Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 45 Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is MEIRA FÓÐUR, LYSTUGRA FÓÐUR Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.isLYSTUGT FÓÐUR, ÖRUGGT FÓÐUR Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.isÞURRT EN ÖRUGGT FÓÐUR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 PICHON HAUGHRÆRUR Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sjá að hlutfall þeirra sem ekki héldu lækkar (var 15,4% árið 2018). Hér er kannski mest um vert að horfa á frjósemis­ töluna, því lömb sem vanin eru undir eldri ær eru ekki talin til nytja hjá veturgömlu ánum. Mestri frjósemi skil­ uðu veturgömlu ærnar á Bergsstöðum í Miðfirði, 1,67 lambi eftir ánna. Næst kemur Úthlíð í Skaftártungu með 1,66 lamb. Á Kiðafelli í Kjós voru afgerandi mestar afurðir eftir veturgömlu ærnar eða 29,2 kg. Niðurstöður fyrir flokkun sláturlamba Í skýrslum fjárræktar­ félaganna fyrir fram­ leiðsluárið 2019 eru upplýsingar um 491.690 sláturlömb á 1.650 búum. Meðalfallþunginn var 16,6 kg, einkunn fyrir holdfyllingu 9,11 og einkunn fyrir fitu 6,29. Þetta reynist nánast sami fallþungi og árið 2018, holdfyllingin er aðeins betri (var 9,05) og fitueinkunnin er örlítið lægri (var 6,37). Mikið hefur áunnist á síðustu áratugum í því að bæta gerð lambanna. Framfarirnar voru eðlilega hraðastar til að byrja með þegar sóknarfærið var mikið, en stökkin upp á við verða minni eftir því sem menn ná lengra. Um fjórðungur skýrsluhaldara hefur náð því marki sem sett hefur verið fram fyrir fjárstofninn í ræktunarmark­ miðum. Þar er miðað við að ná öllum lömbum í R eða hærri holdfyllinga­ flokk og þar af 60% í U og E. Það bú sem nær 40% lamba í R og 60% í U fær 9,8 í gerðareinkunn. Ef horft er til búa með upplýsingar um 100 slát­ urlömb eða fleiri, þá eru það 22,7% sem ná þessari einkunn. Fitan er eiginleiki sem er bestur á ákveðnu bili. Til þessa hefur mark­ miðið verið að sem stærstur hluti framleiðslunar fari í fituflokka 2 og 3. Bú sem fær helming fram­ leiðslunar í hvorn flokk fengi fitu­ einkunn upp á 6,5 sem er ögn hærra en landsmeðaltalið. Mynd 3 sýnir flokkun sláturlamba eftir sýslum og er raðað upp eftir holdfyllingar­ einkunn. Þyngstu lömbin voru í Strandasýslu og Eyjafirði, 17,6 kg að meðaltali. Best gerðu lömbin voru á Ströndum (holdfyllingar­ einkunn 9,72) en Eyjafjörður og S­Þingeyjarsýsla koma þar skammt á eftir. Þingeysku lömbin eru þó léttari sem gefur til kynna að þar sé góð eðlisgerð í fénu í þeim skilningi að þungi lambanna þarf ekki að vera mikill til að góð holdfylling náist. Bú með besta holdfyllingu lamba Miðað við 100 sláturlömb eða fleiri eru það 40 bú sem ná þeim frábæra árangri að holdfyllingar­ einkunn slátur­ lambanna sé 11 eða hærri og eru þessi bú listuð upp í töflu 3. Þetta er talsverð fjölgun búa á milli ára í þessum ágæta félagsskap en árið 2018 náði 31 bú þessum ár­ angri. Hæst gerðar­ mat var hjá Kjart­ ani Sveinssyni í Bræðratungu í Biskupstungum með eink unnina 12,03. Næst í röðinni koma lömbin hans Ólafs Sindrasonar á Grófargili í Skaga­ firði en gerðar­ einkunn þeirra var 12,02. Þriðji í röðinni er svo Dag­ bjartur Bogi Ingimundarson, Brekku í Öxarfirði en sláturlambahópur hans hlaut 11,97 í gerðareinkunn. Vaxtarhraði og aldur Vaxtarhraði er verðmætur eiginleiki. Líkt og flestir aðrir eiginleikar sem við vinnum með í ræktunarstarf­ inu er þetta samspil erfða og um­ hverfis. Meðferðin og landgæðin spila hér vissulega stórt hlutverk, en í gegnum kynbætur reynum við að auka vaxtarhraðann með því að velja fyrir aukinni mjókurlagni hjá ánum og öflugum lambafeðrum. Meðal vaxtarhraði sláturlamba samkvæmt skýrsluhaldsniðurstöðum árið 2019 er 121 g/dag í reiknuðum fallþunga og meðalaldur lambanna er 138 dagar. Í töflu 4 er búum raðað upp eftir vaxtarhraða lambanna og birtast hér þau bú sem ná 150 g/ dag eða þar yfir. Sláturlömbin hjá Guðrúnu Marinósdóttur á Búrfelli í Svarfaðardal uxu hvað hraðast sé miðað við bú með 100 sláturlömb eða fleiri, en þau þyngdust um 165 g/dag. Þar á eftir koma þrjú bú með vaxtarhraða slátraðra lamba upp á 163 g/dag en það eru Gautsdalur í Reykhólasveit og Syðri­Brennihóll og Kristnes í Eyjafirði. Að lokum Hér hefur verið tæpt á helstu niður­ stöðum úr skýrsluhaldinu og birtir listar yfir bú sem skara fram úr fyrir ákveðna eiginleika. Ónefnd eru hér minni búin sem mörg hver skila glæsilegum niðurstöðum en vísað er í lista á veraldarvefnum þar sem þeim er gerð skil. Slíkir listar skapa viðmið og eru vonandi hvatning til bænda að gera betur. Talsverður breytileiki finnst í þessum gögnum og margir sem eiga mikil sóknarfæri í því að ná meiri og betri afurðum eftir ærnar. Mesta kúnstin er að ná öllum eiginleikum góðum. Bú sem standast ákveðnar lágmarkskröfur í nokkrum skilgreindum eiginleikum hafa á síðustu árum verið sett inn á lista yfir „úrvalsbú“. Þann lista og ítarlegri niðurstöður fyrir sauðfjár­ skýrsluhaldið síðustu árin má sjá inn á www.rml.is. Tafla 4. Bú sem hafa kjötmatsupplýsingar um 100 lömb eða fleiri, raðað eftir vaxtarhraða sláturlamba (fallþungi g/dag) Nafn Býli Fjöldi Fallþungi Gerð Fita Aldur Vaxtarhraði 1 Guðrún Marinósdóttir Búrfelli 148 19,3 10,88 6,44 118 165 2 Magnús Kristjánsson Gautsdal 313 19,2 9,99 7,32 118 163 3 Björn Björnsson Syðri-Brennihóli 117 22,7 11,64 9,75 140 163 4 Helgi og Beate Kristnesi 104 20,6 11,89 9,49 127 163 5 Aðalsteinn og Sigríður Auðnum 1 173 20,0 11,29 7,91 125 160 6 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafelli 379 20,5 10,94 7,43 131 159 7 Þormóður Heimisson Sauðadalsá 990 19,6 10,84 7,20 126 158 8 Atli Þór og Guðrún Kot 225 19,5 9,79 7,75 125 156 9 Sigfús Vilhjálmsson Brekku 121 19,1 9,09 7,60 123 155 10 Óskar Snæberg Gunnarsson Dæli 106 20,3 10,60 8,80 131 155 11 Marta og Magnús Stað 424 19,3 11,04 6,77 127 154 12 Haraldur og Hrafnhildur Innra-Ósi 295 19,2 10,65 7,42 125 154 13 Karl Kristjánsson Kambi 521 18,3 10,52 7,14 120 153 14 Ásvaldur og Helga Dóra Tröð 266 19,9 10,52 8,12 130 153 15 Haraldur Guðmundsson Stakkanesi 421 18,7 10,26 6,78 124 152 16 Jóhanna R Kristjánsdóttir Svansvík 398 19,3 9,790 7,42 127 152 17 Hákon og Þorbjörg Svertingsstöðum 2 176 20,4 10,97 8,04 137 151 18 Sauðá Vatnsnesi ehf. Sauðá 879 18,6 10,72 6,61 125 150 19 Björn og Badda Melum 1 651 18,7 10,75 6,48 124 150 20 Þorbjörg og Óskar Þorgrímsstöðum 531 17,3 9,72 6,07 117 150 21 Sverrir og Karen Gilhaga 370 18,2 9,590 6,79 124 150 22 Þórarinn og Þórdís Ytri-Hofdölum 242 20,9 10,55 7,90 140 150 23 Jón Gústafsson Rauðafelli 111 20,4 10,08 8,59 136 150 24 Sigurgeir F Þorsteinsson Varmaland 103 20,3 10,91 8,01 136 150 Samkaup skora á ráðherra að auka grænmetisræktun á Íslandi Samkaup hefur skorað á Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka grænmetisræktun á Íslandi. Það var gert með bréfi til ráðherrans sunnudaginn 19. mars. Þar kemur fram að veigamikil rök séu fyrir því að grípa þurfi til aðgerða til að styrkja undirstöður fæðuöryggis landsmanna. Í bréfinu er hvatt til þess að ýtt verði undir innlenda grænmetisfram­ leiðslu með opinberum ráðstöfunum vegna þess að framleiðsla á heims­ vísu kunni að dragast saman vegna þess að framleiðendur ytra eigi erfitt með að starfrækja fyrirtæki sín á fullum afköstum. Áhrifa sé þegar farið að gæta og verðhækkanir séu í kortunum. Mestu skipti að hægt verði að tryggja aukna framleiðslu innanlands. Með markvissum aðgerðum til stuðnings grænmetisbændum væri hægt að stórauka framboð íslenskrar grænmetisframleiðslu. Framleiðsluhvetjandi aðgerðir „Stjórnvöld geta hvatt til þess að innlend grænmetisframleiðsla verði aukin og fylgt því eftir með hagrænum hvötum og stuðnings­ aðgerðum. Þær einstöku aðstæður sem við er að glíma um þessar mundir kalla á að gripið sé til fram­ leiðsluhvetjandi aðgerða eins og til að mynda niðurgreiðslna á raforku­ verði til grænmetisbænda, aukinna beingreiðslna eða sölutryggingar af einhverju tagi. Samkaup beina því til ráðherra að stjórnvöld og aðrir opinberir aðilar geri sitt til þess að innlendir framleiðendur geti sem best annað spurn eftir grænmeti á Íslandi,“ segir í bréfinu. Gunnar Egill Sigurðsson, fram­ kvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að ekki hafi borist nein viðbrögð frá ráðherra, önnur en þau að hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundi sama dag og bréfið var sent. Samkaup reka 61 verslun á landinu, frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana; meðal annars Nettó, Krambúðina, Háskólabúðina, Iceland og Samkaup strax. /smh Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam- kaupa. Samkaup beina því til ráðherra að stjórnvöld og aðrir opinberir aðilar geri sitt til þess að innlendr framleiðendur geti sem best annað spurn eftir grænmeti á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.