Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202044 Í þessum pistli verður farið yfir helstu niðurstöður úr afurða­ skýrsluhaldi sauðfjár ræktar innar fyrir framleiðsluárið 2019. Í heildina er útkoman góð og niður stöður keimlíkar því sem árið 2018 skilaði. Fleiri bú ná mjög góðum árangri og fjölgar búum á topplistunum. Afurðir eftir hverja kind Uppgjör fyrir framleiðsluárið 2019 byggir á 329.619 ám, tveggja vetra og eldri og eru skýrsluhaldarar um 1.680 talsins. Þetta er fækkun um 19.685 fullorðnar ær miðað við upp- gjörið fyrir árið 2018. Fjöldinn nú er því svipaður og hann var fyrir 10 árum síðan en árið 2009 voru skýr- slufærðar ær 323.169. Flestar ær eru á skýrslum í Skagafirði (30.012), Austur-Húnavatnssýslu (29.702) og Norður-Múlasýslu (27.062). Meðalafurðir eftir hverja á voru 27,8 kg sem er nánast sama niður- staða og fyrir árið 2018 en þá skilaði hver ær 27,7 kg. Undanfarin 10 ár hafa afurðir verið fremur góðar og heildarniðurstaðan aðeins einu sinni farið undir 27 kg. Ef horft er á 10 ára tímabil þar á undan (2000 til 2009) þá voru kg eftir hverja á aðeins einu sinni yfir 27 kg. Mestu afurðir sem náðst hafa voru árið 2016 þegar kg eftir hverja fullorðna á voru 28,2 kg. Þá var árferði einstaklega hagfellt og fallþungi dilka meiri en nokkru sinni. Niðurstöður eftir svæðum Afurðir eru gerðar upp í 130 fjár- ræktarfélögum. Stærsta félagið er fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps í Austur-Húnavatnssýslu en í því öfl- uga félagi eru 42 skýrsluhaldarar og fullorðnar ær 12.206. Næststærsta félagið er sf. Tindur í Strandasýslu með 7.738 ær og 30 félaga. Ef niðurstöður eru skoðaðar eftir sýslum þá eru það Vestur- Húnvetningar sem ná mestum afurð- um eftir sínar ær. Þar skilaði meðal- búið 30,6 kg eftir hverja á. Á þessu svæði eru mörg bú sem ná miklum vænleika samhliða afar góðri frjó- semi. Næst kemur Strandasýsla með 30,02 kg eftir hverja á. Keppnin hefur gjarnan staðið milli þessara tveggja héraða um mestar afurð- ir og Strandamenn oftar en ekki staðið efstir yfir landið en gefa nú toppsætið eftir til nágranna sinna. Almennt jukust afurðir milli ára á Suður- og Vesturlandi en döluðu á Norður- og Austurlandi og eru það væntanlega sveiflur í árferði sem þar ráða mestu um. Á mynd 1 er yfirlit yfir afurðir eftir sýslum og samanburður milli ára. Gýgjarhólskot áfram á toppnum Þegar skoðaðar eru niðurstöður fyrir þau bú sem hafa 100 ær eða fleiri á skýrslum, þá eru það 1.027 bú sem falla í þann hóp. Efstu búin á lista yfir kg kjöts eftir hverja á sýna hvað hægt er að ná gríðarlegum afurðum eftir ærnar þar sem frjósemi er góð, mikil vaxtargeta fyrir hendi hjá lömbunum og aðstæður með þeim hætti að sú vaxtargeta er nýtt. Þetta árið eru það 4 bú sem ná meira en 40 kg eftir hverja á. Efst stendur Gýgjarhólskot í Biskupstungum með 44,2 kg. Þetta bú var einnig efst yfir landið á síðasta ári með nánast sömu útkomu. Efri-Fitjar í Fitjárdal kemur síðan næst með 41,9 kg eftir ána. Efri-Fitjar voru einnig í öðru sæti á listanum í fyrra en afurðirnar hafa þó aukist milli ára. Þá koma Kiðafell í Kjós og Bergsstaðir í Miðfirði, bæði með yfir 40 kg eftir ánna. Í töflu 1 gefur að líta lista yfir þau bú sem ná 36 kg eða meira eftir hverja á. Frjósemi og lömb til nytja Afurðir eftir hverja á byggja á fjölda lamba til nytja og fallþunga lambanna. Þetta er því ekki algildur mælikvarði á útkomu saufjárbúa þar sem mismunandi fram- leiðslukerfi henta fyrir mis munandi bú. Sumir sjá hag sinn í því að koma með lömbin snemma til slátr unar en aðrir leggja áherslu á að bata lömbin lengur og nýta vaxtargetu þeirra að fullu. Í þessu sambandi er mikil vægt að allir leggi áherslu á að fram leiða góða vöru en lömbin mega hvorki vera of hold- lítil né of feit. Eitt mikilvæg- asta atriði m.t.t. afkomu sauðfjár- búa, er að ná sem flestum lömbum til nytja. Frumskilyrði er að ærnar séu frjósamar en síðan eru ýmsir þætt- ir sem hafa áhrif á lifun lambanna. Meðalfrjósemi árið 2019 var 1,83 lömb eftir ánna. Frjósemin hefur heldur potast upp á síðustu árum þó landsmeðaltalið hreyfist hægt. Meðaltalið frá árinu 2000 hefur sveiflast frá 1,80 til 1,84 lömb. Þess ber þó að halda til haga að mörg bú hafa náð þarna frábærum árangri og eru með frjósemi í kringum 2 lömb eftir ánna en það er jú ræktunartak- markið. Hinsvegar eru búin miklu fleiri sem eiga mikil sóknarfæri í því að bæta frjósemina og hér þyrfti að nást aukinn árangur á næstu árum. Nokkur munur er á milli landsvæða í frjósemi, líkt og sést á 2. mynd. Frjósemi er að jafnaði best í Suður- Þingeyjarsýslu. Þar fæddist 1,91 lamb eftir fullorðna á vorið 2019. Þá er frjósemin mjög góð í Vestur- Húnavatnssýlsu, Eyjafirði og Norður- Þingeyjarsýslu. Í Ísafjarðarsýslum, Austur-Skaftafellssýslu, Mýrar sýslu og Rangár vallasýslu er hinsvegar víða tækifæri í að bæta frjósemina og fjölga lömbum til nytja. Til nytja eru að jafn- aði 1,65 lamb eftir ána og stendur sú tala í stað á milli ára. Á 2. mynd má sjá að nytja hlutfallið er mjög breyti legt milli svæða og ekki í fullu samhengi við frjó- semina sökum þess að afföll eru ekki hlutfalls- lega þau sömu í öllum héruðum. Í töflu 2 er listi yfir bú sem ná þeim frábæra árangri að eiga 1,90 eða fleiri lömb til nytja eftir ærnar sínar. Þarna trónir Efri-Fitja búið á toppnum með 2,08 lömb til nytja. Veturgömlu ærnar Veturgamlar ær eru 64.242 á skýrslum árið 2019. Meðal frjósemi þeirra er 0,92 lömb. Geldar ær voru 8.783 og síðan eru 8.806 sem ekki er haldið. Það eru því 13,7 % gemling- anna sem hleypt var til sem ekki hafa haldið. Frjósemin er svipuð á milli ára (var 0,93 árið 2018) en ánægulegt að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2019 1,50 1,55 1,60 1,65 1,70 1,75 1,80 1,85 1,90 1,95 Fædd lömb Lömb til nytja 2. mynd. Frjósemi og lömb til nytja eftir sýslum 24,0 25,0 26,0 27,0 28,0 29,0 30,0 31,0 kg p r. á árið 2018 árið 2019 1. Mynd. Afurðir eftir hverja fullorðna á eftir sýslum árin 2018 og 2019 15,0 15,5 16,0 16,5 17,0 17,5 18,0 5,00 5,50 6,00 6,50 7,00 7,50 8,00 8,50 9,00 9,50 10,00 Kg Ei nk un n Gerð Fita Fallþungi 3. Mynd. Meðaltöl fyrir fallþunga, gerðar- og fitueinkunn sláturlamba eftir sýslum Tafla 1. Bú með 100 ær eða fleiri á skýrslum, raðað eftir afurðum eftir hverja á Nafn Býli Fjöldi áa Kíló eftir kind Frjósemi fædd lömb Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 294 44,2 2,11 Gunnar og Gréta Efri-Fitjar 717 41,9 2,19 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafell 210 41,5 2,21 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstaðir 402 40,3 2,13 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá 473 38,7 2,09 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 339 38,1 2,09 Inga Ragnheiður Magnúsdóttir Svínafell 3 317 38,1 1,99 Kjartan Sveinsson Bræðratunga 254 38,0 1,81 Ólafur Magnússon Sveinsstaðir 617 37,8 2,09 Smári Valsson Torfastaðir 120 37,8 1,96 Félagsbúið Lundur Lundur 486 37,7 1,99 Jón og Hrefna Hóll 185 37,6 1,98 Guðrún og Sigurbjörn Leirulækur 168 37,3 2,13 Atli Þór og Guðrún Kot 122 37,3 1,95 Þormóður Heimisson Syðri-Sauðadalsá 570 37,2 2,03 Böðvar Sigvaldi og Ólöf Mýrar 2 567 37,1 2,03 Björn og Badda Melar 1 381 36,7 2,00 Ólafur Stefánsson Hrepphólar 282 36,6 1,94 Hákon og Þorbjörg Svertingsstaðir 2 115 36,6 1,88 Þorsteinn og Katrín Jökulsá 259 36,5 1,95 Fjölnir Torfason Breiðabólsst 4 - Hali 143 36,5 2,07 Ása Berglind Böðvarsdóttir Mýrar 285 36,4 2,02 Karl Guðmundsson Mýrar 3 163 36,4 2,04 Þórarinn og Þórdís Ytri-Hofdalir 154 36,2 1,82 Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvellir 108 36,2 2,08 Haukur Þórhallsson Kambsstaðir 218 36,1 1,92 Sauðá Vatnsnesi ehf. Sauðá 522 36,0 2,04 Fremri-Gufudalur sf Gufudalur-Fremri 454 36,0 2,04 Árni og Guðrún Ytri-Villingadalur 119 36,0 1,96 Tafla 2. Bú með 100 ær eða fleiri á skýrslum, raðað eftir lömbum til nytja eftir hverja á Nafn Býli Fjöldi áa Frjósemi fædd lömb Lömb til nytja Gunnar og Gréta Efri-Fitjar 717 2,19 2,08 Aðall ehf Klaustursel 513 2,18 2,00 Fjölnir Torfason Breiðabólsst 4 - Hali 143 2,07 2,00 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstaðir 402 2,13 1,99 Félagsbúið Stóra-Mörk 3 224 2,01 1,98 Halli og Ditta Garður 1 432 2,08 1,96 Gunnar og Matthildur Þóroddsstaðir 361 2,11 1,96 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 294 2,11 1,96 Birgir Valdimar Hauksson Grímsstaðir 3 162 2,11 1,96 Pólarhestar ehf Grýtubakki 2 230 2,18 1,95 Guðlaugur Axel Ásólfsson Litli-Árskógur 200 2,03 1,95 Æðarvarp ehf Illugastaðir 111 2,05 1,95 Eysteinn og Aldís Laufhóll 128 1,95 1,94 Viðar og Sigríður Kaldbakur 181 2,09 1,93 Egill A Freysteinsson Vagnbrekka 119 2,06 1,93 Björn og Badda Melar 1 381 2,00 1,92 Kjartan og Sigrún Teigasel 1 366 2,02 1,92 Ólafur og Friðrika Bjarnastaðir 285 2,04 1,92 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafell 210 2,21 1,92 Linda Björk Kjartansdóttir Teigasel 2 410 1,97 1,91 Félagsbúið Baldursheimur 1 272 2,05 1,91 Ásgeir Arngrímsson Brekkubær 230 2,07 1,91 Jón Benediktsson Auðnir 227 2,01 1,91 Sauðá Vatnsnesi ehf. Sauðá 522 2,04 1,90 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá 473 2,09 1,90 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 339 2,09 1,90 Eiríkur og Matthildur Arnheiðarstaðir 330 1,98 1,90 Stefán Lárus Karlsson Ytri-Bægisá 2 296 2,02 1,90 Þorbjörg og Óskar Þorgrímsstaðir 286 2,02 1,90 Bergljót Þorsteinsdóttir Halldórsstaðir 2 254 2,02 1,90 Jóhann Frímann Þórhallsson Brekkugerði 250 2,02 1,90 Tafla 3. Bú sem hafa kjötmatsupplýsingar um 100 lömb eða fleiri, raðað eftir einkunn fyrir holdfyllingu Nafn Býli Fjöldi Fallþungi Gerð Fita Aldur Vaxtarhraði 1 Kjartan Sveinsson Bræðratungu 390 22,1 12,05 7,85 165 135 2 Ólafur Sindrason Grófargili 129 22,5 12,02 8,57 171 134 3 Dagbjartur Bogi Ingimundarson Brekku 634 18,3 11,97 7,42 142 129 4 Jón og Erna Broddanesi 1 280 18,5 11,96 7,35 138 134 5 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskoti 526 22,2 11,89 7,29 165 134 6 Helgi og Beate Kristnesi 104 20,6 11,89 9,49 127 163 7 Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum 188 19,2 11,88 8,45 138 142 8 Ásvaldur og Laufey Stóru-Tjörnum 168 19,9 11,79 8,30 140 143 9 Ágúst Ingi Ketilsson Brúnastöðum 176 19,4 11,73 6,99 154 127 10 Björn og Inga Björk 2 279 19,7 11,68 7,64 151 130 11 Ólafur og Dagbjört Urriðaá 890 19,7 11,67 7,57 147 135 12 Björn Björnsson Syðri-Brennihóli 117 22,7 11,64 9,75 140 163 13 Jón og Hrefna Hóli 308 20,1 11,61 7,62 142 143 14 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstöðum 826 19,8 11,56 7,27 134 149 15 Rebbi ehf Dalsmynni 108 20,0 11,56 7,78 146 137 16 Jökull Helgason Ósabakka 2 275 19,5 11,38 7,11 161 122 17 Gunnar og Gréta Efri-Fitjum 1469 19,3 11,37 6,47 139 142 18 Bjarni Eyjólfsson Hvoli 477 18,2 11,31 7,54 149 124 19 Aðalsteinn og Sigríður Auðnum 1 173 20,0 11,29 7,91 125 160 20 Árni Sigurður Þórarinsson Hofi 184 19,3 11,28 7,27 137 141 21 Eyþór Pétursson Baldursheimi 3 282 15,8 11,27 5,93 136 117 22 Böðvar Sigvaldi og Ólöf Mýrum 2 977 19,9 11,26 7,68 148 136 23 Þráinn Ómar Sigtryggsson Litlu-Reykjum 462 17,5 11,23 7,73 148 119 24 Kristbjörg María Bjarnadóttir Neðri-Rauðilækur 109 19,0 11,22 8,08 141 135 25 Gaularbúið ehf. Gaul 389 18,7 11,20 7,34 142 135 26 Haukur Þórhallsson Kambsstöðum 370 19,5 11,17 7,96 139 142 27 Karl Þór Björnsson Smáhömrum 423 18,3 11,16 7,11 143 129 28 Egill A Freysteinsson Vagnbrekku 233 17,1 11,15 6,89 127 136 29 Guðrún og Þórarinn Keldudal 132 18,7 11,09 6,92 138 135 30 Kristján og Linda Árgerði 319 18,7 11,06 7,36 139 137 31 Félagsbúið Brautartungu 149 17,0 11,06 6,10 144 119 32 Eyjólfur Gíslason Hofsstöðum 190 19,3 11,05 7,02 147 132 33 Marta og Magnús Stað 424 19,3 11,04 6,77 127 154 34 Smári Valsson Torfastöðum 1 200 20,1 11,03 8,25 144 141 35 Félagsbúið Ártúni Ártúni 117 20,3 11,03 7,63 177 114 36 Þórður og Simmi Möðruvellir 2, Hörg 486 19,1 11,02 7,61 150 127 37 Davíð Jónsson Kjarna 349 16,9 11,02 6,13 146 116 38 Sigurgeir Jónsson Árteigi 189 17,0 11,02 6,82 136 127 39 Birgir Þórðarson Ríp 1 678 17,6 11,01 7,36 157 113 40 Sigga Björk og Jói Fit 1 151 19,8 11,00 7,64 162 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.