frá námi hans á Möðruvöllum, í Latínuskólanum og Læknaskólanum, segir fjörlega frá þessum ofurijöl- hæfa fullhuga sem enga hindrun lét aftra sér. Síðar fer svo Þórður í námsferð til Kaupmannahafnar að kynna sér geð- og taugasjúkdóma og tekur heim kominn við forystu Kleppsspítala og rekstri hans og kenndi við Læknaskólann einnig. Eldlegur áhugi Þórðar fýrir mál- efhum sjúklinga sinna var einstakur, föstu- og vatnskúrar svo og heit böð virðast helstu aðferðir hans við sjúkl- inga, lyfjameðferð var hann andvígur. Þórður taldi einnig að vatnslækning væri haldgóð í meðferð ofdrykkjumanna. Búrekstri Þórðar á Kleppi eru gjörð góð skil, Þórður vann sjálfur að jarðabótum og af því þessi skondna saga frá Agnari syni hans: “Eitt sinn var faðir minn að grafa skurð er að- komumann bar þar að og tók erfiðis- manninn tali, spurði hann, hvort hann hefði verið lengi á þessum stað. Jánkaði faðir minn því. - Jæja góði, sagði aðkomumaður, og látinn grafa skurð. Ertu ekki líka látinn bera sand? -Nei, sagði faðir minn, en að- Greinarhöfundur og heiðursfélagi Geðverndarfélags íslands Tómas Helgason talar hjá ÖBÍ. komumaður trúði þeirri sögu, sem þá var landfleyg, að helsta læknisaðferð föður rníns við geðsjúklinga væri sú, að láta þá bera sand á 2.hæð í húsi og steypa honum niður um trekt, en þegar þeir kæmust að því að þeir væru alltaf að bera sama sandinn, væru þeir læknaðir af vitleysunni. Faðir minn sagði aðkomumanni að sú saga væri uppspuni. - Jæja, sagði aðkomumaður, en getur þú sagt mér hvar ég hitti lækninn? Hann er nú hérna, sagði faðir minn og spratt upp úr skurðinum.” Þá er svo komið að fræðilega hlut- anum og vissara að hætta sér ekki út í endursögn þess, en geta aðeins um greinargóðar greinar. Gylfi Ásmundsson forstöðusál- fræðingur á tvær greinar: Persónu- leikaröskun og mat á persónuleika. Kristinn Tómasson geðlæknir á greinina: Andfélagsleg persónu- röskun og áfengissýki og síðan á Guðlaug Þorsteinsdóttir greinina: Persónuleikaraskanir á geðdeildum. Það er fróðlegt að bera saman hinar ýmsu gerðir persónuleika- röskunar sem Gylfi skiptir í flokka s.s. aðsóknar, kleyf- huga, geðklofalíka, andfélagslega, geð- hrifa, sjálflæga, hliðrunar, hæðis og þráhyggju- áráttu persónuleikaröskun. Sannarlega kannast maður við lýsing- arnar þegar grannt er að gáð. Varðandi mat á persónuleika nefnir Gylfi greind- arpróf og persónu- leikapróf og gefur svo lýsingar á fram- kvæmd þeirra en í lokin segir Gylfi: “Við mat á persónuleika og geð- rænum sjúkdómseinkennum er oftast stuðst við viðtal og nokkur sálfræði- leg próf til þess að fá mynd af ein- staklingnum frá sem flestum hliðum og gera sér síðan heildarmynd af honum.” í lokaorðum sínum segir Kristinn Tómasson: “Andfélagsleg persónuröskun er erfið greining. Þeir einstaklingar sem hana fá eru erfiðir í samskiptum.” Og svo í fram- haldinu: “í ljósi þess hve meðferðar- sæknir þessir menn eru þegar áfengis- fíkn herjar á þá virðast þeir þjást veru- lega á geði. Því er sérstaklega mikil- vægt að reyna að koma í veg fyrir áfengisfíkn þessara einstaklinga.” Og í lok þessa ágrips hér, ófull- komna að vísu, er gripið til lokaorða Guðlaugar Þorsteinsdóttur: “Per- sónuleikaröskun er geðsjúkdómur sem lýsir sér í því að vissir þættir í fari einstaklingsins, ómeðvitaðir eða meðvitaðir, valda honum tilfinnan- legum erfiðleikum og þjáningum í að takast á við hið daglega líf.” Og mundi hér hæfa amen eftir efn- inu. H.S. Hlerað í hornum Ræðumanni var mikið niðri fyrir þegar hann var í ræðustól að þakka þeim sem hefðu fylgt honum að máli og endaði ræðu sína svo: “Svo vil ég þakka honum Jóni Jóns alveg sérstak- lega, því hann hefur verið mér góður ljár í þúfu.” Mamman spurði dóttur sína sem var að byrja að læra ensku í skólanum hvernig gengi. “Alveg ágætlega, ég er bæði búin að læra hvernig á að segja gjörðu svo vel og þökk fyrir á ensku.” “Jæja, dóttir góð, þú ert þá bara orðin betri i ensku en íslensku.” Maður einn bjó með konu sem þótti afar gott að fá sér neðan í því, alveg sérstaklega nýtti hún hvert tækifæri ef hún fór eitthvað út á milli manna. Nú dó móðir konunnar og haldin mikil erfidrykkja og fjölmenn og dóttirin aldrei þessu vant bláedrú. Maður hennar var mjög ánægður með konu sína og orðaði þetta svo við vin sinn: “Hún mamma hennar Mundu hefði betur getað gert þetta oftar.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.