Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 47
þingmanna Vesturlands. Fagnaði til- komu heimilisins og minnti á hve margt hefði gjörst í málaflokknum á ótrúlega skömmum tíma. Hún sagðist eiga þá ósk heitasta að svo vel yrði fyrir réttindum fatlaðra séð að engin sérlög þyrfti. Bað íbúum og starfsfólki blessunar. Bæjarstjórinn, Gísli Gíslason tók síðast til máls og kvað mikinn sóma að þessu heimili í bænum, enda allt fyrsta flokks. Bar lof á heimaverktaka sem sannarlega hefðu sínu skilað. Afhenti svo forstöðumanni heimil- isins, Siggerði Sigurðardóttur gjöf til heimilisins frá Akranesbæ. Á eftir þágu menn gómsætar veitin- gar og skyggndust urn salarkynni sem hin vistlegustu eru, þar sem fyrir öllu virðist hafa verið vel séð. Til að fá nokkurn frekari fróðleik numið um heimilið sló ég á þráðinn til framkvæmdastjórans, Magnúsar og innti hann nánar eftir upplýsingum sem rétt væri hér að festa á blað. Stærð hússins að Laugarbraut 8 er 410 fm. Þar eru 6 íbúðir, annars vegar 27 fm. og hins vegar 38 fm. 4 flytjast inn strax, sá fimmti er svo væntanlegur, en sjötta íbúðin verður leigð í ár manni sem er að reyna að ná þreki og færni eftir alvarlegt áfall. Magnús segir að mjög rækilega hafi verið farið út í að greina þarfir þeir- ra sem væntanlega myndu flytjast inn. Þrátt fyrir þessa ágætu lausn kvað Magnús nær öruggt að fleiri myndu á næstu árum banka upp á varðandi húsnæðisúrlausn. Ætlunin með skipulagi heimilisins er að hver og einn hafi gott einkarými sem aðal- dvalarstað en svo er ágætt sameigin- legt rými, sameiginleg stofa, borðstofa og eldhús þar sem heimilismenn geta borðað ef því er að skipta. Hins vegar reiknað með því að ein- hverjir eldi sjálfir svona yfirleitt. Eins og áður er ífarn komið er Sig- gerður Á. Sigurðardóttir forstöðu- maður heimilisins en hún er þroskaþjálfi að mennt. Reiknað er með 10 stöðugildum inn á heimilið a.m.k. Magnúsi eru þakkaðar upplýs- ingarnar og við hér á bæ árnum heimilismönnum og aðstandendum öllum alls hins besta. H.S. Svessi: Fötiun Inngangur: Margt mætagott efni er að finna í Fréttaþjálfanum nýjasta sem sagt er frá annars staðar. Rit- stjóri staldraði við ljóð Svessa sem er skáldaheiti en Svessi mun heita Sverrir Daðason. Þykir ritstjóra kjörið að birta þetta hér. Fötlun Ég átti mínar vonir, ég átti vonir og trú mig dreymdi um frægð og frama alveg eins og þú. En draumarnir þeir hljóðnuðu eins og lítið fallegt lag bara ég gæti gert það sama, og þú varst að gera í dae. Þú vaknar oftast þreyttur og kemur þreyttur heim það er erfitt að vera verkamaður og þú ert einn af þeim. Ég vildi að ég væri þreyttur og sofnaði er dagur dvín. Það sem þér finnst svo eðlilegt, er heitasta óskin mín, Oft ég velti fyrir mér hvað það er sem tekur við. Og af hverju ég er eins og ég er en ekki eins og þið. Af hverju varð heimur minn ekki eins og þinn? Allt sem þér finnst svo hversdagslegt, er dýrasti draumur minn, Þeir gáfu mér stundum vonir en ég vona aldrei meir því ekkert er eins kvalafullt og lítil von sem deyr. Fyrir þér er margt svo leiðinlegt og svo margt sem angrar þig en það sem er þér til ama, væri skemmtun fvrir mig, Heilbrigði á sál og líkama væri “paradís” fyrir mig en fyrir utan vetrarkvefið er það daglegt brauð fyrir þig. En hlúðu vel að heilsunni, hvernig sem allt fer því allt sem er mér svo hversdagslegt, óska ég aldrei þér. Svessi Eftirmáli: Svessi notar ekki ypsilon, en hann verður að fyrirgefa ritstjóra þó hann breyti þessu alls staðar. Ef ekki þá héldu menn að svona væri nú íslenskukennslan og kunnáttan í Hringsjá. Ritstjóri. Astma- og ofnæmisfélagið Eins og lesendur eiga að vita þá er SÍBS sem nú stendur fyrir Samband ís- lenskra berkla- og brjóstholssjúklinga fjölmennasta félag bandalagsins þ.e. um einn þriðji félagsmanna í aðildarfélögum okkar er frá SÍBS. Þetta er að vonum þar sem innan vébanda SÍBS eru auk stofnendanna, berkla- sjúklinga: hjartasjúklingar, lungnasjúkir og astma- og ofnæmissjúkir. í síðasta tölublaði SÍBS frétta er pistill góður um Astma- og ofnæmisfélagið. Þar er greint frá nýrri stjórn sem hefur sett sér ýmis verkefni s.s. merkingu mat- væla með merki félagsins, útgáfu fræðslupakka fyrir kennara og söfnun upp- skrifta fyrir ofnæmissjúka. Heimasíða efld stórlega, regluleg fræðslukvöld, áhugahópar myndaðir o.s.frv. Astma- og ofnæmisfélagið hefur aðsetur að Suðurgötu 10 og síminn er 552- 2150 - skrifstofa SÍBS. Stjórn Astma- og ofnæmisfélagsins skipa nú: Ingólfur Harðarson formaður, Dagný Lárusdóttir varaformaður og aðrir í stjórn: Björn Rúnar Lúðvíksson, Dórothea Einarsdóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Lilja Jónsdóttir og Sigmar B. Hauksson. Við hér á bæ munum reyna að fá viðtal við formanninn nýja í næsta blaði. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.