Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 42
Utskrift úr Hringsjá Það er jafnan einhver hátíðlegasta stund ársins og sú ánægju- legasta um leið þegar Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra er með útskrift nemenda sinna. Að þessu sinni var út- skriftin síðla á aðventu eða laugardaginn 18. des. á liðnu ári. Þar var sann- arlega setinn bekkurinn og mátti glöggt greina gleði- bros á margri brá. Forstöðumaður Hring- sjár, Guðrún Hannesdóttir, flutti í upphafi útskriftar- ræðu snjalla, þrungna þeirri hlýju alúð sem þarna er að öllu lögð. Hún fagn- aði lokum haustannar í að- draganda helgrar hátíðar, en hér væri um að ræða uppskeruhátíð á miðjum vetri, í myrki'i skammdeg- isins. Nú væri sextándi hópur- inn að útskrifast að loknu þriggja anna nárni, fimmti hópurinn frá Hringsjá. Hún nefndi aukningu húsrýmis, allt húsnæði Hringsjár nú nýtt fyrir starfsþjálfun fatlaðra, Tölvumiðstöð fatlaðra flutt í Hátún 1 Oa 9.hæð, nú væru enda fleiri nemendur en áður og myndi enn fjölga, þrjár annir nú í fyrsta sinn í senn, kennurum fjölgað einnig og eins og áður afar vel til tekist með mönnun alla. Guðrún boðaði nýjar tölvur í gagnið teknar á nýju ári og myndlist hefði verið á stundaskrá í fyrsta sinn og mátti greina hinn góða árangur á veggjum Hringsjár, hin listfengustu verk. Eins væri Fréttaþjálfinn á sínum stað og hans getið hér glöggt í blaðinu. Hún nefndi ómetanlegt starf Ingibjargar Ólafs- dóttur á skrifstofu og í mót- töku, en Ingibjörg áður nemandi Hringsjár. Guð- rún gat þessu næst um þjónustusamning við Hringsjá af hálfu Trygg- ingastofnunar ríkisins sem þýddi ný sóknarfæri og fjölgun nemenda einnig. Þá sagði Guðrún frá nefndarstarfi varðandi deild Hringsjár á Akureyri sem vonir stæðu til að kæmist i gagnið á haust- dögum næsta árs. r Iundirbúningi er að setja ný lög um Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra, nefnd í það sett af hálfu fé- lagsmálaráðuneytis og Guðrún þar fulltrúi Öryrkjabandalags íslands, en að þess tilhlutan var lagasetningu ýtt úr vör. Guðrún minnti þessu næst á aðild Hringsjár að hjálpartækjasýningunni: Liðsinni 11. - 13. febrúar. Þá lét Guðrún hugann reika til upphafsins, en tölvutæknin í raun hvati að stofnun Hringsjár. Bless- unarlega lýsti enn logi hins fyrsta jólakertis, einkennið alla tíð markast af góðvild, kærleik, gagnkvæmu trausti og virðingu með grundvallaratriði mann- legra samskipta í öndvegi. Afhenti síðan nemum 1. og 2. annar sín skírteini, kvað alla hafa lagt sig fram, unnið sína persónu- legu sigra. Nú kæmi svo nýr hópur til náms á nýju ári. Ávarpaði svo út- skriftaraðal sérstaklega, sundurleitur en skemmti- legur hópur sem sýnt hefði jákvæðni, dugnað og vinnusemi. Áfram ættu þau Hringsjá að og þeim fylgdu óskir um allt hið besta og veganesti vænt á veg fram. Eitt væri alveg víst, auk visku og þroska hefði sjálfstyrking sann- arlega verið í fyrirrúmi. Þau voru 13 sem nú út- skrifuðust og afhenti Guð- rún þeim skírteini sín. r Olöf Ríkarðsdóttir í stjórn Hringsjár færði síðan útskriftarnemum öllum ljóðabók góða með kærri kveðju frá Hringsjá. Þá talaði Sverrir Daðason fyrir hönd útskriftaraðals og mæltist mjög vel. Honum þótti vel hæfa latneska orðtakið víð- kunna: Veni - vidi - vici, ég kom, sá og sigraði. Skemmtileg hefði sam- veran reynst, vitnaði síðan í gamla samlíkingu um öskrandi ljón og jarmandi sauð og kvað ekki gott að vera hinnjarmandi sauður. Hann kvað fortíðina útkrot- aða alls kyns krumsprangi en framtíðin sem óskrifað blað sem þeim bæri að rita sem best. Flutti svo hið ágætasta ljóð, frumort, en annað ljóð hans birt hér í blaðinu. Nanna Þórisdóttir vitnaði í hin fleygu orð biblíunnar um trú, von og kærleika en þeirra væri kærleikurinn rnestur. Kvaddi svo kenn- arana 12 - postulana pmðu með gjöf sem yljuð var ein- lægri þökk frá útskriftar- aðli. Einnig gaf aðallinn peningakassa til að nota í sj oppurekstrinum. Guðrún Hannesdóttir kvaddi svo Margréti Mar- geirsdóttur nokkrum vel völdum orðum, en Margrét verið stjórnarformaður Starfsþjálfunar fatlaðra allt frá upphafi, en lætur nú af því farsæla og árangursríka starfi. Guðrún sagði Margréti hinn tryggasta og dyggasta baráttumann fyrir starf- seminni alla tíð, lagt henni ómælt lið, vináttu og hvers konar stuðning. Garðar Sverrisson for- maður Öryrkjabanda- lags íslands flutti kveðjur og farsældaróskir banda- lagsins. Færði nemendum sérstakar þakkir fyrir að efla sitt sjálf, skapa öðrum fordæmi um leið. Hringsjá væri eitt mikilvægasta verkefnið sem ÖBÍ sinnti. Bandalagið stæði í þakkar- skuld við hið góða starf, við nemendurna, áræði þeirra sem árangur. Hann færði Margréti Margeirs- dóttur alúðarþakkir fyrir sitt dýrmæta framlag. Færði öðrum stjórnar- mönnum einnig þakkir, þeim Ólafi H. Sigurjóns- syni og Ólöfu Ríkarðs- dóttur. Margrét Margeirs- dóttir flutti kveðjuávarp, færði fyrst þakkir góðar fyrir fallega gjöf sem Guð- rún hafði fært henni frá Guðrún kveður Margréti. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.