Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202048 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Á Ásólfsstöðum hefur sama ætt búið síðan 1846. Fram til ársins 1962 var þar hefðbundinn sauðfjár- og kúabú- skapur og hótel um nokkurra ára- tuga skeið, en eftir að Skógræktin keypti hluta jarðarinnar, og restinni var skipt upp í tvö lögbýli, er sauð- fjárbúskap hætt. Síðan hefur hver kynslóð reynt sig við ýmiss konar búskap, allt eftir tíðaranda og áhuga hverju sinni. Býli: Ásólfsstaðir 1. Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúp- verjahreppur. Ábúendur: Jóhannes Hlynur Sigurðsson, Marie Louise Fogh Schougaard. Sigurður Páll Ásólfsson, faðir Jóhannesar, býr í gamla bænum sem byggður var sem hótel á sínum tíma. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Jóhannes og Marie eiga þrjú börn; þau Jónas Ásólf, 20 ára, Önnu Birtu, 17 ára og Ástríði Sólveigu, 10 ára. Tvö gæludýr; hundurinn Bassi og fjósakötturinn Ólafur. Stærð jarðar? Um 100 hektarar. Gerð bús? Holdanautgripir og hross og ferðaþjónusta á sumrin. Fjöldi búfjár og tegundir? 20 holdakýr og þar af leiðandi um 60 nautgipir á fóðrum og 12 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er farið á fætur um 06.30, yngsta barninu komið í skólabíl, húsfreyjan ekur til sinnar vinnu og bóndinn gefur skepnunum áður en hann fer sjálfur til vinnu. Eldri börnin eru að heiman við nám í miðri viku. Þegar vinnu- skyldunni lýkur um fimm leytið er farið í gegningar og útreiðar ef veður leyfir. Yfir sumartímann lengjast dagarnir til muna, en þá þarf að þrífa gestahús, þvo og ganga frá þvotti og sjá um tjaldssvæðið í Þjórsárdal með öllu því sem tilheyrir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bóndanum og bónda- syninum finnst heyskapur á góðviðr- isdögum skemmtilegastur, en hús- freyjunni, dætrunum og tengdaföður húsfreyjunnar þykir hestamennskan taka öðru fram. Leiðinlegast er að missa skepnur úr slysum eða veik- indum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sennilega með svipuðu sniði, von- andi með meiri afurðir og enn betri hross. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Íslenskar búvörur fram- leiddar í ómengaðri náttúru ættu að höfða til margra í þéttbýlli og mengaðri veröld. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kvígurnar ásamt þarfanauti fældust flugelda eitt gamlárskvöld og týndust útí skógi. Páskalamb og fiskur á pönnu Það er mikil hefð fyrir páska- lambinu og ætti fólk ekki að vera feimið að grafa út grillið úr geymslunni og fá forsmekkinn af vorinu og bjartari tíma sem eru fram undan. Hér er líka fiskupp- skrift, með þorski eða ýsu, sem er hægt að elda á auðveldan hátt með grænmeti og setja allt á eina pönnu til að spara uppvaskið. Steikt lambafile með brúnuðu kryddsmjöri, mjúkri kartöflumús Fyrir 4 › 800 g lambafile › 4 greinar timjan › 4 stk. hvítlauksgeirar › 3 stilkar rósmarín Hitið pönnu rjúkandi heita. Bætið olíunni út á og steikið kjötið. Bætið við timjan. Setjið inn í ofn og bakið við 100 gráður þar til kjarnhiti nær 58 gráð- um. Brúnað kryddsmjör › 4 msk. smjör › 3 msk.ólífuolía › 3 msk. maldon salt › 2 msk. svartur pipar heill › 400 g smjör › 1 stk. chili › ½ búnt graslaukur › ½ búnt steinselja › 2 msk. ferskt engifer › 4 stk. hvítlauksgeirar › 2 msk. sérríedik › 2 msk. sojasósa Setjið smjörið í pott og látið á hell- una við miðlungsháan hita. Þegar smjörið fer að freyða, hrærið þá með písk og takið af hellunni, smjörið ætti þá að gefa frá sér hnetukeim og vera ljósbrúnt að lit. Skerið niður chilið, graslaukinn, steinseljuna, engiferið og hvítlaukinn í smá bita. Blandið við smjörið og bragðbætið með sojasósunni og sérríedikinu, sjáv- arsalti og svörtum pipar úr kvörn. Heilsteikt lambalæri og villisveppasósa › 1 lambalæri › 7 hvítlauksgeirar › 1/4 búnt timjan Leggið lærið í marineringu í 1 dl ólífuolíu ½ búnt timjan, ½ búnt rós- marín og hvítlauk, kraminn undir hnífsoddi. Látið marinerast yfir nótt í kæli- skáp. Stráið yfir lærið salti 10 mín- útum fyrir ofnbökun þannig að allir hlutar lærisins fá hóflega áferð af salti. Setjið lærið inn í 180 gráðu heitan ofn í 10–15 mín. og bætið svo vatni í ofnskúffuna til að fá kraft í sósuna. Lækkið niður í 110 gráður til að kjötið fái væga ofnbökun í 45–60 mínútur. Setjið kjötið undir grillið í 5 mínútur og látið svo kjötið jafna sig í 10 mínútur við stofuhita fyrir skurð. Miðlungs steik er 60 gráður í kjarnhita eftir að kjötið hefur hvílt. Villisveppasósa › 100 g blandaðir villisveppir › ½ dl vín að eigin vali › ½ l rjómi › 50 g smjör Steikið sveppina í 50 g af smjöri, kryddið með salti og pipar. Bætið víni yfir og sjóðið í 1 mín. Sigtið þá lambasoðið af lærinu yfir og bætið rjómanum yfir. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til sósan nær hæfilegri þykkt. Einnig er hægt að þykkja með maizena ef sósan er of þunn. Koníaks- og grænpiparsósa › 2 skallotlaukar › 150 g sveppir niðursneiddir › 2 msk. grænpipar í legi › 250 g koníak (eða brandí) › 1 peli rjómi › 1 msk. nautakraftur › 2 msk. steinselja, fínt söxuð › maizena › 200 ml vatn Svitið laukinn ásamt sveppunum í potti, bætið grænpipar út í og því næst koníakinu. Leyft að sjóða þar til vökvinn hefur minnkað um helming. Þá er vatni, nautakrafti og rjóma bætt út í. Leyft að sjóða í 5 mínútur og þykkt eftir smekk með maizena og smakkað til með salti og pipar. Að síðustu er steinseljunni stráð yfir. Hrátt grænmeti og fiskur á pönnu › 1 kg ýsa eða þorskur, skorin í hæfilega bita › 1 laukur › 4 gulrætur › ½ blómkálshaus › 1 brokkolíhaus › 1 stk. sítróna › 100 ml ólífuolía › Salt og svartur pipar Raðið fiskstykkjunum í smurt eldfast mót eða pönnu og kryddið. Léttsteikið niðurskorið græn- metið og dreifið því yfir fiskinn. Blandið saman sítrónusafa og -berki ásamt ólífuolíunni, hellið svo yfir fisk og grænmeti og bakið við 180 gráður í 10 mínútur. Gott með salati. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Ásólfsstaðir 1 Gamli bærinn þar sem Sigurður býr.Hestamennskan er í uppáhaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.