Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 56
Þ e t t a e r okkar s t y r k u r Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur það að markmiði að veita lömuðu og fötluðu fólki, einkum börnum, allan þann stuðning sem félagið hefur tök á og getur stuðlað að aukinni orku, starfshæfni og velferð þess. SLF annast umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna i landinu. Á æfingastöð félagsins i Reykjavik, starfa 25 sjúkra- og iðjuþjálfar og að auki hafa fjórir læknar aðstöðu þar. Félagið býr við góðan húsakost, þjálfunaraðstaða er eins og best verður á kosið og starfsmenn búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á endurhæfingu fatlaðra. Iðjuþjálfun barna fer ekki fram annars staðar, svo nokkru nemi. í Reykjadal i Mosfellsbæ er rekið sumardvalarheimili fyrir fötluð börn og unglinga og einnig er * helgarvistun þar yfir vetrarmánuðina. \ Œ 0 Sjóður Kristinar Björnsdóttur er i umsjá félagsins en tilgangur hans er aðalega að aðstoða fötluð börn og unglinga s.s. til menntunar og sérmenntunar þeirra i samræmi við hæfni þeirra og möguleika. Félagið er árlega með Simahappdrætti þar sem landsmönnum gefst kostur á að efla félagið til góðra verka fyrir fötluð börn og unglinga og bæta framtiðarhorfur þeirra.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.