Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202016 Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Annað slagið gerist það að ég lendi í vandræðum með að hugsa efni í Stekkinn og þá er gott að grípa til þess sem ég hef gaman af. Að þessu sinni er sagt frá þremur innfluttum trjám sem flestir þekkja. Samkvæmt kristinni þjóðtrú er að finna að minnsta kosti tvær skýringar á skrjáfi nöturaspar- innar. Sú fyrri segir að kross Krists hafi verið smíðaður úr viði hennar og það er af skömm sem blöð trésins skjálfa án afláts. Hin skýringin er sú að Kristur hafi lagt á tréð að það myndi skjálfa án afláts eftir að það neitaði að lúta valdi hans. Aðrir segja að tréð sé eins og sá sem ber út slúður og skelfur sífellt af hræðslu um að upp um hann komist eða að það minni á iðandi tungu lyginnar. Í Skotlandi var nöturöspin tengd álfabyggð og talið að í námunda við hana mætti finna hlið milli heima. Þar í landi þótti gott að hafa laufblað nöturaspar undir tungunni þegar menn fóru á mannamót til að auka málsnilld sína. Það var aftur á móti ólán að nota viðinn til smíða á hlutum sem tengdust ræktun eða í veiði- stangir og ekki mátti nota hann til húsbygginga. Vegna þess hve léttur viðurinn er þótti hann aftur á móti góður til útskurðar. Samkvæmt blóma- og heilsu- fræði Edward Bach er nöturöspin kvíðastillandi. Í þjóðtrú tengist ölur endur- fæðingu og styrk. Viðurinn þykir góður til að smíða hluti sem vekja eiga ástir en börkur og blöð nýt- ast til að búa til grænan lit. Tréð gegnir veigamiklu hlutverki í goðsögnum og þjóðtrú Kelta. Írar töldu boða ógæfu að ganga fram- hjá elritré á ferðalögum. Í Noregi voru fersk blöð lögð á fætur til að draga úr þreytu og seyði úr þeim þótti gott við meinsemd í hálsi. Ef blöðin eru tínd snemma morguns með morgundögginni og lögð í rúm er sagt að þau fæli burt fló. Ölur hefur þann eiginleika að rotna ekki í vatni og standa flestar byggingar í Feneyjum á elridrumb- um. Viðurinn fúnar fljótt á þurru og hentar því illa til húsbygginga eða í girðingastaura. Viður beykitrjáa er harður og góður efniviður til smíða á hús- gögnum, handverkfærum og ýmiss konar kylfum sem notaðar eru í íþróttum. Skotar brenndu beyki til að reykja síld og kolin voru notuð til púðurgerðar og til að hita járn. Í Danmörku notuðu bændur beyki- tré til að rækta kræklinga með því að sökkva trjánum í sjó og láta kræklinginn vaxa á þeim. Þegar hungursneyð steðjaði að í Evrópu voru beykifræ mulin og notuð í brauðdeig en ristuð fræ þóttu góð sem kaffibætir. Olían í fræjunum er sögð líkjast ólífuolíu og ágæt til matargerðar, sem við- bit í staðinn fyrir smjör, og sem lampaolía. Nýtt lauf er gott í salat og sem bakstur á bólgur í holdi. Beykibörkur var notaður til að rista á rúnir. Talið var að beykitré væru góð vörn gegn eldingum og vegna þess hve krónan er þétt veitir hún gott skjól gegn regni. Bolurinn á beyki verður holur með aldrinum og því upplagður felustaður fyrir menn og skepnur. Sagan segir að snákar forðist beykitré. Norrænir menn töldu að þyrn- irinn hefði orðið til þegar elding laust til jarðar og því góð vörn gegn skruggum og óveðri á sjó. Sagt var að blóm þyrnitrjáa héldu konum ungum og væru góð við magaverk. Viðurinn þótti góður í eldköstinn. /VH STEKKUR Bandaríkin eru fimmta stærsta fiskveiðiþjóð í heimi. Bandarískir fiskimenn koma með nærri fjór- falt meira magn af fiski að landi en íslenskir kollegar þeirra. Alaskaufsi er mest veiddur en humar skapar mestu verðmætin. Fiskveiðar skipta gríðarlega miklu máli fyrir mörg ríki Banda- ríkjanna sem eiga land að sjó. Bandaríkin hafa yfir að ráða stærstu efnahagslögsögu heims. Innan hennar eru mörg gjöful fiskimið og mikil fjölbreytni í veiðum. Bandarískir fiskimenn komu með 4,3 milljónir tonna af fiski og skelfiski að landi árið 2018 að verðmæti 5,6 milljarðar dollara, eða sem samsvarar 785 milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi krónunnar í lok síðustu viku. Þetta er um 5,3% samdráttur í magni en 2,8% aukning í verðmætum frá árinu 2017. Til samanburðar má geta þess að Íslendingar veiddu 1.260 þúsund tonn árið 2018 og aflaverðmætin voru 128 milljarðar króna. Heildarveiði Bandaríkjanna skiptist þannig að fiskur var rúmar 3,7 milljónir tonna en skelfiskur 502 þúsund tonn. Í heild voru fiskar um 88% af lönduðum afla en aðeins 45% að verðmæti. Árið 2017 voru Bandaríkin í fimmta sæti á lista yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims með rúm 5% heimsaflans. NOAA, ein allsherjarstofnun Tölur um fiskveiðar Bandaríkja- manna má finna í nýbirtri skýr- slu NOAA, National Oceanic and Atmospheric Administration. NOAA er stofnun sem gegnir víðtæku hlutverki. Segja má að hún hafi á sinni könnu ver- kefni sem hér á landi heyra að hluta til eða öllu leyti undir Umhverfisstofnun, Veðurstofuna, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu. Fjögur ólík hafsvæði Fiskveiðar Bandaríkjanna fara fram á fjórum mjög svo ólíkum haf svæðum samkvæmt skilgrein- ingu NOAA. Þau eru Norður- Atlantshafið meðfram austurströnd- inni niður að Flórídaskaga, Mexíkó- flói, Kyrrahafið og hafsvæðið við Alaska. Flórídaskaginn skiptist á milli Atlantshafssvæðisins og Mexíkó flóa. Veiðar í Beringshafi við Alaska eru taldar vera með hættulegustu veiðum í heimi. Þar glíma sjómenn oft við kulda og stórsjói. Hinir þekktu sjónvarspsþættir Deadliest Catch voru teknir þar. Alaskasvæðið gefur mestan afla, eða 58% af heildinni, en skilar þó ekki nema tæpum þriðjungi af aflaverðmætum. Mexíkóflóinn er næstur í röðinni. Þar eru dregin úr sjó 16% aflans og 16% verðmæta. Úr Atlantshafinu koma 14% afl- ans en 37% verðmæta. Kyrrahafið rekur lestina með 12% aflans og 13% verðmæta. Atlantshafið er þannig í fyrsta sæti varðandi aflaverðmæti og helgast það af því að afar verðmæt- ar tegundir, eins og humar, skeljar og krabbar, veiðast þar. Alaskaufsi á toppnum Helstu fisktegundir sem veiðast við Bandaríkin eru flestum Íslendingum lítt kunnar nema af afspurn. Alaskaufsi er mest veidda tegundin. Hann veiðist einkum í Beringshafi en einnig víðar í Norður-Kyrrahafi. Á árinu 2018 komu rúmar 1,5 milljónir tonna á land af þessum ágæta fiski, sem er töluvert meira en afli Íslendinga í öllum tegundum var það ár. Í öðru sæti er lítill bræðslu- fiskur sem nefnist meinhaddur (e. Menhaden). Veiðar á honum fara fram í Atlantshafi og Mexíkóflóa. Alls veiddust rúm 717 þúsund tonn af meinhaddi. Lýsingingur, smár hvítfiskur, er þriðja mest veidda tegundin með um 318 þúsund tonn. Hann veiðist nær eingöngu í Kyrrahafinu. Kyrrahafslax er í fjórða sæti með 262 þúsund tonn. Hér er um fimm aðskildar tegundir laxa að ræða. Flatfiskar verma fimmta sætið með 248 þúsund tonn. Fjölda kolategunda og annarra flatfiska er þarna slegið saman. Um 90% aflans veiðast í Kyrrahafi. Bandaríkjamenn veiða um 233 þúsund tonn af kyrrahafsþorski sem er frábrugðinn atlantshafþorskin- um sem Íslendingar veiða. Hér á árum áður veiddist mikið af atlants- hafsþorski nyrst við austurströnd Bandaríkjanna. Stofninn hrundi vegna ofveiði og hefur ekki náð sér síðan. Þar veiddust aðeins 976 tonn af þorski árið 2018. Humarinn skilar mestum verðmætum Þegar horft er til aflaverðmæta riðlast röðin á mikilvægi tegunda. Humar er sú tegund sem skilar mestum aflaverðmætum, eða um 648 milljónum dollara, sem er rúmur 91 milljarður íslenskur. Humarinn er nær eingöngu veiddur í Maine og Massachusetts. Krabbar fylgja fast á eftir með svipuð verðmæti og humarinn. Hér er um nokkrar tegundir krabba að ræða sem veiðast bæði við vestur- ströndina, austurströndina og við Alaska. Kyrrahafslax er í þriðja sæti á verðmætalistanum og þar á eftir koma hörpudiskur og rækj- ur. Rækjurnar veiðast aðallega í Mexíkóflóa en einnig í Kyrrahafi. Alaskaufsi er aðeins í sjö- unda sæti á lista yfir verðmætu- stu tegundirnar. Verðmæti hans er 451,2 milljónir dollarar, eða rúmir 63 milljarðar íslenskir. Meinhaddur, sem er í öðru sæti yfir mest veiddu tegundir, er í tíunda sæti miðað við verðmæti. Mestu verðmæti í Massachusetts Eins og að líkum lætur er Alaska mesta fiskveiðiríki Bandaríkjanna, bæði hvað varðar magn og verð- mæti. Þar var landað 2,5 millj- ónum tonnum af fiski og skelfiski að verðmæti 1,8 milljarðar dollara, eða 253 milljörðum króna. Fyrir utan alaskaufsann kemur mikið á land af kyrrahafslaxi, kyrrahafs- þorski og nokkrum verðmætum krabbategundum. Annað stærsta fiskveiðirík- ið er Louisiana sem liggur að Mexíkóflóa. Þar var landað 454 þúsund tonnum af sjávarafla. Í þriðja sæti er Washington, sem er nyrst á vesturströndinni, með 268 þúsund tonn. Í Washingtonríki er borgin Seattle en þangað hafa all- nokkrir íslenskir sjómenn lagt leið sína. Þegar litið er á aflaverðmæti þá skýst Massachusetts upp í annað sæti á eftir Alaska með 647,2 milljónir dollara, um 91 millj- arð íslenskan. Maine er í þriðja sæti með 587,4 milljón dollara, tæpir 83 milljarðar íslenskir. Bæði þessi ríki eru norðarlega á austur- ströndinni. Stærsta fiskihöfnin Dutch Harbor í Alaska hefur í áraraðir verið stærsta fiskihöfnin í Bandaríkjunum. Árið 2018 var engin undantekning. Þar komu á land 365 þúsund tonn af sjávar- fangi að verðmæti 182 milljónir dollarar, eða 25,6 milljarðar króna. Ekki kemur á óvart að alaskaufsi er rúmlega 90% þessa afla. New Bedford í Massachusetts er hins vegar sú fiskihöfn þar sem mestum verðmætum var landað. Verðmæti afla þar var 431 milljón dollara, eða rúmir 60 milljarðar íslenskir. Á bak við þessi miklu verðmæti eru að langstærstum hluta veiðar á hörpudiski. Þess má geta til samanburðar að stærsta fiskihöfn á Íslandi í tonnum talið árið 2018 er Neskaupstaður með 214 þúsund tonn. Mest verð- mæti komu á land í Reykjavík eða 17,7 milljarðar. Helgast það meðal annars af því að margir frystitogarar landa þar afurðum sem unnar hafa verið um borð. Gríðarlegur innflutningur Þrátt fyrir miklar fiskveiðar eru Bandaríkin stór innflytjandi á sjávarafurðum. Reyndar er ekkert annað ríki í heiminum sem flytur inn jafnmikið af sjávarafurðum og Bandaríkin. Um 85 til 95% af sjávarafurð- um sem Bandaríkjamenn neyta eru innflutt. Þetta segir ekki alla söguna því verulegt magn, sem bandarísk- ir fiskimenn veiða, fer til vinnslu erlendis og er síðan flutt inn sem afurðir. Helstu innfluttar tegundir eru hlýsjávarrækjur og flök ýmissa hvítfisktegunda. Hér á árum áður voru Banda- ríkin einn helsti markaður fyrir botnfiskafurðir frá Íslandi. Þessi viðskipti hafa dregist mikið saman en hafa reyndar verið örlítið á uppleið síðustu árin. Árið 2018 voru fluttar út sjávarafurðir héðan til Bandaríkjanna fyrir tæpan 21 milljarð króna, sem eru tæp 9% af virði fiskútflutnings okkar það ár. Öflug fiskvinnsla Megnið af fiskafla Bandaríkjanna var ráðstafað til manneldisvinnslu, eða um 76% af lönduðum afla. Um 17% fóru í vinnslu á fiskimjöli og lýsi. Restin fór í beitu, dýrafóður o.fl. Fiskvinnsla er mjög öflug í Bandaríkjunum og er bæði unnið úr sjávarafla sem fenginn er heima- fyrir og úr innfluttu hráefni. Helstu tegundir sem teknar eru til vinnslu eru alaskaufsi, rækjur, kyrrahafs- lax, túnfiskur og kyrrahafsþorskur. Í heild voru framleiðsluverð- mæti sjávarafurða 10,1 milljarð- ur dollara, um 1.420 milljónir íslenskar. Til samanburðar má geta þess að framleiðsluverðmæti útfluttra sjávarafurða frá Íslandi voru um 240 milljarðar árið 2018. Eldi á verðmætum tegundum NOAA fjallar einnig um fiskeldi í skýrslu sinni en nýjustu tölur um þá grein eru frá árinu 2017. Fiskeldið skilaði 1,5 milljörðum dollara, eða um 211 milljörðum íslenskum. Framleidd voru 284 þúsund tonn. Lögð er áhersla á eldi á verðmætum tegundum, svo sem ostrum, skeljum og atlants- hafslaxi. Samanlögð verðmæti fiskveiða og eldis er rétt tæpir þúsund millj- arðar íslenskra króna. Eldið er um 21% af verðmætum veiða og eldis samanlagt en í magni um 7%. NYTJAR HAFSINS Bandaríkin eru með öflugan sjávarútveg: Fimmta stærsta fiskveiðiþjóð heims Bandarískir sjómenn að veiðum við Alaska. Myndir / NOAA Bandarískir fiskimenn komu með 4,3 milljónir tonna af fiski og skelfiski að landi árið 2018 að verðmæti 5,6 milljarða dollara, eða sem samsvarar 785 milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi krónunnar í lok síðustu viku. Fjögur tré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.