Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 20208 FRÉTTIR Auðhumla og Mjólkursamsalan: Róttækar aðgerðir til að tryggja framleiðsluferla Auðhumla hefur sent mjólkur­ framleiðendum tilkynn ingu um að víða hafi verið gripið til róttækra aðgerða til að tryggja framleiðsluferla Mjólkur sam­ söl unnar og Auðhumlu. Öllum sam lögum hafi til að mynda verið lokað utanaðkomandi. Þá hafi verið ákveðið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýn- um, fangsýnum og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir. Gildi fyrir komulagið meðan ástandið varir. „Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjór- um. Þessi ráðstöfun tekur þegar gildi. Ef upp koma neyðartilfelli þá endilega verið í sambandi við gæðaráðgjafa Auðhumlu. Varðandi tengingu á fjölda kýrsýna við bein- greiðslur þá er erindi í ráðuneytinu til úrvinnslu um að gefa undanþágu á fjölda sýna sem þurft hefur að uppfylla,“ segir í tilkynningunni. Önnur atriði sem Auðhumla hefur gripið til og telur vert að vekja athygli á eru eftirfarandi: • Gæðaráðgjafar eru ekki lengur með starfsaðstöðu í samlögun- um. Þeir eru í tölvu- og síma- sambandi. Símanúmer eru á forsíðu Auðhumlu audhumla. is • Heimsóknir gæðaráðgjafa til mjólkurframleiðenda varð- andi öflun aukasýna verða takmarkaðar eins og kostur er. Enginn framleiðendi verður heimsóttur nema í ýtrustu neyð og í samráði við viðkomandi. • Ef upp koma tilfelli þar sem vafi er um mjólkurgæði, verð- ur alltaf fyrsti kostur að láta mjólkurbílstjóra taka sýni. • Hafið samband við gæða ráð- gjafa ef eitthvað er óljóst. • Mjólkurbílstjórar eru nú með einnota hanska og handspritt meðferðis í mjólkurbílunum. Framleiðendur eru vinsam- legast beðnir um að hafa ílát eða poka inni í mjólkurhúsinu þar sem bílstjórar geta losað sig við hanskana að notkun lokinni. Eins eru framleið- endur beðnir að forðast sam- skipti við bílstjóra eins og kostur er meðan þetta ástand varir. • Leiðbeiningar til matvæla- fram leiðenda er að finna á mast.is • Einnig eru góð ráð að finna hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins á vefnum rml.is. Í tilkynningunni kemur einnig fram að deildarfundum sem eftir var að halda hafi verið frestað ótímabundið sem og aðalfundi þar til ástandið batnar. Verður upp- lýst um það síðar þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa. „Þið ágætu framleiðendur ásamt afurðafélögum ykkar er mikilvægur hlekkur í matvæla- öryggi þjóðarinnar og aldrei eins og nú þegar á reynir fyrir alvöru. Vonandi átta stjórnvöld sig á þessari staðreynd og tryggja hag landbúnaðarins betur hér eftir en undanfarin ár og munið að sól hækkar á lofti og þessu ástandi linnir. Gætum vel að sóttvörnum og höldum áfram að framleiða okkur góðu landbúnaðarvörur. Þannig komust við í gegnum þetta og horfum fram á betri tíð,“ segir í lok tilkynningarinn- ar, sem Garðar Eiríksson, fram- kvæmdatjóri Auðhumlu, skrifar undir. /smh Óviðunandi staða við förgun dýrahræja: Brennsluofnar víða settir upp við afurðastöðvar – Óheimilt að taka við hræjum frá öðrum Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Niðurstaða Landsdóms í máli Mjólkursamsölunnar: 480 milljónir króna í sekt vegna markaðsmisnotkunar – MS telur þetta ekki endanlega niðurstöðu og hyggst áfrýja til Hæstaréttar Landsdómur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Mjólkursamsölunni beri að greiða ríkinu 480 milljónir króna í sekt vegna misnotkunar á mark­ aðsráðandi stöðu. MS mun áfrýja til Hæstaréttar. Sektin er til komin af því að Mjólkursamsalan seldi keppinaut- um sínum hjámjólk á hærra verði en til tengdra aðila og dótturfélaga. Mjólkursamsalan mun áfrýja mál- inu til Hæstaréttar, að sögn Elínar M. Stefánsdóttur, stjórnarformanns MS. MS mun áfrýja til hæstaréttar Elín M. Stefánsdóttir, stjórnarfor- maður Mjólkursamsölunnar, segir í svari til Bændablaðsins vegna fyrir- spurnar um niðurstöðu Landsdóms að hún komi sér á óvart. „Þessi niðurstaða kemur á óvart, enda telur fyrirtækið sig hafa farið að öllu leyti að lögum við fram- kvæmd á samstarfi til að hagræða og lækka verð á mjólkurvörum til neytenda. Við teljum að túlkun Landsréttar á ákvæðum búvörulaga skapi mikla óvissu um heimildir afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að hagræða og lækka vöruverð með verkaskiptingu. Slík verkaskipting fæst ekki staðist nema með jöfnun framlegð- ar á milli þeirra aðila sem í henni taka þátt og það þarf að vera óháð því hversu háa framlegð einstakar vörur gefa af sér. Við lítum því ekki á þetta sem endanlega niðurstöðu í málinu og munum leita eftir heimild til áfrýj- unar til Hæstaréttar.“ Úr dómi Landsréttar Í dómi Landsréttar segir meðal annars að varðandi fjárhæð sekt- arinnar er litið til þess að brot að- alstefnanda er alvarlegt og stóð í langan tíma og að brotið varðaði vinnslu á mikilvægri neysluvöru og voru aðgerðir aðalstefnanda fallnar til að skaða samkeppni og neyt- endur með alvarlegum hætti. Þá er litið til þess að um ítrekað brot er að ræða, samanber úrskurð áfrýj- unarnefndarinnar 14. desember 2006 í máli nr. 8/2006. Samkvæmt samkeppnislögum getur sekt numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarár þeirra sem aðild eiga að brotinu. Mun heildarvelta aðalstefnanda árið 2015 hafa verið um það bil 26,7 milljarðar króna. Sekt gagn- stefnanda nemur um það bil 1,6% af veltunni, sem telja verður hóflegt þegar litið er til heimildar. Verður aðalstefnanda því gert að greiða 440 miljónir króna í sekt. /VH „Það er rétt að staðan varðandi förgun dýrahræja er ekki í lagi,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðu­ maður Kjötafurðastöðvar KS, og bætir við að þegar rætt sé um að banna urðun á lífrænum úrgangi gleymist þetta atriði. Nautgriparæktarfélag Vestur- Húnavatnssýslu vakti athygli á málinu í bókun sem samþykkt var á aðalfundi þess á dögunum og var skorað á sveitarstjórn Húnaþings vestra að sinna lögbundinni skyldu sinni þegar kemur að förgun dýra- hræja. Úrræðaleysið við förgun „Úrræðaleysið þegar kemur að förgun dýrahræja í sveitarfélaginu er algert og bændur því tilneyddir að urða hræ heima á bæjunum, sem er ólöglegt,“ segir í bókuninni. Þyrftum annars að aka þessu suður Ágúst segir að flestir slátur leyfis- hafar hafi leyst málið varðandi förgun dýrahræja með brennslu- ofnum sem félagið Nokk selur hér á landi. Einn slíkur er staðsettur á Sauðárkróki og þjónar þeim tilgangi að brenna áhættuvefjum (cat. 1) frá Kjötafurðastöð KS. „Við höfum góða reynslu af þessu en ef við hefðum ekki þennan ofn stæðum við frammi fyrir þeim kosti að safna þessu saman og keyra þetta suður til brennslu í Kölku,“ segir Ágúst. Ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum Í tilfelli sláturleyfishafa fellur starf- semi brennsluofna undir starfsleyfi afurðastöðvanna og er einungis ætlað fyrir úrgang sem fellur til frá viðkomandi afurðastöð. Þeim er því ekki heimilt að taka á móti úrgangi frá öðrum til brennslu. Hægt er að fá ofnana í ýmsum stærðum og gerðum eftir því sem hentar. Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur bent á að núverandi lög og reglur sem í gildi eru hér á landi um förgun dýrahræja gangi ekki upp þar sem ekki eru til úrræði til að fylgja þeim eftir, þ.e. það vantar brennsluofn/ofna til að brenna hræ af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er heima vegna sjúkdóma og sláturúrgang sem til fellur við heima- slátrun. Þá er söfnun hræja og förgun bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd m.a. vegna varnarlína. /MÞÞ Brennsluofn við KS á Sauðárkróki. Mynd / KS Sektin er til komin af því að Mjólkursamsalan seldi keppinautum sínum hjámjólk á hærra verði en til tengdra aðila og dótturfélaga. Hyprosan augndropar innihalda hypromellósa og eru ætlaðir til meðferðar við augnþurrki, þ.m.t. glæru- og tárusiggi (keratoconjunctivitis sicca), hjá fullorðnum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir, sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. September 2019. Hyprosan augndropar – við augnþurrki • Án rotvarnarefna • Hægt að nota með augnlinsum • Fæst án lyfseðils í apótekum ERTU MEÐ AUGNÞURRK? SAN190906
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.