Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202038 LESENDABÁS Íslenskur landbúnaður í breyttum heimi Við lifum á einkennilegum tímum. Við sótthreinsum á okkur hendur og setjum á okkur hanska þegar við förum í kjörbúðina og ekki er ólíklegt að við rekumst á fólk með andlitsgrímur í verslun­ um og á förnum vegi. Við erum flest, ef ekki öll, orðin meðvit­ aðri um hvað við snertum, hvort heldur það er hurðarhúnar eða andlit okkar. Okkur er ráðlagt af yfirvöldum að heilsa ekki með handabandi, kossum eða faðmlögum. Fyrir nokkrum vikum hefðum við litið á slíkt ástand sem kafla úr vísinda- skáldsögu, jafnvel hryllingssögu. Þessi fjandans veira hefur mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun eflaust hafa það um ókomna tíð. Vísindi og lýðheilsa Eitt af því sem ég tel að þessar ein- kennilegu vikur muni hafa áhrif á er viðhorf til matvæla. Norrænir fréttamiðlar hafa á síðustu dögum fjallað um að sýklalyfjaónæmi gæti verið einn þeirra þátta sem hafi áhrif á alvarlegar afleiðingar Covid-19. Ekki er nema rúmt ár síðan Framsókn stóð fyrir fjöl- sóttum fundi um sýklalyfjaónæmi þar sem amerískur prófessor, Lance Price, lofaði íslenska matvælafram- leiðslu fyrir ábyrgð og framsýni hvað varðar notkun sýklalyfja í framleiðslu sinni. Á þessum fundi var einnig framsögumaður Karl G. Kristinsson, prófessor og yfir- læknir, sem hefur verið einn helsti baráttumaðurinn í því að vekja athygli á þeim ógnum sem fylgja óheftri notkun sýklalyfja í land- búnaði. Við sjáum honum bregða fyrir í fréttum þessa dagana þar sem hann berst við kórónuveiruna ásamt frábæru íslensku heilbrigð- isstarfsfólki. Það var á grunni vísinda og lýð- heilsu sem Framsókn barðist fyrir því að íslensk stjórnvöld lýstu því yfir að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til að banna sölu og dreifingu á matvælum með sýkla- lyfjaónæmum bakteríum. Þar stigum við mikilvægt skref sem á síðustu vikum sýnir mikilvægi sitt enn frekar. Hráa kjötið Innflutningur á hráu kjöti til lands- ins hefur verið mikið hitamál enda mikið undir fyrir bændur en þó einn meira fyrir íslenska neytendur sem eru vanir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sem þeir kaupa í verslunum, hvort heldur það er í kjötborði eða grænmetis- deild, sé ekki örugg fæða. Ástæðan fyrir því að opna varð á innflutning er sú að árið 2004 gerðu íslensk stjórnvöld ekki kröfu um bann við innflutning á hráu kjöti, heldur að- eins lifandi dýrum og erfðaefni. Það er þó ljóst að atburðir síðustu vikna hljóta að breyta stöðunni. Þjóðir Evrópu hafa tekið ákvarðanir sem eflaust eiga eftir að hafa gríðarleg áhrif á samvinnuna innan Evrópu. Þar sannast hið fornkveðna: Það er ekkert til sem heitir vinátta þjóða, aðeins hagsmunir. Sáttmáli um fæðuöryggi Velta má því fyrir sér hvort komið sé að gerð sáttmála milli matvælaframleiðenda, neytenda, verslunarinnar og ríkisvaldsins þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar yrði tryggt. Sáttmála um að umhverfi matvælaframleiðslunnar verði tryggt. Þjóðin treystir á innlendan mat, það sannast núna á þessum erf- iðu tímum. Við verðum sem þjóð, sér í lagi vegna landfræðilegrar staðsetningar okkar að tryggja það að matvælaframleiðsla standi sterk- um fótum og víkka út þá geira sem fyrir eru á jötunni. Þá liggur fyrst og beinast við að koma til móts við grænmetisbændur varðandi flutn- ingsverð á raforku. Um það hefur verið rætt og á ég von á að það verði hægt innan skamms. Ábyrg framleiðsla Hætt er við því að sú efnahags- dýfa sem hafin er og tímabundin fækkun ferðamanna á Íslandi mun hafa einhver áhrif á íslenska bændur og allt það fólk sem starfar í matvælageiranum. Framtíðin er þó björt sé rétt haldið á spilum. Sá grunnur sem íslenskur landbúnaður stendur á með sinni hreinu mat- vælaframleiðslu er lýðheilsulegur fjársjóður fyrir íslensku þjóðina. Vörur úr þeim jarðvegi geta einnig orðið eftirsóttar fyrir íbúa annarra þjóða nú þegar allir gera sér grein fyrir því hvað óábyrg framleiðsla og óábyrg meðhöndlun matvæla getur haft alvarleg áhrif á heilsu og hag fólks um allan heim. Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þess- um vanda af yfirvegun og æðru- leysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tek- ist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra. Sigurður Ingi Jóhannsson. Eru íslenskar reglur of linar og slappar? Margir hafa áhyggjur af eigna­ söfnun auðmanna, einkum útlenskra gróðamanna sem ætla sér mikinn hlut í íslenskum jarð­ eignum, auðlindum og víðernum landsins. Og þá spyrja menn líka: ­ Eru íslenskar reglur miklu „opnari“, veikari, linari, loðn­ ari og slappari heldur en reglur nágrannaþjóðanna um þessi sömu efni? Nú hefur ríkisstjórnin boðað nýja löggjöf um þessi mál. - Vonandi stenst hún samanburðinn. Í Bændablaðinu 19. mars sl. er sagt frá drögum að lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, en frumvarpið hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda (samradsgatt.is). Danmörk Í Danmörku gilda athyglisverðar reglur um þessi mál (Regler om køb af ejendom i Danmark - Begrænsninger ved udlændingers køb af fast ejendom i Danmark - erhvervelsesloven - planloven - sommerhusloven). Þessar reglur njóta fullrar viðurkenningar Evrópusambandsins enda byggðar á sérstakri bókun (protokoll) frá inn- göngu Dana í sambandið. Þessar reglur Dana gilda m.a. um þegna annarra aðildarríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Og reyndar gilda reglurnar að hluta einnig um Dani sjálfa. Helstu drættir eru sem hér segir: • Þeir útlendingar sem eru búsett- ir, starfa og taka laun eða aðrar tekjur í Danmörku mega kaupa fasteign í landinu en aðeins til eigin afnota. • Strangar kröfur gilda um búsetu og eiginnýtingu. • Sérstakar kröfur gilda um kaup á fyrirtækjum. • Sumarhús eða tómstundahús mega þeir einir útlendingar eiga sem búið hafa í Danmörku í fimm ár og búa í landinu í var- anlegri fastri búsetu. • Sérstök skilyrði gilda um kaup bújarða: – kaupandi sé a.m.k. 18 ára og hafi landbúnaðarmenntun, – kaupandi setjist varanlega að sjálfur á býlinu og annist búreksturinn sjálfur, – ef eignin er minni en 30 hektarar, verður kaupandi a.m.k. að sjá um fulla nýtingu í 8 ár og útvega þá leigjanda á eignina ef hann býr þar ekki sjálfur, og er eigandanum þá óheimilt að dvelja þar sjálfum. • Í sérstökum aðstæðum geta menn sótt um undanþágu til dómsmálaráðherra. Finnland Á Álandseyjum í Finnlandi gilda merkilegar reglur um „heima- rétt“ (Åländsk hembygdsrätt, sem styðst við „Álandsbókunina“ - Ålandsprotokollet, sem er 2. bókun/ protokoll með aðildarsamningi Finna við Evrópusambandið). Heimaréttur Álendinga tak- markar aðgengi allra annarra, þ. á m. þegna annarra aðildarríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Heimaréttur Álendinga er í aðal- atriðum þessi: • Aðeins þeir sem búa varanlega á Álandseyjum, hafa þar upp- runa, búsetu, atvinnu og lög- heimili, þ.e. Álendingar sjálfir og einir, mega eiga fasteignir, fyrirtæki, lóðir og jarðeignir á Álandseyjum. • Álendingar geta gengið að arfi frá foreldri, við 18 ára aldur, og nægir eitt foreldri sem hefur, eða ef látið er, hafði heimarétt á eyjunum. • Alger skilyrði eru föst varan- leg búseta á Álandseyjum og finnskur þegnréttur. • Til greina kemur að samþykkja umsókn um heimarétt, ef um er að ræða fasta búsetu á eyjun- um í fimm ár, finnskan þegn sem kann sænsku; og sérreglur eru til viðbótar. • Heimaréttur glatast ef finnskur þegnréttur er ekki lengur fyrir hendi eða maðurinn dvelst fjarri frá eyjunum í fimm ár. • Til greina kemur að veita heimarétt með sérstakri heim- ild í lögum eða að ákvörðun héraðsstjórnar vegna sérstakra ástæðna. Malta Í aðildarsamningi Maltverja við Evrópusambandið eru merkileg ákvæði (XI viðbótarákvæði – AA2003/ACT/Annex XI). Eins og ljóslega birtist eru takmarkanir Maltverja ekki síst miðaðar við að halda þegnum og fyrirtækjum annarra aðildarríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins frá Möltu. Nokkur atriði eru sem hér segir: • Stjórnvöld á Möltu skulu senda framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upplýs- ingar ef röskun verður á jafn- vægi á vinnumarkaði á Möltu, hvort sem er í byggðarlagi eða einstaka atvinnugrein, t.d. vegna samkeppni fyrir- tækja eða þegna annarra Evrópusambandsríkja sem hnekkir samkeppnisstöðu heima manna, o.fl. • Framkvæmdastjórninni er þá skylt að taka þegar í stað til viðeigandi mótaðgerða. • Ef Möltustjórn telur málið mjög brýnt er henni heimilt að grípa til einhliða aðgerða. • Viðurkenndar eru sérreglur um ríkisaðstoð við atvinnurekstur á Möltu, m.a. um lægri skatta fyrir smáfyrirtæki og meðalstór. • Sérstakar takmarkanir gilda um kaup útlendinga, líka frá öðrum Evrópusambandsríkjum, á fasteignum til tómstundadval- ar eða til að nota sem auka-bú- staði. Íslenskt lögfræðiálit Sérstakt lögfræðiálit var gert fyrir íslenska innanríkisráðuneytið, nú dómsmálaráðuneytið, í skýrslu dag- settri 30. maí 2014. Álitið snertir þessi mál beint, og er ekki úr vegi að nefna nokkur aðalatriði úr álykt- unum þar. Álitið fjallar um kaup og eignarhald fasteigna, lóða, bújarða, bygginga og fyrirtækja hérlendis. Rætt er um þætti eignarréttarins, s.s. kaup, sölu, umráð, nýtingu, og ákvæði sem varða tengda aðila. Fjallað er um heimildir og möguleika andspænis öðrum lögum, stjórnar- skrá og fjölþjóðlegum samningum og skuldbindingum Íslendinga. Í lögfræðiálitinu er sérstak- lega miðað við fyllsta gegnsæi og jafnræði allra aðila, íslenskra sem erlendra. Í lögfræðiálitinu kemur fram að takmarka má eignarréttinn: • vegna skipulagsreglna og öryggis mála, • setja má ákvæði um stærðar- mörk lands (nefnt hámark 10 hektarar), • vegna landnýtingar, landbúnað- arnytja, og til að tryggja rekstr- argrunn bújarða, • til að tryggja virka búsetu í byggðarlagi eða héraði, • vegna umhverfisverndar, þjóð- garða, og verndar menningar- staða eða -svæða, • til að hindra uppsöfnun eigna og bújarða í hendur sama aðila, • setja má fjöldatakmörk bújarða til að hindra uppsöfnun sama aðila, • vegna áhrifa á verðlag og til að hindra fjárhagslegt ofurvald og þjóðhagsleg áhrif, • framfylgja ber tilkynninga- skyldu til stjórnvalda, og leyfis- skyldu þegar við á. Vonandi stenst ný löggjöf ríkis- stjórnarinnar samanburðinn við þau dæmi sem hér eru rakin. Sérstaða Íslandsbyggðar og öll aðstaða þjóðarinnar krefst þess að ekki sé skemmra farið hér í löggjöf en þessi fordæmi Dana, Finna og Maltverja sýna. Ef vandaður lestur nýja lagafrum- varpsins leiðir í ljós að ríkisstjórnin er með einhverja feimni eða lausa- tök, verður að ráða bót á því í með- ferð málsins á Alþingi. Jón Sigurðsson Höfundur er fv. skólastjóri Jón Sigurðsson vísar í greininni til reglna um heimildir til kaupa á fasteignum og jörðum í Danmörku, Finnlandi og á Möltu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.