Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 48
Ávarp ÖBÍ á Degi fatlaðra 3. desember 1999 GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKA VELFERÐARRÍKIÐ r rúmt ár hefur Oryrkjabandalag íslands reynt að vekja athygli þings og þjóðar á þeirri stað- reynd að ekkert nágrannaríkja okkar ver eins litlu broti þjóðartekna sinna til öryrkja. Bandalagið hefur bent á að með mannréttindasáttmálum höfum við íslendingar skuldbundið okkur til að tryggja að sérhver ein- staklingur eigi kost á fullri þátttöku í menningar- og mannlífi þjóðarinnar og í því sambandi m.a. vísað til um- boðsmanns fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum sem bent hefur á að fátækt fari fyrst og fremst eftir því að hve miklu leyti einstaklingi sé kleift að taka þátt í því mannlífi sem lifað er í kringum hann. Til viðbótar við lágan lífeyri hefur Öryrkjabandalagið vakið athygli á því að hér á landi er beitt ýmsum stjórnvaldsaðgerðum sem sporna gegn atvinnuþátttöku öryrkja og fjöl- skyldulífi, að hér séu með öðrum orðum í gildi sérreglur um borgara- réttindi öryrkja - aðskilnaðarstefna sem grundvölluð er á fotlun. Þeir ráðamenn sem ákvarða öryrkjum jafn lágan lífeyri og raun ber vitni verða að horfast í augu við þá staðreynd að með því eru þeir að útiloka þá og börn þeirra frá eðlilegri þátttöku í samfélaginu, að með því eru þeir að framfylgja aðskilnaðarstefnu. Afneitun ráðamanna í stað þess að viðurkenna það neyðarástand sem við blasir og bregðast við af sanngirni kusu æðstu ráðamenn þjóðarinnar, með sjálfan forsætisráðherrann í broddi fylkingar, að telja þjóðinni trú um að Öryrkja- bandalagið færi með rangt mál. Á lokaspretti kosningabaráttunnar í vor nýtti forsætisráðherra sér aðstöðu sína til að koma því inn hjá þjóðinni að hvergi í veröldinni væru öryrkjar betur settir en á íslandi. Svo framúr- skarandi væri árangur okkar í þessum efnum að frændþjóðir okkar á Norð- urlöndum stæðust þar ekki saman- burð, en þá værum við að bera okkur saman við það allra besta sem fyrirfyndist í víðri veröld. Þótt Öryrkjabandalagið styddist við áreiðanlegar upplýsingar, innlendar sem erlendar, og hefði varið bæði fé og fyrirhöfn til að koma þeim á fram- færi, var illmögulegt að verjast þeim rangfærslum sem haldið var að þjóð- inni kvöld eftir kvöld, svo dögum og vikum skipti, ekki aðeins um kjör öryrkja og auglýsingakostnað ÖBI, heldur einnig miður smekklegum að- dróttunum i garð biskups Islands sem gengið hafði fram fyrir skjöldu til að vekja þjóðina til vitundar um þá með- ferð sem öryrkjum er gert að sæta í einu ríkasta landi veraldar. Ár kristnihátíðar Um leið og Öryrkjabandalagið fær- ir Tryggingastofnun ríkisins og Há- skóla íslands þakkir fyrir að hafa nú tekið af öll tvímæli um þróun og stöðu almannatrygginga á Islandi í samanburði við nágrannaríkin, fyrir að afhjúpa á afgerandi hátt goð- sögnina um íslenska velferðarríkið, ítrekar bandalagið þakkir sínar til biskups íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar, sem í orði og verki hafa sýnt mikilsverðan skilning á þeim siðferðisvanda sem við er að glíma, þeirri sjálfsblekkingu að við búum við raunverulegar almannatrygging- ar, jafnvel þótt meirihluti skjól- stæðinga hjálparstofnana séu öryrkjar - fólk sem vegna fötlunar og veikinda hefur ekki til hnífs og skeiðar. Á næsta ári hyggst ríkisstjórn Is- lands taka virkan þátt í hátíðarhöld- um í tilefni þúsund ára kristni í land- inu. Áður en til þess kemur er óhjá- kvæmilegt að þeir ráðamenn sem í sviðsljósi verða geri þjóðinni full- nægjandi grein fyrir því hvenær þeir hyggist hverfa frá þeirri aðskilnaðar- stefiiu sem framfylgt er gagnvart ör- yrkjum. Hvenær þeir hyggist gera þeim kleift að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Hvenær þeir hyggist virða í verki þau siðferðisgildi sem liggja ekki aðeins til grundvallar þeirri kristni sem játuð er í orði, held- ur einnig þeim alþjóðlegu sáttmálum um mannréttindi sem eiga að tryggja að fatlaðir séu ekki meðhöndlaðir sem annars flokks borgarar - séu ekki meðhöndlaðir eins og íslensk stjórn- völd hafa leyft sér að meðhöndla þá. Lífssýn aldamótakynslóðar Þegar vakin er athygli á virðingar- leysi stjórnvalda í garð öryrkja er mikilvægt að halda til haga þeirri Heimilismenn í Dvöl í Kópavogi njóta sólar og sumars. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.