Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202012 Kristján Þór Júlíusson sjávar­ útvegs­ og landbúnarðar ráð herra kynnti á föstudaginn aðgerðir á sviði landbúnaðar og sjávarút­ vegs til að bregðast við áhrifum COVID­19 veirunnar á þessar greinar. Markmið aðgerðanna er að lág marka neikvæð áhrif á íslensk­ an landbúnað og sjávarútveg til skemmri og lengri tíma, en um leið skapa öfluga viðspyrnu þegar þetta tímabundna ástand er gengið yfir. Aðgerðirnar eru átta fyrir land­ búnað og eru eftirfarandi: 1. Íslensk garðyrkja efld til muna með auknum fjárveitingum Nú standa yfir samningavið­ ræður stjórnvalda og bænda um endurskoðun búvöru samnings um starfsskilyrði garðyrkju ræktar. Þar er gert ráð fyrir að íslensk garðyrkja verði efld til muna með auknum fjárveitingum og með til­ heyrandi fjárfestingum í greininni. Aðgerðin er m.a. fjármögnuð með fjár festingaátaki ríkisstjórnar innar á þessu ári. Aukin framleiðsla á íslensku græn meti er forsenda þess að íslensk ir garðyrkjubændur nái að halda í við þá þróun sem aukin neysla grænmetis hefur í för með sér og nái að halda við og auka markaðshlutdeild íslensks græn­ metis. 2. Aukin þjónusta og ráðgjöf til bænda vegna COVID-19 Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið mun í samráði við Bændasamtök Íslands gera bændum kleift að fá fjölþætta ráðgjöf á sviði rekstrar og nýsköpunar til að takast á við þær áskoranir sem nú blasa við vegna COVID­19 og til að tryggja öfluga viðspyrnu þegar að þessu tímabundna ástandi lýkur. 3. Tilfærslur á greiðslum sam- kvæmt gildandi búvörusamn- ingum innan ársins 2020 Framkvæmdanefnd búvöru­ samninga verður falið að leita leiða til að færa til fjár­ muni í samræmi við gildandi búvörusamninga til að koma sérstaklega til móts við inn­ lenda matvæla framleiðendur sem nú glíma við tímabundna erfiðleika. 4. Afurðatjón vegna COVID-19 skráð Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins munu vinna saman að því að skrá afurða­ tjón bænda vegna COVID­19. 5. Tryggja greiðslur til einstakl - inga sem sinna afleysinga- þjónustu fyrir bændur Bændasamtök Íslands hafa sett á fót afleysingaþjónustu til að aðstoða bændur sem ekki geta sinnt búum sínum vegna veikinda af völdum COVID­19. Atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytið vinnur að því í samstarfi við félags­ og barnamálaráðuneytið að tryggja greiðslur til þeirra einstaklinga sem sinna þessari þjónustu. 6. Mælaborð fyrir landbúnaðinn til að bæta framsetningu gagna um landbúnaðar- framleiðsluna, birgðir og framleiðsluspár Atvinnuvega­ og nýsköp unar ráðu­ neytið og Bænda­ samtök Íslands munu vinna að gerð mælaborðs fyrir landbúnaðinn til að bæta fram setningu gagna um landbúnaðar­ framleiðsluna, birgð ir og fram­ leiðslu spár. Markmiðið er að búa til nokk urs konar mæla­ borð landbúnaðarins þar sem dregnar eru saman hagtölur sem snerta framleiðsluna og þeim haldið við. Slíkt skiptir máli m.a. til að tryggja fæðu­ öryggi til lengri og skemmri tíma. 7. Óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið, Matvæla stofnun og Dýralæknafélag Íslands hafa óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit. Leitað er að fólki sem hefur aðstæður og er reiðubúið að vera á útkallslista dýralækna og getur hlaupið til með skömmum fyrirvara, eftir því sem aðstæður leyfa. 8. Ráðstafanir til að stuðla að ræktun iðnaðarhamps hér á landi Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið mun í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið gera ráðstafanir til að heimila með skilyrðum ræktun iðnaðar­ hamps hér á landi til að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði. Fyrir sjávarútveginn og fiskeldi eru aðgerðirnar fimm: 1. Komið til móts við grásleppu- sjómenn sem lenda í sóttkví eða einangrun varðandi lengd veiðitímabilsins Ráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 sem heimilar hlé á grásleppu veið­ um ef skipstjóri eða áhöfn þurfa að fara í sóttkví eða ein angr un. 2. Afgreiðslu rekstrarleyfa í fiskeldi flýtt og eftirlit og stjórnsýsla styrkt Fiskeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum og var útflutningsverðmæti fisk­ eldis 25 ma.kr. í fyrra eða sem nemur tæplega 2% af heildar­ útflutningi. Sam hliða miklum vexti grein arinnar undanfar­ in ár hefur málsmeðferð rekstrar leyfis veitinga vegna fiskeldis þyngst umtalsvert. Því er mikilvægt í samráði við Matvælastofnun að flýta afgreiðslu leyfa til fiskeldis enda gæti það á þessu ári og til framtíðar haft í för með sér mikla fjárfestingu hér á landi og ráðningu á fleira starfsfólki. 3. Aukið fjármagn í hafrann- sóknir Öflugar hafrannsóknir eru meginforsenda þess að gera megi verðmæti úr sjávar­ auðlindinni og nýta hana með sjálfbærum hætti. Í sam ræmi við samstarfs sáttmála ríkis­ stjórnarinnar verður veitt viðbótar fjármagn til að efla hafrannsóknir við Ísland. Við ráðstöfun þessa viðbótar­ fjármagns verður sérstaklega litið til þess að auka rann­ sóknir á loðnu en um mikla þjóð hags lega hagsmuni er að ræða en útflutningsverðmæti loðnu árin 2016­2018 var að meðaltali um 18 milljarðar króna. Aðgerðin er fjármögn­ uð með fjárfestingaátaki ríkis­ stjórnarinnar á þessu ári. 4. Aukið svigrúm til að flytja aflaheimildir milli fiskveiði- ára Aðgerðin miðar að því að stuðla að sveigjanleika við veiðar og vinnslu en slíkt er mikilvægt í því tímabundna ástandi sem nú gengur yfir. 5. Árskvótar deilistofna uppsjávarfisks gefnir út Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið mun hraða vinnu við útgáfu árskvóta til veiða úr þremur deilistofnum uppsjávar fisks, þ.e. síldar, kol­ munna og makríls. Með því er stuðlað að auknum fyrir­ sjáanleika við þessar veiðar. Tvær aðgerðir eru svo almenns eðlis: 1. Fallið frá áformum um 2,5% hækkun á gjaldskrá Matvælastofnunar til 1. september 2020 Fyrirséð er að eftirspurn eftir íslenskum matvælum mun dragast saman á næstu misser­ um, m.a. í ljósi fækk unar ferða­ manna til Íslands, og mun slíkt hafa áhrif á rekstur íslenskra matvæla framleiðenda. Vegna þessa verður fallið frá áform­ um um 2,5% hækkun á gjald­ skrá Matvælastofnunar til 1. september á þessu ári. 2. Ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi starfsemi fyrirtækja í matvælafram- leiðslu vegna samkomu banns o.fl. Hertar kröfur um samkomur fólks, fjarvera starfsmanna frá vinnu vegna sóttkvíar og einangrunar og aðrar ráð­ stafanir yfirvalda geta haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem sinna íslenskri matvæla­ framleiðslu. Heilbrigðis­ ráðherra hefur, eftir samráð við sóttvarnalækni, almanna­ varnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, ákveðið að veita fyrirtækjum í þess­ um greinum undanþágu frá tilteknum ráðstöfunum að upp­ fylltum ströngum skilyrðum. Atvinnuvega­ og nýsköpun­ arráðuneytið mun áfram fylgj­ ast með þessari þróun í sam­ vinnu við heilbrigðisyfirvöld og atvinnulífið. Í tilkynningu úr sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytinu kemur fram að eðli málsins samkvæmt breytist staðan hratt og mun ráðuneytið því áfram fylgjast náið með þróun mála og grípa til frekari aðgerða sem nauðsynlegar verða. /smh Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 FRÉTTIR Sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra: Aðgerðarpakki vegna áhrifa COVID-19 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd / sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.