Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 41 Landeigendur standa í dag frammi fyrir ýmiss konar áskor- unum varðandi umhverfismál og náttúruvernd. Þessar áskoran- ir felast í því hvernig nýta skuli land og náttúruleg gæði þess á skynsaman og sjálfbæran hátt án þess að skerða lífríki og náttúru- leg vistkerfi. Alls staðar í heimin- um er verið að þróa aðferðafræði sem fela í sér mótvægisaðgerðir gegn hlýnun jarðar og hnignun líffræðilegs fjölbreytileika þar sem verndun og endurheimt nátt- úrulegra vistkerfa gegnir þar lyk- ilhlutverki, t.d. með endurheimt gróðurs og votlendis. Bændur eru þarna í lykilhlut- verki þar sem þeir eru víðast þeir einstaklingar sem eru stærstu landeigendurnir, en víða um heim hefur náðst umtalsverður árangur í náttúruvernd og endurheimt sem byggir á samvinnu bænda og opin- berra aðila. Verkefnið LOGN 2020 (land- búnaður og náttúruvernd) er til- raunaverkefni og beint framhald af verkefninu „Landbúnaður og nátt- úruvernd“ sem unnið var á sl. ári. Aðalmarkmið verkefnisins er að fá áhugasama bændur til að vinna að áætlun fyrir sína jörð og búrekstur þar sem skilgreindar verða aðgerðir sem fela í sér samþættingu landbún- aðar og náttúruverndar. Jafnframt á að kanna samlegðaráhrif verkefn- anna og hvaða hagrænu gildi þau hafa fyrir bændur. Verkefnin sem bændur vinna geta verið af ýmsum toga, en hver þátttakandi setur upp sína eigin verkefnisáætlun sem byggir á sérstöðu og einkennum svæðisins og þeim búrekstri sem þar er stundaður. Verkefnin geta hvort tveggja verið fyrir afmörk- uð svæði á bújörðinni eða áætlun fyrir búreksturinn í heild sinni. Sem dæmi um verkefni má nefna: • Verkefni sem snúa að samspili manns og náttúru, t.d. áætlun um búrekstur þar sem tekið verður tillit til fuglalífs eða ákveðinna vistgerða • Ýmis verkefni tengd endur- heimt og verndun vistkerfa, t.d. endurheimt votlendis, upp- græðsla rofa eða endurheimt birkiskógar • Verkefni sem tengjast sjálf- bærri nýtingu náttúruauðlinda, t.d. nýting ræktunarlands, beit- arstjórnun eða nýting annarra náttúrugæða • Verkefni tengt rannsóknum og fræðslu, t.d. vöktun, jafningja- fræðsla eða kynning á landbún- aði til almennings Í framhaldi verður verkefnið haft til hliðsjónar og notað til að móta aðferðir til náttúruverndar á land- búnaðarsvæðum og þ.a.l. kjörinn vettvangur fyrir bændur og áhuga- menn um náttúruvernd til að hafa áhrif á stefnu í landnotkunar- og náttúruverndarmálum. Svæðið sem fókusinn er settur á að þessu sinni er Mýrar í Borgarbyggð og sunnanvert Snæfellsnes eða í næsta nágrenni við svæði sem afmarkast af tillögu að náttúruminjaskrá, merkt Mýrar – Löngufjörur. Verkefnið er unnið í samstarfi við stofnanir fyrir verndun náttúru og nýtingu auðlinda. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. hefur umsjón með verkefninu, en það er unnið fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hugmyndafræði LOGN Ef rýnt er í erlend verkefni kemur í ljós að þar sem best hefur til tek- ist eru verkefni þar sem bændur taka virkan þátt í öllu ferli strax frá byrjun. Þarna er hugmyndin að verk- efni séu byggð að miklu leyti upp á þekkingu bænda, bæði á þeirra landi og verkþekkingu, en sérfræðingar opinberra fagstofnana veita ráð- leggingar og aðstoð til að ná settum markmiðum. Sú hugmyndafræði sem LOGN verkefni byggir á er sótt í erlenda aðferðafræði sem er kallaði HNV- landbúnaður (High Nature Value). HNV-landbúnaður er hugtak sem skilgreint er í Evrópu sem sérstakt landbúnaðar-umhverfisverndar- kerfi. Skilyrði fyrir HNV er að land- búnaður sé stundaður samhliða nátt- úruvernd og hvort tveggja styðji við hvort annað. HNV er þ.a.l. rammi um náttúruvæna búskaparhætti, landbúnaðarland og náttúruvernd. LOGN myndar þ.a.l. eins konar brú á milli bænda og fagstofnana á sviði umhverfismála og náttúrufræða. LOGN 2020, helstu verkþættir Vinnu- og hugarflugsfundur: Þessi fundur fór fram 12. mars sl. Upphaflega hafði verið boðað til hans sem staðarfundar á Hvanneyri en þegar sá í hvað stefndi vegna útbreiðslu og til að riðla ekki áætlunum verkefnisins var brugðið á það ráð að breyta fyrirkomulaginu og setja upp sem netfund í staðinn. Á fund- inn mættu um 30 manns sem var framar vonum þar sem boðað var til breytinganna með mjög stuttum fyrirvara og fundarmenn sitt úr hvorri áttinni, en boðaðir voru bændur af svæðinu og sér- fræðingar frá helstu fagstofnunum og félagasamtökum sem tengjast málefninu. Fundinum var skipt í þrjá hluta, þeim fyrsta kynningu á efninu, síðan var skipt upp í hópavinnu þar sem hver hópur hélt sinn fund og í lokin komu allir saman aftur og farið var yfir niðurstöður hópavinnunnar. Kynningar fyrir íbúa svæðisins: Þessar kynningar verða settar upp annars vegar með kynningarbæk- lingi sem sendur verður á hvert heimili á svæðinu í byrjun apríl og hins vegar með röð netfyrirlestra sem fara fram um miðjan apríl og fram í byrjun maí. Þarna verður fjallað um hugmyndafræðina sem verkefnið er byggt á, dæmi verða tekin úr erlendum verkefnum og stefnt er að því að fá aðila sem koma að þeim verk efnum til að lýsa reynslu sinni. Þarna verður einnig farið yfir náttúrulega sér- stöðu svæðisins og verndargildi þess, auk þess að miðla fræðslu og praktískum upplýsingum hvernig búrekstur og náttúru getur stutt hvort annað. Fyrirlestrunum verður streymt á netinu þannig að hægt verður að taka þátt í rauntíma og er áætl- að að þeir fari að jafnaði fram á virkum dögum og hefjist klukkan eitt e.h. Þeir sem vilja taka þátt í rauntíma sækja um að taka þátt í fundunum á vefsíðu RML og fá þá í framhaldi sent fundarboð í vefpósti. Dagskrá verður síðar auglýst á vefsíðu RML, www. rml.is Val á þátttökubúum: Verið er að leita eftir áhuga- sömum aðilum til að taka þátt í verkefninu. Einnig er verið senda út auglýsingar um þátttöku en áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við verkefnastjóra LOGN hjá RML Þátttakendur vinna verkefnin: Gert er ráð fyrir því að þátttakend- ur vinni verkefnin eftir að áætlun sem þeir sjálfir setja upp í samráði við verkefnastjóra og sérfræðinga fagstofnana sem verkefnið mun tilheyra. Bændur vinna verkefnin þ.a.l. á eigin forsendum og nýta þekkingu á aðstæðum. Í þessum verkþætti verður mikilvægt að verkefnin verði sett upp á þann veg að þau falla sem best að dag- legri rútínu þess sem vinnur ver- kefnið. Gert er ráð fyrir að þessi verkþáttur verði unninn núna í sumar. Árangur metin: Í lok sumars verður farið yfir hvaða árangri verkefnið hefur skilað, hvort markmiðum hafi verið náð, hvort settir verkferlar hafi virkað og hvort verkefnið hafi skilað einhverjum hagrænum árangri. Kynningar: Verkefnin verða kynnt almenn- ingi, þátttökubúin fá sérstaka kynningu hvert fyrir sig og kynnt verður ef sérstakar afurðir eða vöruþróanir hafi átt sér stað með tilstilli verkefnisins. Áhugasamir hvattir til að hafa samband Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um LOGN verkefnið og/ eða hafa áhuga að taka þátt í verkefn- inu eru hvattir til að hafa samband við RML. Verkefnisstjóri LOGN er Sigurður Torfi Sigurðsson, net- fang sts@rml.is, sími 516-5078 eða 776-8778. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sigurður Torfi Sigurðsson verkefnisstjóri LOGN sts@rml.is Tækifæri til þátttöku í mótun nýrra aðferða við náttúruvernd á landbúnaðarsvæðum – LOGN 2020, næstu skref verkefnisins Af Sandsheiði á Snæfellsnesi. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.