Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 35
Hnýting er vandaverk þó í tómstundum sé stundað. Eftir vinnslu hvers þáttar leggur nefndin svo til framkvæmd hinna ýmsu þátta. Nefndin leggur til sem best aðgengi fatlaðra að orlofs- húsum og þar komi hið opinbera inn sem beinn stuðningsaðili. Inn í þetta samhengi má benda á tilraunaverk- efni ÖBI á sl. sumri um orlofshús hjá BSRB og á því mun verða framhald á komandi sumri. Varðandi sveitarfélögin og börn og unglinga er áhersla á betra aðgengi, nýta þar liðveisluna, auka tilboð og kynna þau betur um leið. Einnig þyrfti fræðslunámskeið fyrir lið- veitendur og bæklingur ætti að vera tiltækur um skyldur sveitarfélaganna. Aðalatriði það að engin fotluð börn yrðu þarna útundan varðandi tóm- stundastarf. Bókasöfnin fengu sínar ábendingar um úrbætur á húsnæði og bíla- stæðum. Allt verður að vera sem skýrast í aðgenginu: fyrir hreyfi- hamlaða, sjónskerta, heyrnarskerta og þroskahefta. Kynna þarf þjónustu bókasafna sem víðast og auka þarf efni s.s. hljóðsnældur við hlið bóka. Starfsmenn bókasafna þyrftu að taka grunnnám í táknmáli heyrnar- lausra. Varðandi kirkjurnar var það sett upp sem meginatriði að kirkjan væri opin og aðgengileg öllum, umræðu þyrfti innan kirkjunnar um aðgengi og þátttöku fatlaðra, starfsmenn kirkjunnar þyrftu að fræðast um mál- efni fatlaðra. Bent var á tónmöskva- kerfi í kirkjur m.a. og sú staðreynd að kirkjukórar væru upp á lofti aftraði hreyfihömluðum þátttöku þar. Varðandi aðra menningarstarf- semi þá fór ekki fram könnun en ábendingar voru margar. Varðandi list og listsköpun var á það lögð áher- sla að listar ættu menn ekki bara að njóta, ekki síður að skapa. Handbók þyrfti að vera til um öll söfn og að- stöðu fatlaðra þar, einnig til á hljóðs- nældum. Viðeigandi leiðsögn þyrfti að vera til staðar á söfnum fyrir liina ýmsu hópa. Varðandi leikhús minnt sérstak- lega á að rými fyrir hjólastóla þyrfti að vera í venjulegri sætaröð. Nýta nútímatækni til hins ítrasta, beita táknmálstúlkun s.s. mögulegt er. Greiða fötluðum leið að hvers konar listaskólum. Þá fjallaði nefndin ítarlega um möguleika fatlaðra til ferðalaga. Skorað er á samgönguráðherra að láta fara fram vandaða úttekt á hótelum og gististöðum með tilliti til aðgengis fatlaðra s.s. lög kveða á um. Þjónustuaðilum veittar nauð- synlegar upplýsingar hér um. Skrán- ing upplýsinga samræmd og þær gefnar út í bæklingi. Ferðamálaráð var hvatt til að beita sér fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk ferðaþjónustunnar. Lögð áhersla á aðgengilegar upplýsingar og al- menningsvagnar verði nýtanlegir fyrir fatlaða. Sér í lagi þarf að huga að því að unnt sé að hafa aðstoðar- menn á ferðalögum og að sá kostn- aður fáist greiddur. Aðeins er hér tæpt á fáeinum atriðum umfangsmik- illa tillagna. í svörum frá svæðisskrifstofum kom glögglega fram sem víðar vandi hinna einangruðu, en ekki síður hversu hinar efnalegu ástæður koma sterkt inn í myndina. Nefndin vekur einmitt sérstaka athygli á hinni erfiðu fjárhagsstöðu fatlaðra en þar er oft falin hin alvarlegasta hindrun til alls þessa, greinilega ekki nógu sýnileg heldur. Og rétt þá í lokin að geta þess hvaða fólk kom hér að svo ágætu starfi. Margrétar formanns og Helga okkar Hróðmarssonar áður getið en aðrir nefndarmenn voru: Magnús Þorgrímsson frá svæðis- skrifstofum um málefni fatlaðra, Guðrún Ögmundsdóttir frá Sam- bandi ísl. sveitarfélaga og María Hreiðarsdóttir frá Þroskahjálp. Um leið og Margréti og Helga er þakkað fyrir viðtalið og þeim sem og öðrum fyrir nefndarstarfið skal látin sú von í ljósi að skýrslan megi vekja um- ræður og athafnir þó allra helst. Tillögumaður á sinni tíð, Margrét Frímannsdóttir ntun halda málinu vel vakandi á Alþingi og best fer svo á birtingu á áhersluorðum í lok skýrslunnar svohljóðandi: “Allar breytingar og umræður taka sinn tíma en orð eru til alls fyrst og því leggur starfshópurinn áherslu á að hvetja til ítarlegrar umræðu á þeim sviðum þjóðfélagsins sem fjall- að er um í þessari skýrslu þar sem rætt verði ítarlega um hvernig bæta rnegi aðstöðuna til að fatlaðir geti í reynd orðið virkir þátttakendur i menningar- lista- og tómstunda- störfum. Slík umræða verður að byggjast á þeim staðreyndum að fatlaðir eru eins og aðrir einstakl- ingar með hæfileika, vilja og áhuga til að takast á við verkefni í leik og starfi fái þeir tækifæri og möguleika til þess”. Umræða til athafna, svo einfalt, svo örðugt oftlega þó, en þá gildir hið fornkveðna: “Vilji er allt sem þarf”. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.