Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 20204 FRÉTTIR Mjólkurvörur seljast vel í COVID-19 ástandinu „Við finnum fyrir töluvert meiri sölu á mjólkurvörum Mjólkur samsölunnar (MS) í verslunum og salan fyrstu dagana eftir að samkomu- bannið var sett á slagaði upp í Þorláksmessu í nokkra daga í röð,“ segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sam- skiptastjóri MS, aðspurð um söluna eftir að COVID-19 kom upp. „Salan hefur náð meira jafn­ vægi núna en fólk er samt að neyta aðeins meira af mjólkur­ vörum en áður. Mötuneyti kaupa t.d. meira af skyri sem auðvelt er að afhenda til starfsfólks. Við hófum áætlanagerð í febr­ úar og að safna birgðum þar sem við gerðum svokallaða „áætlun um mögulegan heimsfaraldur“. Í henni voru hættustig skilgreind og við heyrðum í landlækni á þeim tíma til þess að fá leiðbein­ ingar. Við fórum á þeim tíma í formlegar og óformlegar aðgerð­ ir. Í kringum fyrsta kórónasmitið hérlendis fórum við í að gera „áætlun um órofinn rekstur“ sem er lifandi skjal um starfsemi MS. Lykilstarfsmenn eru flokkaðir og mikilvægi deilda auk staðgengla ef þarf og greining annarra mik­ ilvægra þátta,“ segir Sunna. Vörur á palli fyrir utan hús Samkvæmt áætlunum MS hefur starfsfólk verið flutt, sumir vinna heima eða í öðrum rýmum en venjulega til þess að dreifa áhættunni. Þá hefur starfs­ stöðvum fyrirtækisins verið lokað fyrir gestum og vörur eru afhentar úti á pall fyrir utan hús. Fjarfundabúnaður er notaður innan deilda vegna funda og þá eru mötuneytin með tveggja metra regluna og matarbakkar afhentir starfsfólki. /MHH Sunna Gunnars Marteinsdóttir. Pósturinn hyggst nú mæta þörfum fólks sem heldur sig í einangrun heima hjá sér í dreifbýlinu vegna COVID-19. Í undirbúningi er að Pósturinn sinni þessu fólki m.a. með matarsendingar frá verslunum. Mynd / Pósturinn/HKr. Pósturinn með matarsendingar frá verslunum til íbúa í dreifbýlinu Pósturinn hefur síðustu daga verið að búa sig undir og koma á framfæri vilja sínum til að sinna matarsendingum frá verslunum til íbúa í dreifbýli. Víða heldur fólk sig nú heima vegna búa sinna og þarf enn frekar á slíkri þjón- ustu að halda. Hefur Pósturinn verið í sambandi við verslanir sem sinna íbúum á landsbyggð- inni með þennan valmöguleika í tengslum við ferðir landpósta og póstdaga. Birgir Jónsson, forstjóri Íslands­ pósts, segir að þetta sé nú í skoðun hjá nokkrum aðilum og verið að fara yfir endanlegar útfærslur. Slíkar sendingar munu t.d. hefjast núna í vikunni hjá nokkrum aðilum. Bjóða verslunum aðgang að dreifingarkerfi Póstsins „Við höfum haft frumkvæði að því að bjóða verslunum aðgengi að okkar flutninga­ og dreifikerfi. Við erum að bjóða þetta öllum aðilum sem áhuga hafa á að fara út í slík viðskipti og bjóða þeim að nýta okkar kerfi. Það er gríðarlega öflugt og nær út um allt land,“ segir Birgir. Hann telur að sú staða sem nú er komin upp vegna COVID­19 muni leiða til mikilla breytinga á þjóðfélaginu og hvernig fólk komi til með að haga sínum viðskiptum í framtíðinni. Fólk sé nú að læra á þá möguleika sem til staðar eru varðandi heimsendingarþjónustu á matvælum og öðrum hlutum. Birgir telur að sú þróun muni halda áfram eftir að þessum heimsfaraldri lýkur. „Fólk hefur verið að uppgötva þennan möguleika á höfuðborgar­ svæðinu og af hverju ætti það ekki líka að eiga við út um landið?“ Hlíðarkaup á Sauðár króki ríður á vaðið Hlíðarkaup á Sauðárkróki hafa verið í viðræðum við Póstinn um heim ­ keyrslu á vörum. Ásgeir Björg vin Einarsson, eigandi Hlíðar kaupa, segir að hugmyndin sé að fólk í Skaga firði geti nýtt sér slíka heim­ sendingar þjónustu frá versluninni. „Þá munum við taka pantanir saman og pósturinn kemur þá og sækir þær til okkar og dreifir tvisvar í viku,” segir Ásgeir. Framkvæmdin mun fara eftir aðstæðum á hverjum stað Umfangið og afkastagetan mun fara eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma, bæði hjá Póstinum og viðkom­ andi verslunum. Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Póstsins, segir mikilvægt að fyrir­ tæki í eigu ríkisins með starfsemi um land allt, undirstriki þá samfélagslegu ábyrgð sem það ber og bregðist við aðstæðum sem nú eru uppi með nýrri þjónustu til að létta undir hjá fólki, ekki síst í dreifbýli. „Nú þurfa allir að leggjast á eitt og standa saman. Þau nýmæli að senda fólki heim sendingar með matvöru í sveitina er svo von­ andi þjónusta sem kemur til að vera í nýjum heimi og bætir búsetuskilyrði,“ segir Bjarni Jónsson. /HKr. Birgir Jónsson, forstjóri Íslands- pósts. Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Íslands pósts. VSK af bílaviðgerðum verður endurgreiddur Bílgreinasambandið fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að útvíkka verkefnið „Allir vinna“. Lög um aðgerðir til að mæta efnahagsleg- um áhrifum í kjölfar heimsfar- aldurs kórónuveiru voru samþykkt á Alþingi í gær. Nú býðst eigend- um fólksbíla, utan rekstrar, 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti þess sem þeir hafa greitt af vinnu vegna bílaviðgerðar, bílamálningar og/eða bílaréttingar fólksbifreiða. Í fréttatilkynningu, sem María Jóna Magnúsdóttir, fram­ kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, sendi frá sér, segir jafnframt að árið 2010 hafi stjórnvöld hleypt af stokk­ unum átakinu „Allir vinna“ til að vekja athygli á endurgreiðslu virðis­ aukaskatts og skattafrádrætti vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús. Átakið þótti gefast vel því verulega dró úr atvinnuleysi og svartri atvinnustarfsemi. „Með því að taka tillit til viðhalds og viðgerða fólksbifreiða erum við í bílgreinum afar þakklát stjórnvöld­ um fyrir þann skilning og stuðning sem þeir veita okkur. Yfir 4.000 einstaklingar starfa í bílgreinum á Íslandi og er þetta skref í að tryggja færri uppsagnir í greininni á meðan við erum að komast í gegnum þá erf­ iðleika sem þjóðfélagið á í baráttu við. Það er von okkar að bílgreinin verði því fyrir minna höggi en raunin var eftir árið 2008. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda sem kynnt var í Hörpu laugar­ daginn 21. mars kom fram að allir íbúar á Íslandi eldri en 18 ára fái stafrænt gjafabréf til að ferðast innanlands. Markmið þeirra er að auka ferðalög um landið og styðja þannig við innlenda eftirspurn. Það er Bílgreinasambandinu mikið hjart­ ans mál að einstaklingar ferðist um á öruggum ökutækjum um landið okkar. Í því samhengi teljum við það gríðarlega mikilvægt að áður en þjóðin ferðast um landið í sumar að þeir aðilar sem munu yfirfara ökutækin fyrir ferðalagið séu með rétta menntun, búnað og varahluti til að tryggja öryggi. Með því að bílgreinar fái að taka þátt í verkefninu „Allir vinna“ erum við að sporna gegn því að viðgerðir og viðhald ökutækja fari fram í svörtu hagkerfi og tryggja einstaklingum áframhaldandi vinnu á bílaverkstæð­ um landsins næstu mánuðina. Við hvetjum því eigendur fólksbíla að sinna viðhaldi ökutækja. Hægt er að nálgast lista yfir verkstæði í gegnum heimasíðu Bílgreinasambandsins, www.bgs.is, “ segir í fréttatilkynn­ ingu Bílgreinasambandsins. María Jóna Magnúsdóttir fram- kvæmda stjóri Bílgreina sam bands- ins. Mynd / BGS Bænda bbl.is Facebook VARÚÐ! Þorlákshöfn – Sími 483 1955 – www.sbskilti.is HANDÞVOTTUR OG HANDSPRITTUNHAND WASHING - HAND HYGIENE Endurtakið hvert atriði vandlega fimm sinnum eða oftar! Repeat each step of the hand washing procedure at least five times! Nuddið lófum saman Nuddið bæði handarbökin með lófunum Nuddið vel milli fingra Nuddið fingurgómaog neglur vandlega Nuddið báðaþumalfingur vandlega Nuddið vel inni í báðum lófum Rub hands palm to palm Rub right palm over left dorsum and vice versa Rub thoroughly between fingers Rub fingertips and fingernails ofboth hands together thoroughly Rub thumb ofeach hand thoroughly Rub each palm thoroughly 2 3 4 5 6 1 HANDÞVOTTUR OG HANDSPRITTUN Endurtakið hvert atriði vandlega fimm sinnum eða oftar! Repeat each step of the hand washing procedure at least five times! HAND WASHING - HAND HYGIENE Nuddið lófum saman Nuddið bæði handarbökin með lófunum Nuddið vel milli fingra Nuddið fingurgóma og neglur vandlega Nuddið báða þumalfingur vandlega Nuddið vel inni í báðum lófum Rub hands palm to palm Rub right palm over left dorsum and vice versa Rub thoroughly between fingers Rub fingertips and fingernails of both hands together thoroughly Rub thumb of each hand thoroughly Rub each palm thoroughly 2 3 4 5 6 1 framleiðum öryggis- og varúðarmerkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.