Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202036 Að smakka alls kyns hitabeltis­ aldin er góð skemmtun. Berkjualdin eða berkjur sjást annað slagið í verslunum hér en vinvældir þeirra hafa aukist mikið í Evrópu undanfarin ár. Plantan er það sem kallast pan­ tropical og þýðir að hún er ræktuð í hitabeltinu hringinn í kringum hnöttinn. Aldinin þroskast hratt og þola illa geymslu. Ekki fundust heimildir um magn berkjualdina í ræktun í heiminum undanfarin ár og líklega stafar það af því að nokkrar tegundir aldinsins eru í ræktun og flokkun þeirra misjöfn milli landa. Mest mun vera framleitt af aldin- inu í Mexíkó og fylgir Brasilía þar á eftir. Ræktun á berkju í Evrópu er mest við strendur Granada á Spáni og í Portúgal og neyta þær þjóðir mest Evrópubúa af aldininu. Víða í ræktun í Suðaustur-Asíu og í Ástralíu. Plantan er í dag það sem kallast pantropical sem þýðir að hún er ræktuð í hitabeltinu hringinn í kringum hnöttinn. Spár gera ráð fyrir að ræktun berkjualdina eigi eftir að aukast talsvert í framtíðinni þar sem mark- aður fyrir aldinið er að aukast og framleiðslugeta talsvert meiri en framleiðslan. Innflutningur á berkjualdinum er ekki skráður sérstaklega hjá Hagstofu Íslands enda ólíklegt að hann sé það verulegur að hann flokkist ekki með öðrum aldinum í innflutningi. Ættkvíslin Annona Tegundir innan ættkvíslarinnar Annona eru sagðar vera milli 120 og 160 en fjöldinn er breytilegur eftir heimildum. Allar tegundirnar eru blómstrandi tré eða runnar sem finnast villtir á mörkum hitabeltisins í Suður-Ameríku og Afríku. Flestar eru sígrænar en nokkrar tegundir lauffellandi. Allar eru þær með öfl- uga stólparót sem nær allt að 1,8 metra niður og er með hliðarrætur. Stofninn brúnleitur og með þunnum og eilítið skeljakenndum berki sem myndar mislitar langsum rendur. Laufið misstórt og ólíkt viðkomu eftir tegundum, samsett úr mörgum stakstæðum smáböðum. Blómin fá í hnapp eða eitt sér og vaxa á megin- stofni plöntunnar eða eldri greinum. Krónublöðin þrjú til fjögur og minni en bikarblöðin sem eru gul eða hvít með rauðu. Tvíkynja en frævlar og frævur í sama blómi þroskast á mismunandi tíma, frjóvgað með skordýrum. Aldinið misstórt eftir tegundum, kón- eða köngullaga, gul, rauð eða hvít á ytra borði en ljós að innan. Milli 55 og 75 svört fræ eru í hverju aldini og er þeim mikið dreift af ávaxtaleðurblökum sem eru sólgnar í aldinið. Sjö tegundir innan ættkvíslarinn- ar Annona eru talsvert mikið í rækt- un og enn fleiri eru ræktaðar í minna mæli til heimilisnota. Helstu rækt- unartegundirnar eru A. reticulata, A. squamosa og A. cherimola auk þess sem fjöldi blendinga þessara tegunda eru í ræktun og að sögn þeirra sem til þekkja er talsverður bragðmunur milli tegundanna og blendinganna. Tegundin A. reticulata, sem er í mestri ræktun í heiminum í dag, er lauffellandi tré sem nær um 10 metra hæð og myndar opna og óreglulega krónu, yfirleitt lægra í ræktun. Stofninn ljósbrúnn 25 til 35 sentí- metrar í þvermál. Blöðin mjólensu- laga og með greinilegum blaðæðum, 10 til 20 sentímetra löng og 2 til 7 sentímetrar að breidd og oddmjó. Stakstæð og illa lyktandi. Blómin opin, gul, 2 til 3 sentímetrar í þver- mál og yfirleitt þrjú saman í hnapp. Aldinin ólík af stærð eftir afbrigðum og allt frá 7 og upp í 16 sentímetra að lengd og þvermáli, brún, gul og bláleit og rauð með hvítu í. Oftast 200 til 700 grömm en hafa mælst yfir kíló að þyngd. Þrátt fyrir að aldin- in geti verið samhverf, hjartalaga, óregluleg, hnöttótt eða köngullaga eftir afbrigðum er með þeim sterk- ur ættarsvipur. Aldinhúðin þykk í sér en aldinið safaríkt, ilmsterkt og með mjög einkennandi sætu bragði. Fræin svört, flatvaxin, 1,5 til tveir sentímetrar að lengd, einn að breidd. Villtar plöntur dafna vel frá sjávarmáli upp í 1500 metra hæð í náttúrulegum heimkynnum sínum. Hundruð ef ekki þúsundir yrkja og blendinga ólíkra tegunda sem eru ólík eftir stærð, lit og lögun eru í ræktun. Saga og útbreiðsla Fornleifarannsóknir sýna að villt berkjualdin hafa verið nytjuð í þús- undir ára og að þau voru ræktuð við Yautepec-ána í norðanverðri Mexíkó rúmum eitt þúsund árum fyrir Krist. Þrátt fyrir að flestar tegundir innan Annona ættkvíslarinnar séu upprunnar í Suður-Afríku finnast nokkra tegundir í Afríku, bæði villtar og ræktaðar. Aldin tegund- anna beggja vegna Atlantsála eru sviplík þrátt fyrir sjónarmun að undanskildu aldini einnar afrískr- ar tegundar, A. mannii, sem líkist langri, sverri og hangandi pylsu frekar en köngli. Þekktasta afríska berkjutegundin kallast á latínu A. senegalenis og finnst villt frá Senegal til Suður-Afríku, auk þess sem tréð er víða ræktað við lítil þorp. Sagt er að senegalberkjualdin, sem eru gul eða appelsínugul að lit og fremur smá, angi eins og ananas og bragðist eins og apríkósa. Írski læknirinn og náttúru- fræðing urinn Sir Hans Sloane, uppi 1606 til 1753, var duglegur safnari forn- og náttúrugripa og er safn hans að hluta til grunnur- inn að bæði þjóðminja- og nátt- úrugripasafni Breta. Sloane segir í bók um ferðalög sín á árunum 1686 til 1688 að Annona tegundir vaxi á eyjunni Jamaíka en að þar væri plantan meira notuð til alþýðu- lækninga en til átu. Til dæmis til að græða sár og lægja bólgur. Jamaíka var á þessum tíma gríðarleg uppspretta auðs vegna ræktunar á sykurreyr sem var mann- að með þrælahaldi. Meðal þess sem Sloane skráði hjá sér meðan hann dvaldi á Jamaíka var hvernig þræl- um var refsað. Væri þræll fundinn sekur um að gera uppreisn var hann negldur fastur við jörðina og síðan lagður eldur að höndum hans og fótum og hann brenndur smátt og HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Berkjualdin líkjast könglum Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Berkjualdin eru til græn, gul og hvít með rauðu og í mörgum stærðum og líkjast einna helst könglum að lögun. Berkjualdin á grein á Indlandi. Mynd / GHP. Aldin tilbúið til neyslu. Algengt er að indversk skólabörn færi kennara sínum berkju að gjöf. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir Blóm að opnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.