Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202046 Kunningi minn hafði samband við mig og spurði hvort ég væri búinn að prófa nýja KIA e-Soul rafmagnsbílinn. Ég svaraði því til að mér hefði alltaf fundist hann svo ljótur og að það hefði verið aðalástæðan að ég hefði aldrei prófað KIA Soul. Hann svaraði að bragði að ég skyldi prófa bílinn þó að mér líki ekki útlitið og hann væri viss um að álit mitt myndi breytast eftir prufuaksturinn. Ég fékk bílinn hjá Öskju í nýja KIA húsinu um síðustu helgi til prufuaksturs. Hörkukraftur og snerpa frábær KIA e-Soul Style gengur eingöngu fyrir rafmagni, er með 204 hestafla vél sem á að skila bílnum 452 km við bestu aðstæður. Rafhlaðan er 64 kWh og er bíllinn sjálfskiptur með drif á framhjólunum. Kraftinum er hægt að stýra, eco eyðir minnstu raf- magni, normal þá er bíllinn sprækur og lipur í akstri og svo er það sport sem er næstum of mikill kraftur. Snerpan er mjög góð (gefin upp að nái 100 km hraða á 7,9 sek.). Hægt er að fá KIA e-Soul Style í 14 mismunandi litasamsetningum. Eins og alla aðra bíla sem ég prófa þá mæli ég hávaðann inni í bílnum á sama vegi og á sama hraða, en mælingin á þessum bíl var 71,5 db. Prufuaksturinn kom heldur betur á óvart Ég er vanur að keyra prufubíla að lágmarki 100 km, en sökum tíma- skorts ók ég þessum bíl ekki nema 78,5 km, en mín eyðsla af rafmagni á þessum kílómetrum var sem samsvarar 115 km akstri (þegar ég byrjaði aksturinn sagði mælaborðið að ég kæmist 323 km, en þegar ég skilaði bílnum var sú tala komin í 208 km, en ég var með hita á stýrinu, miðstöðina í botni, ljósin kveikt og sí og æ að prófa snerpuna í bílnum sem er líklegasta ástæðan fyrir mikilli rafmagnseyðslu). Í bílnum er akreinalesari sem virkar mjög vel, svo vel að þegar ég ók Bláfjallaveginn sleppti ég stýrinu og lét akreinalesarann stýra sem tókst ágætlega fyrir utan að mér leið ekki vel að treysta þessari tækni. Mesta undrun mín var þegar ég ók malarveginn með Hafravatni sem er einstaklega holóttur, en þessi bíll er einfaldlega með frábæra fjöðrun sem hreinlega át holurnar og bíllinn haggaðist ekki þarna á drullugum og holóttum veginum. Að loknum drulluakstrinum furðaði ég mig á því hversu bíllinn sóðaði sjálfan sig lítið út þarna á drullugum malarveginum. Hlaðin öryggisbúnaði, en samt ódýr KIA e-Soul Style kostar 5.690.777 og er með 7 ára ábyrgð (eins og allir aðrir KIA bílar). Í bílnum er mikið af öryggisbúnaði s.s. FCA árekstrarvari, blindhornsvari, fjar- lægðarskynjarar framan og aftan. Hljómgæði í útvarpi góð, GPS leiðsögukerfi, þráðlaus hleðsla fyrir síma, 10,25 tommu upplýsingaskjár, hiti í stýri, framsætum og aftursætum (fannst mjög gott að sitja bæði aftur í bílnum og fram í). Ókostir eru ekki margir, ekkert varadekk, ekki má setja á bílinn dráttarkúlu til að draga kerru, en ég verð að endurskoða hug minn til KIA Soul eftir þennan prufuakstur, alla- vega var allt við bílinn í andstöðu við hug minn út frá útlitinu. Einfaldlega frábær bíll sem gott er að keyra jafnt á malbiki og á malarvegi. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lengd 4.195 mm Hæð 1.605 mm Breidd 1.800 mm Helstu mál og upplýsingar rafmagnsbíll með 7 ára ábyrgð KIA e-Soul Style. Myndir / HLJ Sætin góð en sérstaklega var ég hrifinn af höfuðpúðanum. Ekkert varadekk en rafmagnspumpa og vökvi í staðinn. Fjöðrunin fór létt með þessar holur og enn stærri holur. Miðað við drulluna á malarveginum hélt ég að bíllinn myndi verða verr útlítandi en þetta. Hef séð lægri tölu í rafmagnsbíl, en á vetrardekkjum og í vindi er þetta gott. Hliðarspeglar stórir og góðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.