Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Qupperneq 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Qupperneq 48
Ávarp ÖBÍ á Degi fatlaðra 3. desember 1999 GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKA VELFERÐARRÍKIÐ r rúmt ár hefur Oryrkjabandalag íslands reynt að vekja athygli þings og þjóðar á þeirri stað- reynd að ekkert nágrannaríkja okkar ver eins litlu broti þjóðartekna sinna til öryrkja. Bandalagið hefur bent á að með mannréttindasáttmálum höfum við íslendingar skuldbundið okkur til að tryggja að sérhver ein- staklingur eigi kost á fullri þátttöku í menningar- og mannlífi þjóðarinnar og í því sambandi m.a. vísað til um- boðsmanns fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum sem bent hefur á að fátækt fari fyrst og fremst eftir því að hve miklu leyti einstaklingi sé kleift að taka þátt í því mannlífi sem lifað er í kringum hann. Til viðbótar við lágan lífeyri hefur Öryrkjabandalagið vakið athygli á því að hér á landi er beitt ýmsum stjórnvaldsaðgerðum sem sporna gegn atvinnuþátttöku öryrkja og fjöl- skyldulífi, að hér séu með öðrum orðum í gildi sérreglur um borgara- réttindi öryrkja - aðskilnaðarstefna sem grundvölluð er á fotlun. Þeir ráðamenn sem ákvarða öryrkjum jafn lágan lífeyri og raun ber vitni verða að horfast í augu við þá staðreynd að með því eru þeir að útiloka þá og börn þeirra frá eðlilegri þátttöku í samfélaginu, að með því eru þeir að framfylgja aðskilnaðarstefnu. Afneitun ráðamanna í stað þess að viðurkenna það neyðarástand sem við blasir og bregðast við af sanngirni kusu æðstu ráðamenn þjóðarinnar, með sjálfan forsætisráðherrann í broddi fylkingar, að telja þjóðinni trú um að Öryrkja- bandalagið færi með rangt mál. Á lokaspretti kosningabaráttunnar í vor nýtti forsætisráðherra sér aðstöðu sína til að koma því inn hjá þjóðinni að hvergi í veröldinni væru öryrkjar betur settir en á íslandi. Svo framúr- skarandi væri árangur okkar í þessum efnum að frændþjóðir okkar á Norð- urlöndum stæðust þar ekki saman- burð, en þá værum við að bera okkur saman við það allra besta sem fyrirfyndist í víðri veröld. Þótt Öryrkjabandalagið styddist við áreiðanlegar upplýsingar, innlendar sem erlendar, og hefði varið bæði fé og fyrirhöfn til að koma þeim á fram- færi, var illmögulegt að verjast þeim rangfærslum sem haldið var að þjóð- inni kvöld eftir kvöld, svo dögum og vikum skipti, ekki aðeins um kjör öryrkja og auglýsingakostnað ÖBI, heldur einnig miður smekklegum að- dróttunum i garð biskups Islands sem gengið hafði fram fyrir skjöldu til að vekja þjóðina til vitundar um þá með- ferð sem öryrkjum er gert að sæta í einu ríkasta landi veraldar. Ár kristnihátíðar Um leið og Öryrkjabandalagið fær- ir Tryggingastofnun ríkisins og Há- skóla íslands þakkir fyrir að hafa nú tekið af öll tvímæli um þróun og stöðu almannatrygginga á Islandi í samanburði við nágrannaríkin, fyrir að afhjúpa á afgerandi hátt goð- sögnina um íslenska velferðarríkið, ítrekar bandalagið þakkir sínar til biskups íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar, sem í orði og verki hafa sýnt mikilsverðan skilning á þeim siðferðisvanda sem við er að glíma, þeirri sjálfsblekkingu að við búum við raunverulegar almannatrygging- ar, jafnvel þótt meirihluti skjól- stæðinga hjálparstofnana séu öryrkjar - fólk sem vegna fötlunar og veikinda hefur ekki til hnífs og skeiðar. Á næsta ári hyggst ríkisstjórn Is- lands taka virkan þátt í hátíðarhöld- um í tilefni þúsund ára kristni í land- inu. Áður en til þess kemur er óhjá- kvæmilegt að þeir ráðamenn sem í sviðsljósi verða geri þjóðinni full- nægjandi grein fyrir því hvenær þeir hyggist hverfa frá þeirri aðskilnaðar- stefiiu sem framfylgt er gagnvart ör- yrkjum. Hvenær þeir hyggist gera þeim kleift að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Hvenær þeir hyggist virða í verki þau siðferðisgildi sem liggja ekki aðeins til grundvallar þeirri kristni sem játuð er í orði, held- ur einnig þeim alþjóðlegu sáttmálum um mannréttindi sem eiga að tryggja að fatlaðir séu ekki meðhöndlaðir sem annars flokks borgarar - séu ekki meðhöndlaðir eins og íslensk stjórn- völd hafa leyft sér að meðhöndla þá. Lífssýn aldamótakynslóðar Þegar vakin er athygli á virðingar- leysi stjórnvalda í garð öryrkja er mikilvægt að halda til haga þeirri Heimilismenn í Dvöl í Kópavogi njóta sólar og sumars. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.