Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 20202 FRÉTTIR Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Rekstrar- og fjármálaráðgjöf leiðbeinir bændum í rekstrarvandræðum Rekstrar- og fjármálaráðgjöf er einn af grunnþáttum í ráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbún- aðarins. Ástandið í þjóðfélaginu mun hafa áhrif á landbúnaðinn eins og aðra starfsemi og á það ekki síst við bændur í ferðaþjón- ustu. Karvel L. Karvelsson, fram­ kvæmda stjóri RML, segir að ráð­ gjafar RML hafi mikla reynslu af því að aðstoða bændur í gerð rekstrar­ áætlana við uppbyggingu fyrirtækja og einnig í eftirfylgni gegnum hvers konar þrengingar. Samantekt upplýsinga „Ýmsar aðgerðir hafa nú þegar verið kynntar á vegum stjórnvalda og fjármálafyrirtækja sem stefna að því að milda áhrif COVID­19. Á heimasíðu rml.is er að finna helstu upplýsingar og vísanir í þau eyðublöð og síður sem bændur gætu þurft að nálgast vegna ástandsins. Lykilvefsíðurnar í þessum efnum eru vefir Ríkisskattstjóra og Vinnu­ mála stofnunar. Ráðgjafar okkar eru vel að sér í þeim úrræðum sem eru í boði og vinna með þeim einstaklingum sem eru komnir eða eru að stefna í vandræði. Mestu skiptir að bænd­ ur kynni sér úrræðin eða leiti eftir aðstoð og fái það metið hvort og hvernig hægt sé að aðstoða þá út úr þrengingum,“ segir Karvel. Reynsla frá 2008 „Reynslan af bankahruninu 2008 var sú að ákveðinn hópur bænda þurfti á langtímaaðstoð að halda við að ná tökum á rekstrinum og semja við fjármálastofnanir. Ráðgjafar RML, áður búnaðar­ sambanda og Bændasamtakanna, sýndu þá hversu mikilvægt er að bændur geti leitað aðstoðar sér­ fræðinga til að semja við og fjár­ málastofnanir í þrengingum og að gera fjármálaáætlanir. Aðstoð RML vegna bankahrunsins stóð vel fram á árið 2014.“ Karvel segir að aðkoma RML að rekstrarerfiðleikum bænda hafi verið margvísleg í gegnum tíðina og að ráðgjafarmiðstöðin hafi meðal annars komið að vinnu vegna meiri háttar aðgerða, svo sem vegna vandræða minkabænda, vegna stórtjóns á kali í túnum svo og einstaklinga sem hafa lent í erfiðleikum vegna síns reksturs, reynslan og þekkingin á aðstæð­ um sem upp geta komið er því til staðar. Verst að gera ekki neitt Karvel hvetur bændur til að hafa samband við RML í gegnum síma, 516­5000, með tölvupósti eða á netspjalli á heimasíðu RML til að óska eftir ráðgjöf eða leita eftir upplýsingum. Einnig bendir Karvel öllum bændum á að halda vel utan um það tjón eða fjárút­ lát sem verður vegna COVID­19. Í því sambandi er verið að setja skráningarform á Bændatorgið þar sem allar upplýsingar varðandi tjón verða dregnar saman. /VH Karvel L. Karvelsson, framkvæmda­ stjóri RML. Markaður fyrir kjötvöru er gjörbreyttur frá því sem áður var vegna COVID-19: Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði Markaður fyrir kjötvöru er gjörbreyttur frá því sem áður var og hafa kjötvinnslur verið að laga sig að breyttu umhverfi. Þá hafa þær jafn- framt gert breytingar á starfs- umhverfi sínu í kjölfar nýrra reglna yfirvalda til að koma í veg fyrir smit af völdum veirunnar COVID-19. Tekjur dragast saman en menn vona að það sé tímabundið, þó svo að svo geti farið að markaður- inn jafni sig ekki fyrr en eftir allt að því hálft ár. Reynum að halda í starfsfólkið Ágúst Andrésson, forstöðu­ maður kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki, segir að félagið hafi, líkt og aðrir, aðlagað reksturinn að þeim kröfum sem fram hafi komið hjá landlækni, „og raunar hefur KS og tengd félög sett sér strangari reglur og verið á undan með kröfur varðandi allt sem við höfum metið að gæti tryggt öryggi framleiðslunnar,“ segir hann. Allar afurðastöðvar KS eru í framleiðslu. Ágúst segir markaðinn gjör­ breyttan, veitinga­ og mötuneytis­ markaður sé nánast horfinn í bili, en á móti komi að töluvert sé að gera við afgreiðslu til matvöruverslana. „Þessu fylgja talsverðar breytingar og við höfum þurft að nýta okkur úrræði stjórnvalda varð­ andi skert starfshlutfall, sérstaklega hjá þeim sem vinna við framleiðslu, sölu og dreifingu á vörum til hót­ ela, mötuneyta og veitingahúsa. Við trúum því að þetta sé tímabundið ástand og viljum því reyna að halda í okkar starfsfólk eins og kostur er,“ segir Ágúst. Gjörbreyttur markaður Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­ félags Suðurlands, segir að ekki hafi komið til uppsagna hjá félaginu vegna heimsfaraldursins, en til­ færsl a gerð á fólki innan fyrirtæk­ isins til að uppfylla nýjar reglur um fjarlægðarmörk. Fólk vinni nú í minni hópum en áður. Þær ráð­ stafanir sem gripið hefur verið til hafi aukinn kostnað í för með sér, en á móti komi að minni líkur séu þá á að fyrirtækið verði fyrir fram­ leiðslutruflunum. „Staðan er sú í samfélaginu að búið er að loka mötuneytum, veitinga stöðum og hótelum að stærstum hluta, þannig að öll sala til stóru kaupendanna hefur dottið niður. Fólk sem áður borðaði í mötuneytum og annars staðar þurfi engu að síður áfram að borða og það hafa orðið breytingar á sölunni þannig að hún hefur meira færst yfir í smásöluna í gegnum verslanir,“ segir Steinþór. Hann segir fyrirtæk­ ið leita leiða til að koma til móts við markaðinn á hverjum tíma og þær breytingar sem á honum verða. Um þessar mundir sé fólk greini­ lega að leita eftir vöru með mikið geymsluþol, frosin matvæli til að mynda. Steinþór telur ekki ólíkegt að það taki fjóra og upp í sex mánuði að ná fyrri styrk og jafn­ vægi, þannig að enn sé langur vegur fram undan. Gríðarlegt tekjufall Gunnlaugur Eiðsson, fram­ kvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir menn í þessum geira ekki sérlega upprifna þessa dagana. Afleiðingar heimsfaraldursins séu m.a. gríðarlegt tekjufall, flækjustigið hafi aukist til muna við þær fjöldatakmarkanir sem gerðar eru en félagið virði þær að sjálfsögðu. Markaðurinn hefur snarminnkað, enda fjöldi ferðamanna nánast sex til sjöfaldur fjöldi íbúa okkar lands, þetta eru allt saman munnar sem þarf að metta og því hefur fjöldi seldra máltíða hríðfallið á örskömmum tíma,“ segir Gunnlaugur. Óvissan sé verst, menn viti ekki nú hversu lengi þetta ástand vari, hvort það verði hálfur mánuður í viðbót eða hálft ár. „Það veit því miður enginn,“ segir hann. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um uppsagnir hjá Kjarnafæði né heldur um skert starfshlutföll, „en ég er hræddur um að þurfa að nýta mér það sem ríkið er að bjóða upp á“. /MÞÞ Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra – segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska „Það er allt á hliðinni út af þessu og miklar breytingar bæði úti á markaðnum og innandyra,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann líkir stöðunni á stóreld- húsamarkaði, þ.e. hótelum, veitingahúsum og mötuneytum, við hrun. „Það er gríðarlegur samdráttur í sölu til þessara aðila, fjölmargir þeirra hafa hreinlega lokað sinni starfsemi um óákveðinn tíma og viðskipti því fallið niður tímabundið. Þessi markaður hefur verið verulegur hluti af heildar­ sölu Norðlenska og áhrifin því mjög mikil á alla starf­ semi.“ Ágúst Torfi segir að á hinn bóginn hafi smá­ sala og heimsendingar­ þjónusta aukist til muna en sú aukning sem þarf eigi talsvert í land með að vega upp samdráttinn á stóreld­ húsamarkaði. Jafnframt séu áskor­ anir því samfara að vörusamsetning inn á þessa tvo markaði er nokkuð frábrugðin og vörur úr ákveðnum skrokkhlutum fara mun meira inn á annan markaðinn en hinn. „Þetta veldur tals­ verðu ójafnvægi þegar annar markaðurinn gefur svona mikið eftir eins og raunin er núna.“ Skipt upp í hópa og vaktakerfi tekið upp Ágúst Torfi segir að Norðlenska hafi brugðist við þeim að­ stæðum sem uppi eru með margvíslegum hætti hvað varðar sjálfa starfsemi fyrirtækisins. Starfsmannahópum hefur verið skipt upp í marga minni hópa og vaktakerfi komið upp til að lágmarka líkur á smiti og eins ef smit eigi sér stað að minnka líkur á að það berist í fjölda starfsmanna. „Við höfum einnig innleitt öll tilmæli frá yfirvöldum varðandi persónuþrif, sóttkví og þess hátt­ ar og raunar gengið lengra í þeirri viðleitni okkar að tryggja öryggi starfsmanna og viðskipavina fyr­ irtækisins. Þá höfum við skipt upp sölu og stjórnunarstöðum þannig að hluti starfsmanna vinnur heima dag hvern.“ /MÞÞ Ágúst Torfi Hauksson framkvæmda stjóri Norð­ lenska. Ágúst Andrésson, forstöð­ u m. kjötafurðastöðvar KS. Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur félags Suðurlands. Gunnlaugur Eiðsson, fram­ kvæmdastjóri Kjarnafæðis. Bændur, félög, fyrirtæki og stofnanir sem tengjast land- búnaði birta í dag sameiginlega auglýsingu í Bændablaðinu og Fréttablaðinu þar sem fæðuör- yggi er í forgrunni. Skilaboðin eru þau að nóg sé af íslenskum mat á markaðinum og að neytendur þurfi ekki að kvíða skorti því það sé nóg til. Miklar breytingar hafa orðið á neyslumynstri síðustu vikur í kjölfar COVID­19­faraldursins en sala á mat á veitinga­ og fyrirtækjamark­ aði er ekki svipur hjá sjón. Hins vegar hefur velta aukist töluvert í verslunum. Það hefur verið keppi­ kefli bænda og fyrirtækja í land­ búnaði á síðustu vikum að tryggja hnökralausa búvöruframleiðslu. Með því að kaupa íslenskar fram­ leiðsluvörur og skipta við veitinga­ staði geta neytendur lagst á eitt við að fleyta innlenda matvælageiranum yfir þá tímabundnu erfiðleika sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. /TB Fæðuöryggi í forgrunni Veljum íslenskt og eflum innlenda matvælaframleiðslu. Mynd / Odd Stefán Stuðningsgreiðslur í landbúnaði birtar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið er að skoða með hvaða hætti má hanna upplýsingasíðu þar sem veittur er almennur aðgangur að öllum stuðningsgreiðslum í land- búnaði samkvæmt búvörusamn- ingi ríkisins og bænda. Ráðuneytið er að skoða með hvaða hætti aðgangur að slíkum upplýsingum er veittur í nágranna­ löndunum. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um stuðnings­ greiðslur úr opinberum sjóðum. Taldi nefndin að upplýsingarnar væru ekki til þess fallnar að valda viðkomandi lögbýlum tjóni verði þær gerðar opinberar. /VH Bændablaðið kemur næst út 22. apríl Fjárfestingar vegna byggðamála Á þessu ári verða 6,5 milljarð- ar króna settir í samgöngumál, 550 milljónir í uppbyggingu fjar- skiptakerfa og 300 milljónir til byggðamála, til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alþingi hefur samþykkt þings­ ályktunartillögu um tímabundið fjár­ festingarátak stjórnvalda þar sem þetta var staðfest. Öll fjárfestinga­ framlögin bætast við önnur framlög í þessum málaflokkum á fjárlögum. Verkefnin eru um land allt og taka til allra samgöngugreina, þ.e. vega, flugvalla og hafna. Stærstur hluti fjárfestingarinnar er í vega­ kerfinu, nýframkvæmdir, breikkun einbreiðra brúa og gerð hringtorga auk viðhalds vega. /VH 2,2% 5,2% 9,1% 5,8% 19,0% 21,9% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Mannlíf Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.