Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 39 Brynjúlfsmessa var sunnudaginn 23. febrúar sl. í Stóra-Núpskirkju í Hrunaprestakalli. Þar var minnst skáldsins, heimspekings- ins og fræðimannsins Brynjúlfs Jónssonar á Minna-Núpi sem fæddur var 26. september 1838 og dáinn 16. maí 1914 á Eyrarbakka og hvílir í kirkjugarðinum þar. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur minntist Brynjúlfs Jónssonar í stólræðu sinni að vönd- uðum og innihaldsríkum hætti. Þorbjörg Jóhannsdóttir organisti stjórnaði sameinuðum kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpskirkna. Sóknarnefndin bauð gest- um í veglegt messukaffi á eftir í Félagsheimilinu Árnesi. Þar söng kirkjukórinn nokkur lög sem hæfðu vel tilefninu. Bóndasonur, fæddur á Minna- Núpi árið 1838 Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson minntist Brynjúlfs Jónssonar í stól- ræðunni að Stóra-Núpi. Brynjúlfur var bóndasonur, fædd- ur á Minna-Núpi árið 1838 og þótti snemma bókhneigður, gáfaður og námsfús. Lítil efni í foreldrahúsum urðu þess valdandi að hann var ekki sendur til mennta. En á vertíðum sínum syðra, bæði í Reykjavík og suður með sjó, kynntist Brynjúlfur ýmsum mennta- og fróðleiksmönn- um sem áttu eftir að reynast honum vel. Má þar nefna Steingrím Thorsteinsson skáld, Jón Pétursson yfirdómara og Jón Árnason, bóka- vörð og þjóðsagnasafnara. Á þess- um tíma lærði Brynjúlfur dönsku, málfræði, landafræði og náttúru- sögu. Segja má að viss straumhvörf hafi orðið í lífi Brynjúlfs árið 1866 er hann féll af hestbaki og slasaðist á höfði og hálsi. Afleiðingarnar urðu þær að hann gat ekki lengur reynt á sig í líkamlegri vinnu án þess að verða ómögulegur af verkjum og dofa. Brynjúlfur var heilsuveill eftir þetta en lífið tók aðra stefnu. Um veikindin segir Brynjúlfur þetta í æviminningum sínum: ,,Þá er veikindi mín voru að byrja og lengi síðan áleit ég þau hina mestu ógæfu en svo hefir guðleg forsjón hagað til að þau urðu upphaf minna betri daga.“ Hann tók að sér barnakennslu víða um Suðurland á vetrum, heimsótti vini sína á sumrum. Brynjúlfur átti lögheimili alla tíð á Minna-Núpi en bjó síðustu æviárin á Eyrarbakka, þar sem hann kenndi og sinnti ritstörfum. Hann var sæmdur Dannebrogsorðu árið 1908 á sjö- tugsafmæli sínu. Brynjúlfur lést á Eyrarbakka árið 1914 og hvílir í kirkjugarðinum þar. Í kjölfar veikindanna þótti Brynjúlfi einsýnt að hann myndi ekki festa ráð sitt eins og hugur hans hafði áður staðið til. Enda allt eins víst að hann yrði skammlífur og ætti sennilega nóg með sig sjálfan. Í fyrrgreindum æviminningum segir hann samt: ,,Þó höfðu veikindin eigi svift mig ástarhæfileikum.“ Það átti eftir að sannast því með Guðrúnu Gísladóttur, ætt- aðri undan Eyjafjöllum, eignaðist Brynjúlfur soninn Dag sem ólst upp í Fljótshlíðinni og síðar á Skeiðunum. Dagur átti síðar eftir að minnast föður síns sem manns sem lét skoðanir sínar óhikað í ljós en, með hans orðum, ,,allt með hógværð og viðeigandi orðum, en rökfast og ákveðið. Fyrir þetta varð hann meiri áhrifamaður en ætla mætti af embættislausum manni. Góðleikur hans, samfara þekkingarauð og ljósri hugsun hreif alla sem kynntust honum.“ Hér er vel að orði komist. Á síðasta tug 19. aldar tók Brynjúlfur að ferðast um héruð á sumrin á vegum Hins íslenska fornleifafélags til fornleifarann- sókna og grafast fyrir um forngripi. Þeirra erinda fór hann vítt og breitt um Suðurland en einnig norður í land. Hann fór um afréttarlönd Árnesinga og ferðaðist einnig vest- ur á Snæfellsnes og í Dalina. Um þennan tíma segir hann sjálfur í æviminningum sínum: ,,Þetta frjálsa og þægilega líf bæði sumar og vetur hefur eigi einasta styrkt heilsu mína og gert mér æfina skemtilega; það hefir ennfremur gefið mér tækifæri til að fylgja betur eðli míns innra lífs en áður var kostur að stunda bókfræði og menntun yfir höfuð.“ Heilladrjúgt og merkilegt ævistarf Ævistarf Brynjúlfs á Minna-Núpi var heilladrjúgt og merkilegt til þess að hugsa að þeir hafi verið á bæjunum hlið við hlið þessir andans alþýðu- vinir og fræðimenn, sr. Valdimar og Brynjúlfur. Og vel til fundið var það hjá Ásgrími Jónssyni er hann dró upp mynd af þeim félögum í hópi áheyr- enda frelsarans í altarismyndinni fallegu í Stóra-Núpskirkju. Árið 1907 gerði Brynjúlfur afskaplega greinargóða samantekt á aðstæðum fyrr og nú í Gnúpverjahreppi sem birtist í Eimreiðinni. Þar ber hann saman ástand mála eins og það blasti við honum í uppvextinum við það þegar hann svo sjálfur var kominn á fullorðinsár. Drykkjuskapur æði almennur og sumir nokkuð uppivöðslusamir Fjallað er um efnahag, verslun, vegabætur, jarðabætur, bóklega menntun, heimilislíf og almennan hugsunarhátt. Í síðastnefnda kafl- anum segir m.a.: ,,Framkoma manna hér var að ýmsu leyti stórkarlalegri fyrrum en nú er. ... Hér var þá drykkju- skapur æði almennur; átti raunar undantekningar, og voru sumir nokkuð uppivöðslusamir við vín, og vildu gjarna, að aðrir hefðu beyg af sér. Bót var það í máli að það mátti heita föst regla, að drekka aldrei heima fyrir. Og varla voru dæmi til þess, þó í ferðum væri eða útreiðum að menn drykki svo frá sér vit, að þeir gættu eigi allra hagsmuna sinna. Þeir þóttust jafn- vel hafa meiri hag af viðskiftum við aðra drukknir en ódrukknir.“ Svona var þetta þá en nú var tíðin sumsé orðin önnur þarna í byrjun tuttugustu aldar. Um kirkjuræknina segir Brynjúlfur að hún hafi verið góð, messað hafi verið hvern helgan dag og sama fólkið sótt kirkju hvern helgidaginn eftir annan og varla komi það fyrir að nokkur komi drukkinn til kirkju. Nefnt er að kirkjulífið hafi um tíma legið í dvala en hafi síðan lyfst aftur í hæðir með komu sr. Valdimars Briem á Stóra-Núp. Síðan segir Brynjúlfur: ,,Menn hafa nú fremur hægt um sig og eru ólíku jafnari í framkomu sinni en fyrrum, þó ávalt verði munur á mönnum að einu og öðru. Gestrisni og góðvilji við þá er bágt áttu hefir eigi breyzt. En innbyrðis bróðernishugur hefur glæðst að góðum mun.“ Í þessum orðum alþýðu- og fræðimannsins á Minna-Núpi felst prýðilegt nesti fyrir okkur við föstuinngang, sumsé að stunda gestrisni og iðka góðvilja til þeirra sem bágt eiga og glæða bróðernishug. Heimildir: Brynjúlfur Jónsson: ,,Ævisaga mín“. (Skírnir, 1914) Brynjúlfur Jónsson: ,,Fyr og nú í Gnúpverjahreppi“. (Eimreiðin, 1907) Valdimar Briem:,,Æfisaga Brynjúlfs Jónssonar frá Minna- Núpi“. (Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1915) Startarar og Alternatorar - Vinnuvélar - Ly�arar - Drá�arvélar - Bátar MENNNING&SAGA Brynjúlfsmessa að Stóra-Núpi Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson að blessa kirkjugesti í lok Brynjúlfsmessu. Stóra-Núpskirkja sem Vestfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson (1874–1917), frá Ytrihúsum í Dýrafirði, teiknaði og vígð var árið 1909. Embættisfólk Stóra-Núpskirkju eftir Brynjúlfsmessu, talið frá vinstri: Ámundi Kristjánsson, Minna-Núpi, gjaldkeri sóknarnefndar, Árdís Jónsdóttir, Eystra-Geldingaholti, ritari sóknarnefndar, Kristjana Heyden Gestsdóttir, Hraunteigi, formaður sóknarnefndar, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi, kórstjóri og orgelleikari, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hrunaprestakalli, Oddur Guðni Bjarnason, Stöðulfelli, hringjari og Hannes Sigurðsson, Hrauni í Ölfusi og félagi í Kirkjuráði Hrútavinafélagsins Örvars. Kirkjuráð Hrútavinafélagsins og kaffikonur Stóra-Núpskirkju, talið frá vinstri: Björn Ingi Bjarnason, Ránargrund á Eyrarbakka, Kirkjuráði Hrútavinafélags- ins, Guðbjörg Kolbeinsdóttir, Hamarsheiði, kaffikona, Ingigerður Jóhanns- dóttir, Stóra-Núpi, kaffikona, Kristjana Heyden G. Hraunteigi, formaður sóknarnefndar Stóra-Núpskirkju og Hannes Sigurðsson, Hrauni í Ölfusi, Kirkjuráði Hrútavinafélagsins. Í messukaffinu í Árnesi. F.v.: Sigvaldi Kaldalóns Jónsson og Helga Kristins- dóttir, Lómsstöðum og Hannes Sigurðsson, Hrauni í Ölfusi. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.