Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202042 Hið árlega og þekkta danska fagþing nautgriparæktarinnar „Kvægkongres“ var haldið á dögunum og venju samkvæmt voru þar flutt mörg áhugaverð og framsækin erindi og þó svo að mörg þeirra lúti sér í lagi að danskri nautgriparækt eru alltaf margir fyrirlestrar sem eiga ekki síður erindi við alla þá sem stunda nautgriparækt í Evrópu. Að þessu sinni voru erindin alls 68 talsins í tíu ólíkum málstofum. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum af þeim fróðlegu erindum sem flutt voru í málstofunum sem fjölluðu um bústjórn og mjaltir og mjólkurgæði. 1. Bústjórn Í þessari málstofu voru haldin átta ólík erindi og meðal margra góðra flutti Vibeke Fladkjær Nielsen, en hún er ráðgjafi hjá SEGES í bústjórn, afbragðs erindi um það hvernig bændur geta bætt sig sem stjórnendur á búum og átti það fyrst og fremst við um bændur með starfsfólk í vinnu. Fram kom að margir bændur eiga oft erfitt með að skipta úr því að sinna flestum verkum sjálfir og yfir í það að fela öðrum verkin þrátt fyrir að hafa ráðið starfsmann eða starfsmenn að búum sínum. Oft kvarti starfsfólk undan því að því sé í raun ofstjórnað og kallar það á margs konar vanda- mál. Þá eigi sumir bændur erfitt með að hlusta á tillögur frá sínu starfs- fólki varðandi atriði sem etv. mættu betur fara og þá er oft ansi djúpt á hrósi fyrir vel unnin störf. Vibeke sagði að lausnin á því sem hér er kallað ofstjórnun fælist í því að þvinga sig til að horfa yfir búskapinn úr fjarlægð líkt og að horfa yfir hann úr þyrlu. Skoða þannig hvort markmiðin með búskapnum væru rétt, hvort upp- bygging vinnuskipulagsins væri til þess fallið að ná því besta út úr mannskapnum og hvort samvinnan og samstarfið á búinu væri eins og best verði á kosið. Mælanleg markmið Þá gat hún þess að hvert bú ætti að setja sér skýr og mælanleg markmið svo allir, jafnt eigendur sem starfs- menn, geti fylgst með hvernig gangi og hvort búskapurinn sé á réttri leið. Þessi mælanlegu markmið geta verið af ýmsum toga og hér er ekki átt við hin algengu viðmið eins og meðalnyt, hlutfall af seldri mjólk í afurðastöð eða flokkun falla heldur mun ítarlegri markmið eins og t.d. fjölda lifandi fæddra kálfa, hlutfall júgurbólgu-tilfella, fjölda sæðinga á bak við hvert staðfest fang, fóð- urgæði og fleira slíkt mætti tína til. Allt eru þetta mælanleg markmið sem hægt er að taka saman tölfræði um reglulega og amk. mánaðarlega. Vinnuskipulag Hún ræddi einnig vinnuskipulagið á búunum en bú með nautgripi henta afar vel til uppsetningar á föstu vinnuskipulagi enda lúta flest verk að reglubundnum þáttum. Með því að setja upp skýrt vinnuskipulag, sem er reyndar töluverð vinna í fyrstu, verða verkin bæði léttari og skilvirkari. Stærri búin geta svo skipt upp ákveðnum föstum verkþáttum eftir vikudögum eins og t.d. ef dýralæknir kemur í forvarnarvitjun reglulega, sem er algeng þjónusta í Danmörku eða t.d. ef fangskoðanir eru gerðar reglulega. Skýrar reglur Vibeke greindi einnig frá því að bú sem koma sér upp skýrum sam- skipta- og umgengnisreglum virðast ná betri árangri. Þetta á t.d. við um hvað má gera í vinnutímanum og má hér nefna sem dæmi um hvort fara megi á netið í vinnunni, hvort megi reykja á vinnustaðnum o.s.frv. en einnig varðandi það hvernig fólk talar hvað við annað. Þó það virki í fyrstu frekar þunglamalegt að búa til starfsreglur sem taka á alls konar smáatriðum þá sagði hún þetta auð- velda mörgum bændum að stjórna á búum sínum sem og starfsfólkinu að sinna vinnunni sinni. Vinnuvernd Annað afar gott erindi í þessari mál- stofu sneri að öryggi á búum en í Danmörku verða árlega mörg alvar- leg og minna alvarleg slys. Þannig urðu t.d. 40 banaslys í danska land- búnaðinum á árabilinu 2012-2018 og 1.826 alvarleg vinnuslys, en skilgreining á alvarlegu vinnuslysi er að viðkomandi er þá frá vinnu í meira en þrjár vikur. Þetta erindi var flutt af Christina Edstrand, sem er vinnuverndarráðgjafi, og Kurt S. Mortensen, sem er tækni- og orku- ráðunautur. 4% starfa í landbúnaði Landbúnaður er stór atvinnugrein í Danmörku og kom fram í erindi Christinu að 4% starfsbærra lands- manna ynnu við landbúnað sem er um fjórðungur þess hlutfalls sem starfar í byggingariðnaði. Þrátt fyrir það mætti rekja þriðjung allra banaslysa til starfsemi í landbúnaði og er það langhæsta hlutfall allra at- vinnugreina í Danmörku. Flest bana- slysin verða meðal eldra fólks og helmingur banaslysanna urðu meðal fólks sem var eldra en 60 ára sagði Christina. Öryggisáætlun Hún sagði að til að fyrirbyggja bæði banaslysin og hin alvarlegu slys þyrfti vitundarvakningu meðal eldra fólks á búum landsins og með því að gera öryggisáætlun fyrir búin mætti koma auga á og þar með í veg fyrir mörg slys með því að fara yfir helstu þætti sem vitað er að tengjast slysum í landbúnaði. Þetta væri í raun afar einfalt þrískipt ferli: A. Fyrst þarf að spyrja sig að því hvað væri það versta sem gæti hugsanlega gerst B. Næst þarf að fara yfir það hvað þurfi til, svo hið mögulega slys verði ekki C. Síðan setja upp verkferla og vinnuskipulag sem tryggir að hættan sé lágmörkuð Gasmælar Notkun á mælum, sem vara við ef brennisteinsvetni sleppur út Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Sérstök blóma skreytinga­ braut er við Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi, rétt við Hveragerði. Uppbygging náms ins skiptist í bóklegt nám tvo vetur í skólanum og verknám sem fer fram á verknámstað, t.d. í blómaverslunum. Fjarnám er á hálfum hraða og tekur fjögur ár auk verknáms. Á námstímanum fá nem- endur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við með höndlun og notkun blóma við blóma skreytingar. Ítarlega er farið yfir form og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga. Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og pottaplöntur og meðferð þeirra. Blanda bóknáms og verklegra æfinga Námið er skemmtileg blanda af bóklegum áföngum og verklegum æfingum þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu sérmenntaðra blóma- skreyta og sköpunargleðin fær svo sannarlega að njóta sín. Skólinn er lítill og nemenda hópurinn samheldinn og þéttur, í náminu verða gjarnan til vinabönd sem halda ævina á enda. Að námi loknu fá nemendur starfsheitið blómaskreytir eða garðyrkjufræðingur af blómaskreytingabraut. Eftir brautskráningu bjóðast margir möguleikar eins og að starfa sjálfstætt sem blómaskreytir og taka að sér fjölbreytt verkefni. Blómaskreytir getur séð um rekstur í blómabúð, ann ast heild- sölu eða ráðgjöf til viðskipta vina ásamt útstillingum í verslunum eða í tengslum við stærri viðburði. Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum í lífi viðskiptavina sinna, svo sem stórafmælum og brúðkaupum. Listrænn og skapandi starfsvettvangur Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga. Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir list rænt og skapandi fólk sem hefur gaman af því að sinna handverki með lifandi efnivið. Starf blómaskreytis er áhugavert og fjölbreytt og getur veitt ýmis tækifæri í lífinu. Við erum byrjuð að taka við skráningum fyrir næstkomandi haust, þannig að tækifærið er núna. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu skólans, www.lbhi.is. Nemendur og kennarar á brautinni mæla með því að fólk fylgi þeim á facebook: Blóma- skreytingabraut Garðyrkju skólinn Lbhí og á instagram: blóma- skreytingabraut_lbhi. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, námsbrautarstjóri blóma­ skreytinga brautar á Reykjum. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Fjölbreytt og skapandi nám í blómaskreytingum Glæsilegur brúðarvöndur með rósum og öðru fallegu efni. Myndir / Rósa Björk Jónsdóttir Blómaskreytingar henta vel þeim sem eru skapandi og finnst gaman að vinna með fallegt lifandi efni. Orkidea er oft kölluð drottning blómanna. Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2020 – Fyrsti hluti Allir sem starfa í landbúnaði þar sem hætta er á myndun hættulegra gas- tegunda ættu að vera með þar til gerða gasmæla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.