Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Tuttugu og sjö hross sem bólusett hafa verið gegn sumarexemi flutt úr landi Lokahnykkur rannsóknar á sumar exemi í íslenskum hestum hófst mánudaginn 16. mars þegar 27 bólusettir hestar voru fluttir úr landi. Hópur íslenskra hesta var fluttur út til svokallaðra „flugusvæða“ í Evrópu, tuttugu og fimm til Sviss og tveir til Suður-Þýskalands, á mánudaginn. Þetta er lokahnykkur rannsóknar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og samstarfsaðila á sumarexemi í íslenskum hestum. Exemið veldur óþægindum og vanlíðan Sumarexem er ofnæmi gegn próteinum úr munnvatnskirtlum bitflugna sem lifa ekki á Íslandi. Tíðni hefur verið mjög há í útfluttum íslenskum hestum, allt að 50% á slæmum flugusvæðum. Exemið veldur óþægindum og vanlíðan og hefur reynst mikið vandamál í ís- lenskum hrossaútflutningi. „Sumarexem í hrossum fluttum frá Íslandi er og hefur verið mikið velferðarmál þó að það hafi verið mismikið eftir svæðum og aðstæð- um. En þegar verst lætur þarfnast hrossin mikillar umönnunar og líður hreint ekki vel,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags íslenskra hrossabænda. „Auðvitað þekkir fólk erlend- is sífellt betur hvernig er best að meðhöndla exemið og haga hrossa- haldinu, en því fylgir oft mikil aukavinna og kostnaður. Því er mikilvægt að lausn sé fram undan. Allir sem hafa komið að þeirri vinnu að hægt verði að bólusetja hrossin gegn exemi, binda miklar vonir við bóluefnið, og að hægt verði að verja hrossin sem flutt eru úr landi þannig að þau verði að minnsta kosti jafnsett þeim íslensku hrossum sem fæðast erlendis hvað sumarexemið varðar. Góð niðurstaða úr þessari rannsókn mun umfram allt bæta líðan íslenskra hrossa erlendis og eins mun góð niðurstaða hjálpa mikið til við markaðssetningu og sölu á hrossum frá Íslandi. Á því er enginn vafi í mínum huga,“ segir Sveinn. Hefur verið rannsakað á Keldum síðan árið 2000 Sumarexem hefur verið rannsakað á Keldum síðan árið 2000 í samstarfi við marga aðila og má þar helst nefna dýrasjúkdómadeild háskólans í Bern í Sviss, dýrasjúkdómadeild háskólans í Bristol í Bretlandi, ORF Líftækni og Cornell háskóla í Ithaca í New York-ríki í Bandaríkjunum. Próteinin sem eru að valda ofnæm- inu hafa verið einangruð og fram- leidd með aðferðum erfðafræðinnar. Markmiðin eru tvö: Að nota próteinin til að finna ónæmismeðferð, þ.e. að bólu setja hross sem forvörn gegn exeminu, og meðhöndla eða afnæma hross sem eru komin með exemið. Þetta útskýr- ir Sigurbjörg Þorsteins dóttir, deildar- stjóri sameinda- og veirudeildar á Keldum, í kynningar myndbandi. „Með því að prófa mismunandi bólusetningaraðferðir, sprautu nar- aðferðir og mismunandi blönd ur af ofnæmispróteinunum og ofnæmis- glæðum teljum við okkur hafa fund- ið aðferð til þess að beina ónæm- issvari gegn ofnæmisvökunum í rétta átt þannig að það verði hægt að verja hrossin gegn sumarexemi,“ segir Sigurbjörg. Vilhjálmur Svansson dýralæknir, sem er í rannsóknarteyminu, bætir við að fjölmargir ofnæmisvakar voru greindir í flugunum, en að misjafnt sé gegn hvaða vökum hrossin hafi ofnæmi. Í bóluefninu sem teymið þróaði eru níu ofnæmisvakar, þeir sem flest hross reyndust hafa ofnæmi gegn. Hrossin, sem flutt voru út á dögunum, voru bólusett beint í eitla, en fyrri tilraunir á hestum á Keldum hafa sýnt að bólusetning í eitla er árangursrík leið til að beina ónæm- issvarinu á brautir sem ekki leiða til ofnæmis. Hrossin munu dvelja á flugusvæðunum í tvö til þrjú ár svo hægt sé að athuga hvort bólusetn- ingin verji þá gegn exeminu. Líka tilraunir í Bern á sýktum hrossum Rannsakendur við háskólann í Bern eru einnig að fara af stað með af- næmingar með bóluefninu. Í þeim tilraunum verða hross sem nú þegar eru komin með sumarexem sprautuð á sama hátt og gert var á Keldum. Í kynningarmyndbandinu segir Sara Björk Stefánsdóttir frá seinni hluta verkefnisins. „Hann snýst um að þróa afnæmingu, þar sem að hestar með sumarexem fá með- ferð til að draga úr einkennum sjúk- dómsins. Sú aðferð byggist á því að meðhöndla hesta um slímhúð munns með byggmjöli.“ Erfðabætta byggið sem notað er í meðferðina er framleitt í samstarfi við ORF Líftækni en í bygginu eru ofnæm- isvakar úr bitkirlum smámýsins í byggfræjunum. Íslenskir hestar líka með­ höndlaðir í Bandaríkjunum Aðferðin hefur verið prófuð á heil- brigðum hestum á Keldum með því að láta hestana vera með bygg- mjölsblöndu í sérstökum mélum og hefur hún skilað góðum árangri. Vilhjálmur útskýrir að hægt sé að mæla bælissvörun í heilbrigðum hestum en að nú þurfi að skoða hvernig hestar með sumarexem bregðist við. Í samstarfi við Cornell- háskóla verða íslenskir hestar með sumarexem meðhöndlaðir í Bandaríkjunum. • Tíðni sumarexems hefur verið mjög há í útfluttum íslenskum hestum, sem veldur þeim óþægindum og vanlíðan. • Eftir 20 ára rannsóknarvinnu hefur teymi íslenskra og erlendra vísindamanna þróað bóluefni gegn sumarexemi. • Markmiðin eru tvö: Að bólusetja hross sem forvörn gegn exeminu og að meðhöndla eða afnæma hross sem eru komin með exemið. Allt klárt fyrir útflutning hrossanna til Sviss og Suður-Þýskalands. Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, og Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi, er iðinn í nýsköpun og nú hefur hann sett á markað kaldpressaða repju- olíu fyrir hesta. Repjuplantan er ræktuð á Sandhóli í Meðallandi, Skaftár- hreppi, án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis eða annarra óæski- legra efna. Olían er kaldpressuð og heldur því næringarefnum sérlega vel. Olían er rík af Omega 3. Olían er gefin út á kjarnfóður. Ráðlagður skammtur er 80–120 millilítrar á dag fyrir hvern hest. Repjuolía frá Sandhóli fyrir hesta er fáanleg í verslunum Líflands. Bærinn Sandhóll er í Meðal- landi, Skaftárhreppi í Vestur- Skaftafellssýslu. Á Sandhóli er stundaður blandaður búskapur. Þar eru ræktaðar ýmsar nytjajurtir eins og hafrar, bygg og repja. Einnig er þar nautgriparækt og nytjaskógrækt. Auk repjuolíunnar fyrir hesta hefur Örn nokkuð verið í sviðsljósinu fyrir ræktun á tröllahöfrum og vinnslu og markaðssetningu á íslensku hafra- mjöli. Þá hefur hann einnig framleitt repjuolíu á flöskum til matargerðar. Örn segir að hestamenn á Suðurlandi og í Skagafirði hafi prófað olíuna frá honum í tvö til þrjú ár og séu ánægðir með útkomuna. Þeim þyki feldur- inn t.d. meira gljáandi. „Þess vegna langaði mig að gera tilraun með að setja þetta í sölu í samstarfi við Lífland.“ Repjuolía er góður orkugjafi, bæði fyrir hross í léttri og mik- illi þjálfun en nýtist einnig til að bæta holdafar hrossa. Olían er rík af mettuðum, ein- og fjölómett- uðum fitusýrum. Með olíugjöf er minni hætta á hófsperru og öðrum kvillum sem oft geta fylgt kjarn- fóðurgjöf. Á Sandhóli hefur líka gengið mjög vel að rækta hafra. „Við ætlum að setja núna niður í 100 hektara af höfr- um. Ætli við verð- um ekki með um 60 hektara í repju. Staðan hjá okkur í höfrunum er þannig að þeir verða uppseld- ir. Við ráðum eiginlega ekki við mikið meira en þessa vinnslu þar sem afkastagetan okkar á haustin í þreskingu og þurrkun er ekki meiri, nema að fara þá út í miklar fjárfestingar. Það gætu því verið tækifæri fyrir fleiri þar sem mikill markaður er fyrir þetta. Ég held að syðstu hlutar lands ins ættu að henta vel fyrir ræktun á höfrum en þeir þurfa langan vaxtartíma. Það þarf þó að hjálpa okkur bændum að finna réttu yrkin. Landbúnaðar- háskól inn og Líf land ætla því að gera hér yrkja tilraunir í sumar,“ segir Örn Karlsson. /HKr. Nýjung frá Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi: Repjuolía sem orkugjafi fyrir hross Sandhóll í Meðallandi í Skaftárhreppi. Á innfelldu myndunum eru afurðir frá bænum. Myndir / Sandhóll Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum. Repjuolía fyrir hesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.