Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202026 Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is RÚLLUPLAST! RaniRepel er nýtt rúlluplast frá Rani, hannað til verndar gegn meindýrum, fuglum og nagdýrum og dregur úr fjárhagslegu tjóni fyrir bændur. RaniRepel inniheldur óeitruð, náttúruleg virk efni sem er með lykt sem er fráhrindandi fyrir fugla, rottur og mýs, en þetta innihalds- efni skaðar ekki dýr. Skaði á rúllum vegna nagdýra og fuglaárása getur eyðilagt fóður og verið dýrt fyrir bændur. Umfangsmiklar rannsóknir hafa sýnt að RaniRepel útrýmir nánast að fullu árás fugla og nagdýra þannig að umbúðirnar haldast óskaddaðar. Rannsóknirnar hafa einnig sýnt að nagdýr og fuglar læra að forðast það og koma þessum viðvör- unum til síns hóps. Rigning hefur engin áhrif á efnið í plastinu, hitastigsbreytingar hafa ekki áhrif á efnið og er að fullu virkt í tvö ár frá framleiðslu- degi. RaniRepel er hægt að nota og geyma eins og hvert annað Rani Plast rúlluplast. Efnið sem notað er í RaniRepel er samþykkt af eftirlitsaðilum Evrópusambandsins, það uppfyllir líffræðilegar reglur og hægt er að endurvinna það. Lausnin hefur einnig unnið til verðlauna í mörgum löndum. 2018 PANTIÐ TÍM ANLEGA Í SÍMA 465 1332 NÝTT! LÍF&STARF Byggðaráð Blönduósbæjar óánægt: Enginn styrkur til að byggja upp í Hrútey – Segir hróplegt ósamræmi vera við úthlutun milli landshluta Byggðaráð Blönduósbæjar hefur lýst miklum vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna­ staða var synjað, sérstak lega með tilliti til þess að mikil þörf er á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu. Valdimar O. Hermannsson, sveit­ arstjóri á Blönduósi, segir að sveitar­ félagið hafi sótt um styrk til að halda áfram uppbyggingu fólkvangsins í Hrútey. Áður, eða árið 2018, fékkst styrkur úr Uppbyggingarsjóði ferð­ mannastaða og hófust framkvæmdir að þeim styrk fengnum. „Við viljum endilega halda áfram með þetta verkefni og teljum það skipta miklu máli fyrir uppbyggingu ferðamannastaða hér um slóðir. Það er töluvert mikið eftir að gera og við viljum fyrir alla muni halda okkar striki,“ segir Valdimar. Norðurland vestra fær langminnst Byggðaráð bendir í bókun sinni á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun sjóðsins á þessu ári á milli landshluta. Þar komi Norðurland vestra illa út, einungis 34 milljónir komi inn á svæðið í formi styrkja af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir króna. Sveitarstjórnarmenn á Norður­ landi vestra hafa velt þessu ósam­ ræmi í úthlutun styrkjanna fyrir sér og eru margir hugsi. Í svo­ nefndri Landsáætlun kemur fram að styrkir til verkefna á Vesturlandi nemi 219 milljónum, 141 milljón á Vestfjörðum, 338 milljónum á Norðurlandi eystra, 114 milljónum á Austurlandi og 1,5 milljörðum á Suðurlandi. Sem fyrr segir komi 34 milljónir til verkefna á Norðurlandi vestra. /MÞÞ Þingeyjarsveit: Keyptur verður öflugur dróni Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að taka upp viðræður við björgunarsveitir á svæðinu um afnot af drónum sem þær eiga í þágu sveitarfélagsins. Hlöðver P. Hlöðversson sendi sveitarfélaginu erindi og leggur til að það beiti sér fyrir því að keyptur verði öflugur dróni í héraðið. Tillaga hans er sú að björgunarsveitir héraðsins verði leiddar saman til að vinna sameiginlega að kaupunum. Dróni myndi í fyrsta lagi nýtast vegna leita og björgunar. Einnig gæti hann nýst til smölunar og leitar á fé. Jafnframt gæti hann nýst til grenjavinnslu og hugsanlega veiðieftirlits um sumar og vetur. Dróninn yrði í umsjón og eða eigu björgunarsveitanna og seldur út til þeirra verkefna sem fyrir liggja á hverjum tíma. /MÞÞ Blönduósbær: Jákvætt tekið í drónakaup Landbúnaðarnefnd Blönduós­ bæjar tók jákvætt í erindi frá Halldóri Skagfjörð Jónssyni sem leitaði til nefndarinnar um styrk til fjallskilasjóðs vegna dróna­ kaupa. Sá hann fyrir sér að nota mætti drónann í fjárleitir. Nefndin tók fram að hún væri jákvæð fyrir því að gerður yrði samningur við Halldór gegn því að hann skuldbindi sig til að sinna ákveðnum verkefnum fjallskila og var fjallskilastjóra falið að útfæra það nánar. /MÞÞ Hafrahvammagljúfur: Útsýnispallur verður smíðaður Fljótsdalshérað hefur fengið styrk upp á ríflega 14 milljónir króna til að smíða útsýnispall til að stýra gestum á ákveðinn útsýn­ isstað við Haframhvammagljúfur og vinna þannig gegn hraphættu á gljúfurbrúninni. Styrkurinn fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamanna­ staða. Að auki er áformað að leggja stiga ofan í Hvammana til að bæta aðgengi fyrir gesti og sjúkra­ flutningafólk og auka fjölbreytni gönguleiðar. Þá er þörf á að að setja upp stök þrep ofan í Hvömmunum í brekku þar sem hætta á hrösun er nokkur og rask á gróðri er orðið töluvert. Verkefnið bætir öryggi ferða­ manna til muna á á ferðamanna­ stað, þar sem skapast geta varasamar aðstæður. /MÞÞ Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi þar. Birki og stafafura eru algeng tré. Göngubrú er út í eyna (núverandi brú er frá 1988). Ársæll Jónsson, bóndi á Eystra-Fróðholti (t.v.), og Stefán Ólafsson, bóndi á Hóli, klipptu á borðann. Ekki er ólíklegt að blásið verði til annarrar borðaklippingar á vegum Rangárþings ytra og ríkisvaldsins þegar kórónuveiruástandið er yfirstaðið. Brúin er 92 metrar að lengd. Mynd / Ragnheiður Sumarliðadóttir Ný brú á Þverá við Odda á Rangárvöllum Ársæll Jónsson, bóndi á Eystra­ Fróðholti á Rangárvöllum, og Stefán Ólafsson, bóndi á Hóli í Vestur­Landeyjum, mættu nýlega vopnaðir skærum og rúnings­ klippum og klipptu á borða og vígðu þar með nýja og glæsi lega brú á Þverá við Odda á Rangárvöllum. Þeir félagar ýttu verkefninu úr vör í byrjun árs 2011. Þá var farið á milli bæja og safnað undirskrift­ um fjölda íbúa á Rangárvöllum og vestanverðum Landeyjum um brú á þessum stað. Áskorun ásamt listanum var send á alla þingmenn Suðurkjördæmis, ásamt ráðherra og fjölda embættismanna. Á end­ anum áttuðu yfirvöld sig á því að skynsamlegt væri að fara í þessa framkvæmd og veittu fé til verk­ efnisins. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur síðan haft verkið á sinni könnu. /MHH Stórátak í að eyða einbreiðum brúm um allt land Sigurður Ingi Jóhannsson sam­ göngu­ og sveitarstjórnaráð­ herra hefur ákveðið með sínu fólki í ríkisstjórn að á þessu ári muni hefjast verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm. Ætlunin er að verja aukalega 3.300 m. kr. til að breikka einbreið­ ar brýr, alls um 5.200 milljónum á næstu tveimur árum. Alls verða til um 140 ársverk vegna átaksins. Elsta einbreiða brúin á hring­ veginum er brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, byggð 1947, er orðin 73 ára gömul og komin af léttasta skeiðinu. Sú yngsta er yfir Selá í Álftafirði en hún var byggð 1985 og er því 35 ára gömul. Áætlað er að breikka brýr yfir Köldukvíslargil á Norðaustur vegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals­ og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálkna­ firði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núps vötn, Stóru­Laxá á Skeiða­ og Hruna manna vegi, og Skjálfanda­ fljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goða foss. Auk þessa er unnið eftir samgönguáætlun en þar eru brýr yfir Jökulsá, Sólheimasandi, Hattardalsá og Steinavötn, Brunná austan við Kirkjubæjarklaustur, Kvíá í Öræfa­ sveit og Fellsá í Suðursveit sem fá að víkja fyrir nýrri kynslóð. /MHH Brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi, en þar er fyrirhugað að setja tví breiða brú. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.