Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202030 LÍF&STARF Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar er komin með vörulínu þar sem hráefnið er „íslenskt tweed“, ullarvefnaður sem unn- inn er úr ull af íslensku sauðfé. Í vörulínunni eru fimm tegundir jakkafata, auk vesta, og fimm sixpensarar. Íslenskur ullarvefnaður gekk ætíð undir heitinu „vaðmál“ og var í margar aldir aðalhráefnið til heimil- isiðnaðar og fatagerðar, auk þess að vera mikilvæg útflutningsvara. Nú hefur þessi hefð verið endurvakin hjá Kormáki & Skildi, en tæp 50 ár eru liðin frá því að hún lagðist af. Að sögn Gunnars Hilmars sonar, yfirhönnuðar hjá framleiðslu deild Kormáks & Skjaldar og umsjónar- manns vaðmáls framleiðsl unnar, er ullin í vörulínunni í grunnlitunum fjórum; mórauður, hvítur, grár og svartur. „Úr þessum fjórum litum hönn- um við úrval mynstra og blönd- um samana litunum sem saman mynda heildstæða línu. Ullin kemur frá öllum landshornum Íslands, ullarbandið er spunnið af Ístex í Mosfellsbæ og svo er „tweedið“ ofið í einni bestu myllum í Evrópu, Seidra í Austurríki. Draumurinn er að geta gert allt ferlið eingöngu hér- lendis en til þess vantar enn tæki og þekkingu sem hefur með tímanum tapast að hluta,“ segir Gunnar. Hann segir að sixpensarar úr ull af forystufé komi í haust og ef til vill verði tilraunir gerðar með að klæða vasapela slíkri ull. Snúa við neikvæðri þróun „Sú var tíðin að íslenskt tweed- efni var framleitt hérlendis. Öll stig framleiðslunnar voru unnin hér. Allt frá því að bóndinn afhenti hráa ullina, ullin var hreinsuð og þvegin, kembd og spunnið úr henni ullarband. Bandið var svo ofið í tweed-efni sem var notað í fatnað, teppi, áklæði og margs konar aðra hluti. Gamla Álafossúlpan er gott dæmi um fatnað sem nýtti íslenskt tweed. Sumar aðferðir við vinnslu textíl- efna hafa þó viðhaldist betur hér á landi en aðrar. Prjón og hekl eru aðal vinnsluaðferðir okkar. Vefnaðurinn er talinn gera textílefnið sterkara en við erum ekki að framleiða ofin textílefni lengur og hefur vefnaður úr íslensku ullinni horfið að mestu leyti. Sá tækjakostur og þekking sem var til hérlendis er því miður horfin og því enginn iðnaðarvefnaður til staðar lengur. Textílframleiðslan á ullinni er því frekar einhæf hér á landi. Við hjá Kormáki og Skildi höfum haft það markmið að snúa þróun- inni við þegar kemur að vefnaði úr íslenskri ull. Okkar sýn er að iðnað- arvefnaður úr íslenskri ull komist aftur á laggirnar hér á landi. Því höfum við hafið þessa framleiðslu, bæði fyrir innlendan markað og erlendan,“ segir Gunnar. Tweed-bólstruð húsgögn „Þessi þróun okkar hefur vakið athygli eiganda húsgagna verslunar- innar Epal, sem frábæran kost sem áklæði fyrir innlenda sem og er- lenda húsgagnaframleiðendur. Efnið hefur staðist allar gæðaprófanir og er leitast við að varan sé í senn náttúruvæn og með sömu gæði og samkeppnisaðilar erlendis bjóða upp á. Markmið Epal var að kynna hús- gögn frá þeim sem bólstruð eru með íslensku tweedi á Hönnunarmars, sem valkost í húsgagnaframleiðslu,“ segir Gunnar að lokum. /smh Skjöldur Sigurjónsson í íslenskum „tweed“-jakkafötum sem heita Kjartansson. Kormákur Geirharðsson í jakkaföt- um sem heita Þráinsson og með sixpensarann Móra. Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður hjá framleiðslu deild Kormáks & Skjaldar. NÝR VALKOSTUR - SMÁHÝSI ÚR STÁLGRIND 5 X 8 M - ÓEINANGRAÐ SMÁHÝSI - 1.400.000 KR. M/VSK. 5 X 8 M - EINANGRAÐ SMÁHÝSI - 1.800.000 KR. M/VSK. Smáhýsi úr Z - stálgrind. Fæst með tvenns konar klæðningum. Stærð grunngerðar er 5 x 8 m / 40 m². Vegghæð 2,8 m. Stærð á hurðargati 3 x 2,5 m. EINFÖLD HÚS - AUÐVELD UPPSETNING GRÓÐURHÚS Tryggðu þér gróðurhús fyrir sumarið! SMÁHÝSI - 40 M² - 100 M² TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is Margar gerðir gróðurhúsa - fást í ál lit, svörtu og grænu. 4 mm hert gler eða 10 mm ylplast Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins (RML) hefur gefið út grunna að viðbragðsáætlunum fyrir helstu gerðir búrekstrar, vegna aðsteðjandi ógnar af COVID-19. Aðallega eru áætlanirnar hugs- aðar fyrir einyrkja, en geta nýst stærri búum þar sem slíkar áætl- anir eru ekki til staðar. RML hefur útbúið grunna að slíkum áætlunum fyrir kúabú, sauðfjárbú, hesthús, gróðurhús, loðdýrabú, alifuglabú og svínabú. Í tilkynningu vegna útgáfunnar kemur fram að nauðsynlegt sé fyrir bændur að hafa slíka viðbragðs- áætlun, sem taki til þátta sem mik- ilvægir séu til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda. „Gera þarf ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda. Þá skiptir við- bragsáætlun hvers bús höfuðmáli,“ segir í tilkynningunni sem fer hér á eftir. „Viðbragðsáætlunin er byggð upp með það að markmiði að auð- velda bændum greiningu á lykil- þáttum starfseminnar með snið- máti til að skrá mikilvæga þætti og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Áætlunin miðast einkum við bú sem rekin eru af einyrkjum þar sem aðrir eru lítið inni í daglegum störfum en getur einnig nýst stærri búum þar sem viðbragðsáætlanir eru ekki nú þegar til staðar.“ Mikilvægir staðir merktir inn „Helstu atriði viðbragsáætlunar taka m.a. til teikninga af gripa- húsum þar sem merktir eru inn mikilvægir staðir s.s. rafmagns tafla, vatnsinntök, gjafakerfi, dráttar- og vinnuvélar og hvernig rafstöð skal tengd og ræst, sé hún til staðar. Hnitmiðuð símaskrá bús- ins flýtir einnig viðbragði. Sniðmát viðbragðsáætlana er alls ekki tæm- andi og er ráðlagt að bæta við eins og þurfa þykir. Stutt og markviss leiðbeininga- myndbönd þar sem gengið er um búið og farið yfir mikilvæga þætti starfseminnar geta verið mjög gagnleg. Þau nýtast jafnframt til frekari útskýringa á tækjabúnaði eða öðrum lykilþáttum búsins. Myndböndin er svo hægt að senda til afleysingamanns í gegnum samskiptaforrit (Facebook) eða tölvupóst. Ráðunautar RML aðstoða við gerð viðbragðsáætlana, sé þess óskað. Símanúmer RML er 516- 5000 og tölvupóstfangið rml@ rml.is. Við bendum einnig á að hægt er að hafa samband í gegnum vefspjall á heimasíðu fyrirtækis- ins.“ Áætlanirnar eru aðgengilegar á vef RML, rml.is. /smh RML gefur út grunn að viðbragðsáætlunum vegna COVID-19: Nauðsynlegt að tryggja órofinn búrekstur – Gera þarf ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf Vörulína Kormáks & Skjaldar úr íslensku vaðmáli: Ætla að endurreisa iðnaðarvefnað úr íslenskri ull – Fimm jakkaföt og sixpensarar í boði í versluninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.