Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 45
endum í ýmsum framhalds- og sér-
skólum og á tímabilum er mikið
leitað heimilda þar.
Fulltrúar félagsins hafa sótt ýmsar
ráðstefnur og fundi sem varða mál-
efni okkar hóps barna, bæði sem
áheyrendur og fyrirlesarar.
Stuðningshópur foreldra ofvirkra á
vegum Ingibjargar Karlsdóttur fé-
lagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg
hittist vikulega í allt haust í húsnæði
félagsins og fékk þangað ýmsa gesti
til að reifa málin. Ingibjörg er með
þjónustuver fyrir foreldra og börn.
Þær eru enn á umræðustigi en orð eru
til alls fyrst og munu tillögurnar hafa
fengið jákvæðar undirtektir innan
borgarkerfisins.
Fyrir nokkrum árum gáfu leik-
skólakennarar á leikskólanum Furu-
borg út bók um umhverfisverkefni
sitt Vatnið. Varð nokkur ágóði af út-
gáfunni eða 30.000 krónur sem
hópurinn ákvað að færa Foreldrafé-
laginu að gjöf. Verður fénu varið til
að styrkja íjórðu útgáfu Starfs og
stefnu sem á að koma út með vorinu.
Lokakafli þessarar greinargerðar
fjallar svo um það sem kannski
bar hæst á starfsárinu. Hér er auð-
vitað átt við fimmtu norrænu ráð-
stefnuna um athyglisbrest með of-
virkni / misþroska ásamt forráðstefnu
sem haldin var að Hótel Loftleiðum
dagana 7. til 9. október 1999. Undir-
búningur hafði staðið um langt skeið,
fundarstaður var ákveðinn strax
haustið 1996 en eftir fund norrænu
samstarfsnefndarinnar á íslandi
haustið 1998 tók við langt og strangt
undirbúningsferli. Það mæddi annars
vegar að mestu á Málfríði Lorange
sálfræðingi og Matthíasi formanni fé-
lagsins, og hins vegar á innanlands-
deild ferðaskrifstofunnar Urvals-Ut-
sýnar. Málffíður og Matthías önn-
uðust öll samskipti við fyrirlesarana
20 og tóku þátt í öðrum undirbúningi
með ferðaskrifstofunni við að koma
220 erlendum gestum til landsins,
koma þeim fyrir í húsnæði og gæta
þess að þeir hefðu um nóg að hugsa
allan tímann.
Forráðstefnuna sóttu um 290
manns, þar af um 140 íslendingar, og
aðalráðstefnuna um 340, þar af 120
íslendingar, svo ljóst er að margir
náðu sér í mikilvægan fróðleik frá
fyrstu hendi virtustu vísindamanna
og sérfræðinga frá Norðurlöndum,
Kanada, Bandaríkjunum og Hollandi.
Þessi ráðstefna skar sig reyndar úr
með því að alls voru ijórir aðalfyrir-
lesaranna ekki Norðurlandabúar, en
einungis einum „erlendum” gesti
hafði verið boðið á fyrri ráðstefnur
hverju sinni. Ráðstefnunni lauk svo
með lokahátíð í Perlunni sem skartaði
sínu fegursta.
Við kynntum m.a. bókasafn félagsins
og vakti það mikla athygli norrænna
gesta, enda að drjúgum hluta keypt í
Bandaríkjunum. Annað efni er keypt í
Danmörku og víðar.
Að ráðstefnunni lokinni ríkti mikil
ánægja með framkvæmdina alla
og ég held að ég geti fullyrt að út-
lendingarnir hafi ekki átt von á því að
allt gengi svo vel upp sem raun bar
vitni hér á Islandi. Allir fyrirlesarar
mættu og óvenju fáir gestir afboðuðu
sig. Skýrsla ráðstefnunnar fæst keypt
hjá félaginu ásamt eldri skýrslum en
þar er sú danska frá 1996 bitastæðust.
Þegar upp er staðið verður tap á ráð-
stefnunni um 340.000 krónur auk
áður útlagðs kostnaðar félagsins upp
á nær 500.000 krónur en undir-
búningsnefndin mun leggja sig fram
um að útvega það fjármagn svo fé-
lagið sitji ekki uppi með skaðann. Fé-
lagið hefur einungis rúma milljón
króna til starfsemi sinnar árlega svo
því er þröngur stakkur skorinn, einu
föstu styrkirnir berast frá ÖBÍ og
Reykjavíkurborg. í félaginu eru nú
um 560 manns.
Stjórn Foreldrafélags misþroska
barna er sannfærð um að starfsemi fé-
lagsins sé orðinn ómissandi þáttur í
þjónustu við börn með athyglisbrest
með ofvirkni / misþroska og fagnar
auknum skilningi í samfélaginu þótt
enn sé langt í land með að allir geri
sér grein fyrir að vandamálið er líf-
fræðilegt en ekki lélegt uppeldi eða
eitthvað annað. Tilgangur félagsins er
sá einn að fræða og því verður haldið
áfram svo lengi sem kraftar og fjár-
magn leyfa.
Við viljum að lokum skora á önnur
aðildarfélög ÖBI að kynna starfsemi
sína reglubundið með greinum í
þessu blaði til að auka gagnkvæman
skilning okkar allra á högum skjól-
stæðinga ÖBÍ.
Matthías Kristiansen
Dvöl á Heilsustofnun NLFÍ
r
Eg heiti Eiríkur Vernharðsson
og er með MS sjúkdóminn.
Ég ætla að segja ffá dvöl minni á
Heilsuhæli NLFÍ í
Hveragerði en þar hef ég
dvalið og náð betri heilsu
þegar ástandið er sem
verst hjá mér. Aðbún-
aður er á allan hátt góður
þarna og sérffæðingar á
hverju sviði. Þarna er t.d.
nudd, sjúkraþjálfun, leir-
böð, heilsuböð og margt
fleira svo ekki sé talað
um matinn sem er alveg frábær.
Þarna er líka tekið á andlega þætt-
inum ekki siður en þeim líkam-
lega, en það er að mínu mati ekki
síður mikilvægt. Á Heilsustofnun
er starfandi kínverskur læknir sem
er menntaður í nálastungum og
veitir hann t.d. meðferð við
verkjum, sem hefur reynst mjög
vel.
Það er reynt á allan hátt að láta
fólki líða sem best á allan máta og
starfsmenn vita svo sannarlega
hvað á að gera. Þarna eru sér-
fræðingar, hver á sínu sviði.
Læknarnir eru mjög góðir og
margir menntaðir í endurhæfingu
og eru reiðubúnir að
hjálpa. Hver starfs-
rnaður leggur sitt af
mörkum þannig að dvöl
gesta megi verða sem
ánægjulegust. Þetta er
staður fyrir jafnt unga
sem aldraða, sjúka sem
heila en vissulega eiga
allir við sitt að etja. Því
miður kemur ríkið ekki
meira að málinu en það gerir því
að þörfin er mikil og margir þurfa
aðstoð Jjárhagslega, því dvölin er
ekki ókeypis og margir eiga ekki
kost á að vera á Heilsustofnuninni
þó að þörfin sé augljós. Kannski
ætti að tekjutengja þetta eins og
svo margt annað.
Ég hef alla vega allt gott um
veru mína á Heilsustofnun að
segja og mæli eindregið með
Heilsustofnun NLFI.
Eiríkur Vernharðsson.
Eiríkur
Vernharðsson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
45