Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 21 Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur Stöðvun farþegaflugs um allan heim hefur þegar haft gríðar- leg áhrif á vöruflutninga. Lestarrými í þúsundum far- þegaflugvéla sem nýtt var til vöruflutninga, m.a. á matvæl- um, er ekki lengur fyrir hendi. Um leið skapar það tækifæri hjá fragtflug félög un um. Hefur eftirspurn eftir flutninga­ rými hjá fragtflutninga fyrirtækjum eins og Cargolux því stóraukist. Samfara verulegri lækkun á elds­ neytisverði þýðir það mikil upp­ grip hjá slíkum félögum. 67,2% verðlækkun á þotueldsneyti Samkvæmt tölum IATA hefur þotueldsneyti (steinolía) lækkað um 55,2% á einum mánuði og 67,2% á einu ári miðað við stöð­ una 24. mars síðastliðinn. Áhrifin á rekstur flugvéla er gríðarlegur. Þannig hefur eldsneytiskostnaður flugfélaga á heimsvísu lækkað um 31,4 milljarða dollara á árinu 2020. Cargolux 50 ára Cargolux, sem hefur mjög verið samofið íslenskri flugsögu, fagnaði 50 ára afmæli 4. mars síðastliðinn. Félagið var stofnað af Loftleiðum, Luxair og sænska flutningafyrirtækinu Salén og nokkrum fjárfestum. Slagorð félagsins; „Nefndu það og við fljúgum því“ [You name it, we fly it’], er enn í fullu gildi. Hjá félaginu starfa í dag yfir 2.000 manns og í þeim hópi má finna marga Íslendinga. Þá rekur félagið 14 Boeing 747­8 flutningavélar og 16 vélar af gerðinni Boeing 747­400. Félagið er með áætlunarflug á 75 staði um allan heim og er með skrifstofur í yfir 50 löndum. Einnig rekur félagið flota flutningatrukka víða um heim. Íslensk félög líka öflug í fragtflugi Á Íslandi hafa starfað nokkur flugfélög sem sérhæfa sig í vöru flutningum. Þar má nefna Bláfugl ehf. eða Bluebird Cargo sem stofnað var árið 1999 og Icelandair yfirtók 2005 og var í eigu Icelandair Group til 2010. Haru Holding keypti félagið 2014 og síðan BB Holding. Nú er búið að selja það til Avia Solution Group sem er með starfsemi í Mið­ og Austur Evrópu. Blubird er með fimm Boeing 737­400 þotur í notkun og þrjár Boeing 737­300. Árið 2017 var nafni félagsins breytt úr Bluebird Cargo í Bluebird Nordic. Þá er það Icelandair sem auk flutningarýmis í farþegavélum hefur rekið tvær B757­200 flutningavélar. Flugfélagið Loftleiðir Icelandic, sem er hluti af Icelandair Group hefur rekið samtals 11 vélar. Það eru fimm 5 B727­200 þotur, tvær B767­300, eina B737­700 og þrjár B737­800 þotur. /HKr. Uppgrip hjá fragtflugfélögum þegar farþegaflugið leggst af Það er nóg að gera hjá Cargolux á 50 ára afmælinu í kjölfar hruns í farþegaflugi. Mynd / Cargolux/Shrisian van Heijst Bluebird Nordic. á liði sínu varðandi háðsglósur um fæðuöryggið, m.a. í greinaskrifum í Bændablaðinu. Lítið heyrist hins vegar úr þeim ranni í dag eftir eftir að í ljós hefur komið að í neyð hugsa þjóðarleiðtogar fyrst og síðast um hag eigin þegna, líka hjá ríkjum ESB. Það gera menn án þess að hika, jafnvel þótt það brjóti í grundvallaratriðum meginstoðir milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið eins og EES­samningsins. Grunnstoðum ESB hent út um gluggann Einna fyrst til að grípa til lokunar landamæra voru einmitt ríki innan Evrópusambandsins sem þar með brutu allar formlegar reglur um fjórfrelsið sem þar hefur svo mjög verið gumað að sem grunnstoðum ESB. Ríki eins og Frakkland og Þýskaland hafa harð lokað sínum landamærum og um tíma var líka skellt í lás af hálfu ESB hvað varðar sölu á neyðarbúnaði eins og á sýnatökupinnum til Íslands. Það var ekki fyrr en utanríkisráðherra og forsætisráðherra Íslands bentu á að þar með væri verið að brjóta viðskiptasamninga milli EFTA og ESB að skriffinnar í ESB gáfu eftir. Þrátt fyrir þetta er sagt í leið­ beiningum framkvæmdastjórn­ ar Evrópusambandsins varðandi vöruflutninga og þjónustu í þessu ástandi að mikilvægt sé að halda öllum flutningaleiðum opnum. Ekki síst er varðar matvæli, flutninga á dýrum og mikilvægum lyfjum. COPA-COGECA og Celvaa hafa áhyggjur Samtök evrópskra bænda, COPA­ COGECA, sem og Celvaa, sem er Evrópunefnd um viðskipti með landbúnaðarafurðir, hafa í sam­ eiginlegu áliti sagt að það sé mjög líklegt að lokun landamæra muni trufla landbúnaðarframleiðslu og viðskipti með slíkar vörur milli ríkja ESB. Er framkvæmdastjórn ESB hvött til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir truflanir á landbúnað­ arframleiðslu og flæði matvæla, drykkjarvöru og umbúða á milli landa. Lagt að Schengen- ríkjum að lúta vilja ESB Þjóðverjar lokuðu landamærum sínum að Frakklandi, Austurríki og Sviss mánudaginn 16. mars. Þann 17. mars sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að 26 Evrópusambandsríki myndu loka ytri landamærum sínum í 30 daga samkvæmt samkomulagi þjóðar­ leiðtoga ESB­ríkjanna. Írland hafði þá ekki tekið afstöðu til lokunar sinna landamæra. Var þetta líka sagt gilda varðandi EFTA­ríkin Ísland, Liechtenstein og Noreg, sem eru aðilar að Schengen­samstarfinu. Janusz Wojciechowski, fram­ kvæmda stjóri landbúnaðar mála hjá ESB, sendi bréf til landbún­ aðarráðherra Evrópu sambandsins þann 19. mars þar sem hann sagði hreint út að lokun landamæra margra aðildarríkja muni leiða til mjög mikilla erfiðleika í fjölmörg­ um greinum, þar á meðal í land­ búnaði. Ráðherrarnir verði því að vinna að samræmdum að gerðum til að styðja við bændur og land­ búnaðarframleiðsluna og tryggja öruggt flæði matvæla. Útbreiðsla COVID­19 hefur leitt til þess að gjörbreyta hefur þurft vinnulagi í nær öllum atvinnu ­ greinum. Landbúnaður og mat­ vælaiðnaður er þar ekki undan­ skilinn. Taka þarf tillit til þeirra sem veikjast eða þurfa af öðrum ástæðum að fara í sóttkví. Því hefur víða verið tekinn upp sveigjanlegur vinnutími og vinnumiðlun til að halda hlutunum gangandi. Fjárhagsstaða evrópskra banka er afar slæm Það er alveg ljóst að COVID­19 mun hafa veruleg áhrif á hug­ myndafræðina sem lögð hefur verið til grundvallar Evrópu sambandinu. Hver fram vindan verður er ekki gott að spá um, en nær útilokað má telja að staðan verði óbreytt. Nægir þar að nefna efnahagslegu hliðina, sem er að leika þetta sam­ band afar illa, sem upphaflega var byggt á óheftum viðskiptum með stál milli landa. Þýskaland hefur staðið fjárhags­ lega tiltölulega traustum fótum í þessu ríkja sambandi, en fjárhagur Ítalíu og Spánar er nú afar bágbor­ inn. Þrátt fyrir inndælingu á millj­ örðum evra í viðleitni við að halda efnahagslífinu í Evrópu á lífi, þá eru samt margir sem efast. Seðlabanki Evrópu dældi þannig 750 milljörð­ um evra inn í efnahagskerfið þann 18. mars síðastliðinn. Þetta felur í sér gríðarlega peninga prentun innistæðulausra seðla þar sem ríki Evrópu og bankar eru margir hverjir þegar skuldsettir upp fyrir rjáfur. Þessi björgunaraðgerð var kölluð „Big Bazooka“ í New York Times á dögunum, eða stóra sprengju­ varpan og peningaregnið nefnt þyrlu peningar, eða „Helicopter Money“. Þá er skuldabréfaútgáfa seðlabanka Evrópu nefnd „Corona Bonds“. Vísitölustuðull evrópskra banka hafði verið örlítið að lagast frá hruninu 2008, en er nú að versna aftur. Þannig er staðan á banka­ vísitölunni 70% verri en hún var í mars 2008. Eru fréttaskýrendur farnir að tala um að annað banka­ hrun geti verið yfirvofandi. Samkvæmt Financial Times stóðu margir evrópskir bankar frammi fyrir því á síðasta ári að þurfa að leita eftir gríðarlegri endurfjármögnun vegna skulda og vafasamrar skuldabréfaeignar og fjármálavafninga. Þá var sagt í frétt blaðsins 17. mars að fjárfest­ ar væru farnir að flýja evrópska banka vegna skuldastöðu þeirra. Þá hafði verið mikið fall á verði bréfa í bönkum eins og Deutsche Bank sem reyndar hefur líka verið að glíma við afleiðingar af pen­ ingamisferli. Óttinn við skort á nauðsynjavörum hefur víða leitt til þess að fólk hefur hamstrað vörur svo eftir standa tómar hillur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.