Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 20206 Á tímum sem engum hafði dottið í hug að gætu raungerst er landbúnaður mikilvægari nú sem aldrei fyrr. Framleiðsla matvæla er hnökralaus eins og staðan er í dag og þurfa landsmenn ekki að hafa áhyggjur af mat- vælaframboði í landinu. Unnið hefur verið eftir ýtrustu varúðarráðstöfunum svo tryggja megi framboð af íslenskum afurð- um til neytenda. Afurðafyrirtæki, úrvinnslu- og dreifingarfyrirtæki hafa sett sér skýrar vinnureglur svo ekki komi til þess að framleiðsla raskist. Bændur hafa sömuleiðis sett sér strangar umgengnisreglur um bú sín svo minnka megi smit- hættu þar sem um frumframleiðslu er að ræða. Bændur vilja tryggja fæðuöryggi fyrir íslenska þjóð og leggja metnað sinn í það. Birgðir eru nægar Viðbragðsteymi Bændasamtakanna vegna COVID-19 hefur í sam- vinnu við Matvælastofnun fylgst með birgðahaldi á kjarnfóðri og tengdum vörum frá 7. mars síðastliðnum. Við höfum tekið stöðuna reglulega síðan og nú síðast á þriðjudag í þessari viku. Ekkert bendir til annars en að kjarnfóður, áburður og sáðkorn séu á áætlun. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur að ekki séu til nægar fóðurbirgðir í landinu. Þessar upplýsingar segja okkur að það er engin fyrirstaða í að framleiða mat fyrir land og þjóð. Takk fyrir að velja íslenskt Stuðningur hins almenna neytanda hér á landi felst í að velja íslenska framleiðslu og þjónustu ýmiss konar, iðnaðarvörur sem og landbúnað- arafurðir. Við tryggjum störf með því að velja íslenskt. Gríðarleg fjölbreytni er af íslenskum afurðum þar sem þær eru í boði. Hvort sem er í verslunum, á veitingastöðum, heimsendingum afurða eða blómum til að gleðja sálina. Með samstöðu þjóðarinnar munum við komast í gegnum þetta en það mun reyna á víða í okkar samfélagi. Afleysingaþjónustu hleypt af stokkunum Búið er að útfæra aðkomu félagsmála- ráðuneytisins um afleysingaþjónustu bænda. Afleysingin gengur út á að aðstoða bændur sem veikjast af völdum kórónuveirunnar. Það er ljóst að ef veirufárið dregst á langinn þá þarf að endurskoða þjónustuna, ekki síst ef veikindi verða mikil við upphaf sauðburðar. Unnið er að viðbrögðum innan teymis Bændasamtakanna sem fundar reglulega um stöðu mála. Hugum að eigin heilsu og virðum smitvarnir Mikilvægt er að bændur hugi vel að eigin heilsu og hverja þeir umgangast. Sóttvörn er besta vörnin og eins og frægt er orðið þá eigum við að „hlýða Víði“. Upplýsingar frá viðbragðsteyminu má finna á vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is. Eins eru þar leiðbeiningar um sóttvarnir og ýmsar aðrar upplýsingar um veiruna, forvarnir, vinnumarkaðsmál og aðrir tenglar. Allir leggjast á eitt Aðgerðarpakki ríkisstjórnar- innar tekur á fjölmörgum málum sem eru almenns eðlis og nýtist öllum, hvort sem er í landbún- aði eða öðrum greinum. Ég vil fagna því sem komið er fram, þar eru atriði sem sannarlega nýtist okkar framleiðslugreinum til að fleyta okkur í gegnum þann vanda sem fram undan er. Bændasamtökin munu fylgjast vel með framvindu mála og koma með tillögur um aðgerðir ef nauðsynlegt kann að vera. Ráðamenn þjóðarinnar hafa rætt um að þetta séu fyrstu viðbrögð á þessari vegferð. Unnið hefur verið í nánu samstarfi við ráðuneyti landbúnaðarmála og fleiri í stjórnkerfinu um atriði sem lúta að því að búvöruframleiðsla megi ganga án tak- markana. Jafnframt hefur verið lagt til að bæta í stuðning við landbúnaðinn en það mun skýrast með útfærslu á frumvarpi til fjáraukalaga. Vil ég þakka fulltrúum ríkis- valdsins fyrir jákvæða aðkomu og aðstoð í þeim atriðum sem snúa að málefnum land- búnaðarins á þessum örlagatímum. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Heimsfaraldur sjúkdóms sem nefndur er COVID-19 vegna útbreiðslu á skæðum kórónavírusi hefur gjörbreytt lifnað- arháttum jarðarbúa á örskömmum tíma. Hversu lengi þetta fár stendur yfir mun væntanlega hafa áhrif á hversu mikið af breyttum lífsháttum fólks verði varanleg. Það er einkennilegt að það þurfi heims- faraldur til að opna augu fólks fyrir jafn augljósum hlutum og fæðuöryggi. Samt hafa vísindamenn, bændur og hugsandi fólk um áraraðir varað við andvaraleysi í þessum efnum. Lýst hefur verið í ræðu og riti þeirri ógn sem að þjóðinni getur stafað ef ekki er hugsað um að tryggja fæðuör- yggi þjóðarinnar á öllum tímum. Óvæntir viðburðir eins og hröð útbreiðsla á áður óþekktum sjúkdómi, gera ekki boð á undan sér. Því er of seint að bregðast við eftir að faraldurinn er skollinn yfir. Þrátt fyrir að þeir sem lifa í heimi fjár- magnsins og alþjóðlegrar auðhyggju hafi reynt að sannfæra þjóðina um að allt væri hægt með peningum einum saman, líka að tryggja fæðuöryggi, þá var sú hugmynda- fræði sem betur fer ekki búin að ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Hér var því enn starfandi öflugur landbúnaður og sjávarútvegur þegar COVID-19 skall á. Þessar greinar byggja auk þess á bestu vísindaþekkingu og reynslu sem völ er á í heiminum í dag. Þar eru þó örugglega mikil tækifæri til að gera mun betur. Það er virðingarvert hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þessum sjúkdómsfaraldri. Þar ræður trúlega mestu að búið var að rétta slagsíðu þjóðarskútunnar af, eftir þá miklu ágjöf sem hún fékk í efnahagshrun- inu haustið 2008. Ísland var því ekki í jafn skelfilegri efnahagsstöðu og sumar þjóð- ir sem nú eru í hvað mestri krísu vegna heimsfaraldursins, eins og Ítalía og Spánn. Í sumum tilfellum voru hæg heimatökin þar sem íslensk stjórnvöld þurftu einungis að flýta framkvæmdaáætlunum sem þegar var búið að ráðgera, eins og í samgöngu- málum. Í öðrum tilvikum hafa forsvars- menn ríkisstjórnarinnar virkilega þurft að upphugsa leiðir í afar flóknu verkefni með hraði. Þó eflaust megi finna að því að þar hafi enn ekki verið tekið á mörgum brýn- um þáttum, þá er ósanngjarnt annað en að virða það sem þó hefur verið vel gert. Þá verður líka að horfa til þess að tekið hefur verið fram, að með stórum aðgerðarpakka sé ekki verið að taka endanlega afstöðu til úrræða sem þarft sé að grípa til. Þessi afstaða er afar ólík þeirri sem tekin var varðandi úrræði fyrir heimilin eftir efna- hagshrunið 2008. Þrátt fyrir góða viðleitni verður að segjast að hrollur fer um marga þegar fólk verður vitni að áhugaleysi í stjórnkerfinu fyrir því að nauðsynlegt sé að stöðva vísi- töluútreikning verðtryggðra húsnæðislána í tíma ef allt fer á versta veg. Slík aðgerð hefði eftir hrunið 2008 komið í veg fyrir gjaldþrot og eignamissi þúsunda fjöl- skyldna sem enn eru í sárum þegar þessi nýja hamfarabylgja ríður yfir. Vegna þess að vísitölutryggingunni var leyft að éta upp eignir fólks í síðasta efnahagshruni, þá var útsjónarsömum peningamönnum gert kleift að hagnast ógurlega. Um leið í raun að gera stóran hluta af þeim sem verst urðu úti að þrælum sínum í kerfinu. Þessir snillingar gátu keypt fasteignir á hrakvirði og ýmist endurselt eða sett inn á leigumarkað þar sem þeir höfðu bæði tögl og hagldir. Hér hefur viðgengist óstjórnleg græðgi á leigumarkaði þar sem launatekjur, sem samt teljast með þeim hæstu í heimi, duga vart til að venju- legar fjölskyldur geti haft mannsæmandi húsaskjól. Ef menn vilja eitthvað læra af fyrri mistökum og ef þingmenn hafa ein- hvern snefil af samvisku, þá verður að taka á þessum málum. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Stakkholtsgjá er sérstætt náttúrufyrirbæri á leiðinni inn í Þórsmörk. Markast hún af Hvannárgili og Steinsholtsá og dregur nafn af kletti, sem stendur á Krossáraurum og er kallaður Stakkur eða Stakur. Í honum er skúti með fyrirhleðslu, þar sem gangnamenn leituðu stundum skjóls. Gjáin liggur til suðausturs frá mynninu og er u.þ.b. 2 km löng inn að norðaustanverðum Eyjafjallajökli. Gönguleiðin liggur milli allt að 100 m hárra og mosavaxinna hamraveggja. Mynd / Hörður Kristjánsson Lærum af reynslunni Landbúnaður á tímum fæðuöryggis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.