Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202020 Áhrif COVID-19 faraldursins á daglegt líf heimsbyggðarinnar er stöðugt að koma betur í ljós. Nú virðast áhyggjurnar fara vaxandi um allan heim um fæðuöryggi og að þjóðir hafi raunverulega getu til að brauðfæða sig sjálfar þegar lokast á aðflutningsleiðir og dreg- ur úr miðlun á nauðsynjavörum á markaði. Fjölmiðlar víða um lönd hafa mikið fjallað að undanförnu um áhrif veirufaraldursins á fæðuör- yggi og vaxandi ótta við matar- skort. Á vefsíðu Food Navigator var t.d. greint frá því að evrópskir neytendur fylltust kvíða vegna þess að hillur í verslunum hafi verið að tæmast þegar fólk fór að hamstra matvörur. Forsvarsmenn stórversl- ana í Bret landi og fleiri löndum, eins og á Íslandi, hafa reynt að róa fólk og segja nægar birgðir til fyrir alla. Benda þeir um leið á að þegar fólk fari að hamstra vörur sem það hafi jafnvel enga þörf fyrir, þá leiði það til þess að einhverjir aðrir grípi í tómt. Auðvelt sé að komast hjá þessu ef allir vinni saman og fólk hætti að hamstra og hugsa einungis um sjálft sig. Fæðuöryggi er ekki sjálfgefið Samkvæmt tölum Statista og Economist Intelligence Unit var mest fæðuöryggi á árinu 2019 talið vera í Singapúr og fékk það land 87,4 stig af 100 mögulegum. Þessi listi er mikil blekking því hann byggir á viðskiptaforsendum alþjóðahyggj- unnar, en ekki á því hvaða þjóðir eru sjálfri sér nægar um matvæli. Íbúar Singapúr geta nefnilega alls ekki brauðfætt sig sjálfir, því yfir 90% af þeim matvælum sem þar er neytt eru innflutt. Án efa mun hrun í flugsamgöngum hafa meiri neikvæð áhrif á fæðuöryggi þessarar ríku þjóðar en margra annarra. Samt er talað um á vef Statista hversu mikil- vægt fæðuöryggi er í ljósi útbreiðslu COVID-19 faraldursins. Fólk sem hafi talið sig í góðum málum með aðgengi af gnægð matar sé að vakna við þann vonda draum að öryggið nái ekki lengra en að tómum hillum verslana. Fjárglæframenn og bankar voru látnir ganga fyrir hag almennings Fjölmörg lönd og ríkisstjórnir hafa haft fæðuöryggi að markmiði árum og áratugum saman og má þar t.d. nefna Noreg. Samt hefur alþjóða- hyggjan, eða svonefndur „global- ismi“, róið að því öllum árum að þurrka út þessa viðleitni og treysta alfarið á að frjáls viðskipti um allan heim leysi þetta vandamál. Sú við- leitni skilaði því að fæðu-óöryggi fór mjög vaxandi í Evrópu í kjölfar bankakreppunnar, eða eftir 2009 samkvæmt tölum í The Lancet. Ástæðan er að allt kapp var lagt á að bjarga evrópskum bönkum, öðrum peningastofnunum og fjár- glæframönnum. Til þess var varið billjónum evra af fjármunum al- mennings í þeim ríkjum í stað þess að byggja upp innviði á borð við matvælaframleiðslu. Það hefur komið í bakið á almenningi í þessum löndum. Óvissa í matvælaframleiðslu í Evrópu Hópur bænda í Þýskalandi hefur bent á að vegna stöðunnar sem upp er komin kunni langtímaáhrifin að verða þau að evrópskir bændur geti ekki annað eftirspurn. Það þýðir væntanlega líka að útflutningur á ýmsum landbúnaðarafurðum frá Þýskalandi verður mögulega úr sögunni. Það getur haft töluverðar afleiðingar fyrir þjóðir sem treysta á matvælainnflutning frá ESB- ríkjunum. Hagnýting ódýrs vinnuafls í uppnámi Annar angi af þessu er að ekki gengur lengur upp sú hagfræði að íbúar í velmegunarríkjum geti treyst á að fá ódýr matvæli sem framleidd eru með hagnýtingu á ódýru vinnu- afli í fátækum ríkjum og með óhóf- legri notkun eiturefna. Slíkri fram- leiðslu hefur um langt árabil verið flogið heimshorna á milli og til þess m.a. nýtt aukaflutningsgetu í far- þegaflugi. Með hruni í farþegaflugi er þetta ekki lengur mögulegt með sama hætti og áður og þarf því að slást um laust pláss í flutningavélum. Aðgengi að slíkri ódýrri landbúnað- arframleiðslu hefur hins vegar verið beitt óspart til að stilla bændum á Íslandi og víðar á Vesturlöndum upp við vegg af postulum hömlulausrar alþjóðahyggju í viðskiptum. Ekkert erlent vinnuafl í Þýskalandi í ávaxta- og grænmetisrækt Bændasamtök Þýskalands, (Deutscher Bauernverband – DBV) segja í bréfi til yfirvalda að útbreiðsla COVID-19 muni hafa bein áhrif á matvælafram- leiðsluna og gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að halda framleiðslu- keðjunni gangandi. Strax þurfi að bregðast við varðandi ávaxta- og grænmetisframleiðsluna enda að fara að vora og undirbúningur við ræktunarstörf víða að hefjast. Þessar greinar í Þýskalandi hafi reitt sig mjög á tímabundið aðkeypt erlent vinnuafl sem nú sé ekki hægt að óbreyttu vegna lokunar landamæra. COPA-COGECA vil að tryggð verði snurðulaus starfsemi Samtök evrópskra bænda, COPA- COGECA, fóru fram á það við fram- kvæmdastjórn Evrópu sambandsins á dögunum að tryggð verði snurðulaus starfsemi landbúnaðarvörufram- leiðslunnar. Undir þetta taka samtök ungra bænda, „Conseil Européen des Jeunes Agriculteurs (CEJA)“. Segir í erindi samtakanna að hröð atburða- rás vegna útbreiðslu COVID-19 geti fljótt haft neikvæð áhrif á fram- leiðslu og dreifingu landbúnaðar- afurða. Þar segir einnig að útbreiðsla veikinnar hafi þegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þær dreifðu byggðir þar sem smit hafi verið mikið. Það eigi bæði við hefðbundin landbúnað sem og skógariðnað. Þetta muni hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið ef ekkert verði að gert. Fagna samtökin jafnframt yfirlýsingu frá Matvælaöryggisstofnun Evr ópu (EFSA) um að engar stað festingar hafi komið fram um að kóróna- vírusinn dreifist með matvælum. Bendir Marta Hugas, yfirmaður vís- indasviðs EFSA, á að við útbreiðslu annarra kórónavírussjúkdóma, eins og SARS-CoV og MERS-CoV, hafi ekki orðið vart við smit í gegnum neyslu á matvælum. Nauðsynlegt að tryggja fæðuöryggi þjóða Bandarísku landbúnaðarsamtökin, American Farm Bureau Federation, segja stöðuna langt frá því að vera eðlilega þar sem milljónir manna eru hvattir til að halda sig heima. Bændur hafi þó ekki um annað að velja en að halda sínu striki þó þeir reyni að forðast fjölmennið. Þar er líka bent á að bændur þurfi að reiða sig á vinnuafl til að halda hlutunum gangandi. Á vefsíðu samtakanna segir einnig að fólk hafi blessunarlega getað gengið að nauðsynjavörum til þessa, þótt tómar hillur verslana kunni að líta ógnvænlega út vegna hamsturs. Það sé þó ekkert miðað við hvað geti gerst ef landbúnaðar- framleiðslan stöðvast. „Tímar eins og þessir ættu að minna okkur á nauðsyn þess að tryggja fæðuöryggi þjóða.“ Landbúnaður skilgreindur sem lykilatvinnugrein Í Bandaríkjunum er landbúnaðar- framleiðsla skilgreind sem einn af lykilinnviðum samfélagsins. Það tekur til bænda, úrvinnsluiðnaðar, dreifingar, smásölu og tengdra greina. Starfsfólk þessara greina er kallað; nauðsynlegir starfsmenn í mikilvægum innviðagreinum, eða „essential critical infrastructure workers“. Ekki enn matvælaskortur en brestir gætu komið upp í framleiðslukeðjum Þó ekki sé talinn verða neinn skortur á matvælum í Bandaríkjunum á næstunni er rætt um að brestir geti orðið í keðjunni þannig að truflun geti orðið á dreifingu matvæla til neytenda. Þar er samt ekki mælt með að framleiðsla verði stöðvuð né að vörur verði innkallaðar þótt starfsmenn sem vinna við fram- leiðslulínur veikist af COVID-19. Staðan á Íslandi er um margt sam- bærileg þó nálægðin sé oft meiri og dreifileiðir einfaldari. Veruleikinn afhjúpar lýðskrum háðsmeistaranna Það er kaldhæðnislegt í ljósi þessa að samtök verslunar víða um heim, ekki síst á Íslandi, hafa gengið hart fram í því á liðnum árum að reka áróður fyrir alþjóðavæðingu viðskipta með landbúnaðarvörur. Hefur þar lítið verið gert úr áhyggjum sumra um að það kunni að hafa neikvæð áhrif á landbúnað í ríkjum eins og á Íslandi, sjúk- dómavarnir, fæðuöryggi og sjálfs- bjargarmöguleika þjóða. Hæðst hefur verið opinberlega að slíkum áhyggjum, m.a. í greina- skrifum fólks sem aðhyllist aukna alþjóðavæðingu og ekki síst þeirra sem hafa verið hallir undir að Ísland gengi í Evrópu sambandið. Hefur fólk sem talið er málsmetandi og hliðhollt þeim stjórnmálahreyfing- um sem helst hafa rekið áróður fyrir inngöngu Íslands í ESB, ekki legið FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Heimsbyggðin hrópar eftir auknu fæðuöryggi þjóða í kjölfar heimsfaraldurs á COVID-19 – Það er þvert á orðræðu og skrif ýmissa „málsmetandi“ manna á Íslandi og víðar sem hæðst hafa af fæðuöryggisumræðunni S taða fæðuöryggis á heimsvísu er æði misjöfn eftir löndum. Þar er t.d. ekki hægt að setja samnefnara yfir öll Evrópulönd um að þau njóti mikils fæðuöryggis. Þá er það enn svo árið 2020 að um 822 milljónir jarðarbúa lifa við sult og vannæringu. Heimsfaraldur COVID-19 sýnir það enn og sannar að allir jarðarbúar ættu að búa við öruggt fæðuframboð úr sínu nærumhverfi. Annað er í raun glapræði þegar samskipti og samgöngur leggjast niður í stórum stíl eins og raunin er nú. Fjölmörg lönd og ríkisstjórnir hafa haft fæðuöryggi að markmiði árum og áratugum saman, þó svonefndur „globalismi“ hafi róið að því öllum árum að þurrka út þessa viðleitni og treysta alfarið á að frjáls viðskipti um allan heim leysi þetta vandamál. Lífræn ræktun tryggir sjálfbæra nýtingu jarðvegs, en massaframleiðsla alþjóðahyggjunnar með beitingu gróður- eyðingarefna og skordýraeiturs er smám saman að eyðileggja dýrmætt ræktarland víða um heim. Stofnanir Sam- einuðu þjóðanna hafa verið að benda á þessa hættu á liðnum árum. Þannig sagði í yfirskrift ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun fyrir nokkrum árum, „Vaknið áður en það verður um seinan“. Mynd / University of Vermont Óttinn við fæðuskort í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19 er víða áþreifanlegur í verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.