Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 37 smátt í átt að höfðinu. Fyrir smærri glæpi þótti viðeigandi að höggva af þrælum hálfan fót og svikust þrælar undan í vinnunni fengu þeir óspart að finna fyrir svipunni og salt og pipar sturtað í sárin. Stundum var bráðnu vaxi eða sjóðheitri olíu hellt á líkama þeirra í refsingarskyni. Heimili og garður Sloan, Chelsea Manor, síðustu æviárin er í dag þekkt sem Chelsea Physic Garden í London og einn elsti varð- veitti lækninga jurtagarður í heimi. Talið er að A. reticulata hafi verið flutt til Afríku snemma á 17. öld og Indlands um svipað leyti. Algengt er í dag að indversk skóla- börn færi kennara sínum berkju að gjöf sem virðingarvott. Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain, uppi 1835 til 1910, sagði að berkjur eða berkjualdin væru sannkallaðar kræsingar. Berkjualdin eru þjóðarávöxtur Síle. Nafnaspeki Þrátt fyrir að aldin berkjutegunda séu ólík eiga þau það til að ganga kaupum og sölum undir sama heitinu þrátt fyrir að staðarheiti þeirra séu ólík. Nafnaruglingur milli tegunda er því talsverður. Latneska ættkvíslarheitið Annona er komið af anón sem er nafn aldinsins á Taíno sem er eitt af mörgum tungumálum sem kallast Aravkan og voru töluð víða í Suður- Ameríku fyrir komu Evrópumanna. Heitið Annona mun hafa orðið til úr blöndu af spænsku, latínu, frönsku og tungumáli Kreóla á Haítí. Tegundarheitin reticulata, squamosa og cherimola þýða aftur á móti net- laga, vísa til lögunar aldinsins og heitis aldinsins á tungumáli Inka. Á ensku þekkjast heiti eins og custard apple, soursop, wild-sweetsop, bull's heart, bull- ock's-heart, ox-heart, pearl of the Andes og queen of the subtropical fruit. Spánverjar kalla aldinið mörg- um nöfnum eins og anona, anona colorada, anona corazón, anonillo, corazon, corazón de buey, guana- bano, mamán og suncuya. Frakkar segja pomme cannelle, cachiman, coeur de boeuf eða zannone, Ítalir cachirmano, cuor di bue eða cuore di bue. Í Kína kallast aldinið niu xin fan li zhi en í Víetnam binh bat, mâng câu dai og qua na en mean bat og mo bat í Kambótíu. Á Kúbu gengur aldinið undir heitunum cherimoya og mamón. Þjóðverjar segja annone, netzannone, ochsenherz, og och- senherzapfel, Svíar nätannona og Danir oksehjerte og netannona. Á íslensku þekkjast heiti eins og sætaldintré, kvöldberkja, sólberkja, morgunberkja og dagmálsberkja til að aðgreina ólíkar tegundir. Berkja er því ágætt samheiti en grein- ir ekki milli einstakra tegunda af ættkvíslinni Annona. Ræktun Almennt dafnar sætaldintré best í röku hitabeltisloftslagi þar sem loftraki er hár eða á jöðrum þess þar sem úrkoma er mikil. Kjörhiti þeirra er 17° til 24° á Celsíus og trén þola ekki að hitinn fari niður fyrir -2° á Celsíus. Hæfilegt sýrustig jarðvegs fyrir A. reticulata er á bilinu 5 til 8. Kýs djúpan síraka og lifandi mold en þolir ekki að standa í vatnsósa jarðvegi. Trén bera aldin þrjú til fimm ár eftir gróðursetningu og það tekur aldinið fimm til sex mánuði að ná fullum þroska eftir frjóvgun. Auðvelt er að rækta plöntuna upp af fræi en erfiðara að halda henni lifandi innanhúss hér á landi. Í fram- leiðslu á aldinum er yrkjum fjölgað með greina- eða brumágræðslu. Blómin sums staðar frjóvguð með höndum til að tryggja aldin- myndun þar sem hentugir frjóberar finnast ekki í náttúru ræktunarsvæð- isins. Trén þurfa talsverða umhirðu í ræktun svo þau vaxi ekki úr sér. Síðþroski aldinanna er hrað- ur og þarf því margar og hraðar hendur við uppskeruna sem er öll unnin með höndum. Aldinið er viðkvæmt fyrir hjaski strax við uppskeru og hefur stuttan hillu- tíma. Í dag hefur tegundin gert sig heimakomna á stöðum og víðar í heiminum þar sem hún hefur slæðst út frá ræktun og á mörgum stöðum er litið á hana sem ágenga tegund og bölvaðan arfa í annarri ræktun. Við góðar aðstæður gefur hvert tré af sér um 45 kíló á ári. Nytjar Berkjualdin er 72% vatn, 25% kolvetni, 2% prótein og 1% fita. Í hundrað grömmum af berkjualdini eru um 101 kílókaloría og 25% af ráðlögðum C-vítamín dagskammti og 17% af ráðlögðum dagskammti af B6. Auk þess sem aldinið inni- heldur A, B, E, og K1 vítamín, auk stein- og andoxunarefna. Gæta skal þess að allir hlutar sætaldinstrjáa nema aldinin eru eitraðir og geta valdið skaða á taugakerfinu og heilastarfsemi sé þeirra neytt í miklu magni. Berkjualdin eru sæt og þykja einstaklega bragðgóð. Þau eru borðuð hrá og einnig höfð í safa, ís og búðinga og á Indlandi eru þau höfð í sósur. Lauf og greinar eru notuð til litunar og gefa bláan lit. Þar sem ytri börkur sætaldins- trjáa er fremur þunnur er hann not- aður í umbúðir og úr innri berk- inum eru búnir til fínlegir skraut- munir. Viður trjánna er mjúkur í sér en þrátt fyrir að hann sé talinn fremur lélegur til smíða eru búnir til úr honum ýmsir smámunir. Allir hlutar plöntunnar eru nýttir til alþýðulækninga þar sem hun finnst. Mulin lauf eru sögð góð á graftarkýli og lægja bólg- ur. Mulið rótarduft var notað til að sefa tannverk og rótarseyði til að lækka sótthita. Auk þess sem barkarseyði þótti gott við iðra- ormum, steinsmugu og ýmsum amorskvillum. Berkjualdin á Íslandi Vinsældir berkjualdina hafa aukist víða um heim og þau hafa verið til sölu hér á landi. Skammur hillu- tími og að aldinin eru viðkvæm og skemmast við hnjask hefur eflaust valdið því að aldinin eru fremur fáséð hér á landi. Þetta gæti þó breyst því að ný yrki með lengri geymslutíma eru komin á markað, flutningatækni batnað og sala þeirra að aukast í Evrópu. Ekki fer mikið fyrir berkju- aldinum í íslenskum fjölmiðl- um. Ein lýsing fannst á timarit. is úr Morgunblaðiðnu frá því í ágúst 2002 þar sem segir í grein sem ber fyrirsögnina Velkomin sól aldin, blæjuber og kakí og fjallar um framandi ávexti og aldin. „Morgunberkja, annóna (e. cherimoya, lat. Annona cherimola): aldin trés af sætaldinsætt sem vex í Suður-Ameríku. Með grænleitt hreistrað hýði, ljóst aldinkjöt með svörtum fræjum, talið með ljúf- fengustu ávöxtum en geymist illa.“ Berkjualdin eftir tínslu. Berkjualdin þroskast hratt og þarf að hafa hraðar hendur við uppskeru þeirra og pökkun. Tegundin Annona reticulata er mest ræktaða sætaldinstré í heiminum í dag og nær um 10 metra hæð. Aldin ólíkra Annona tegunda (a) A. squamosa, (b) A. cornifolia, (c) A. coriacea, (d) A. cherimola, (e) A. reticulata, (f) A. senegalensis, (g) A. purpurea, (h) A. diversifolia, (i) A. hypoglauca, og (j) A. salzmannii. Lauf og blómvísar. Indversk afbrigði berkjualdins. Aldin til sölu í Víetnam. | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | S t a n g a r h y l 7 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.