Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202040 Eigenda- og ræktendafélag land- námshænsna (ERL) ætlar að gera tilraun til þess að komast að því hversu margir í félaginu eiga hænsni og hversu margt af þeim eru hanar eða hænur. Einnig væri gaman að vita um hænsnahópa sem standa utan félagsins. Þetta eru trúnaðarupplýsingar og verður ekki dreift annað, nema heildar- tölur sem út úr könnuninni koma. Með þessu má ef til vill sjá, álykta eða fá einhverjar hugmyndir um hversu stór stofn landnámshænsna er. Nýlega var birt ný Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði af hálfu Erfðanefndar landbúnaðarins (EL) fyrir árin 2019–2023. Þar er fjallað um mikilvægi þess og skuldbindingar sem við höfum á Íslandi gagnvart verndun og varðveislu á erfðaauð­ lindum. Landnámshænan er hluti af fánu íslensku húsdýranna og partur af því búfé sem þarf að vernda. Landnámshænan er landkyn eða landsstofn en það er hugtak yfir t.d. búfé sem hefur aðlagast ákveðnu umhverfi, búsvæðum eða búskap­ arlagi um langan tíma (aldir jafnvel). Þetta er hópur dýra (stofn) sem hefur mótast löngu fyrir tíma skipulagðra kynbóta. Það sem mótaði þessa stofna er fyrst og fremst náttúruval og að bændur og aðrir sem héldu þessi dýr völdu einfaldlega ákveðna einstaklinga til ásetnings fremur en aðra. (Birna Kristín Baldursdóttir, 2019). Nýverið setti Birna Kristín Baldursdóttir, starfsmaður Erfða­ auðlindaseturs Landbúnaðar­ háskóla Íslands, sig í samband við stjórn ERL. Hún var að kanna hvort félagið hefði í fórum sínum tölur yfir fjölda fugla í eigu félagsmanna. Skemmst er frá því að segja að mjög langt er síðan slíkt hefur verið kannað. Það er eitt af mikilvægum aðgerðum með tilliti til varðveislu þessa búfjárkyns að halda skrá yfir fjölda ræktenda og þar af leiðandi fjölda fugla innan ERL. Í framhaldinu af þessu kviknaði mikill áhugi innan stjórnar ERL að taka sig til og athuga þessi mál. ERL fer því þess á leit við félags­ menn og aðra sem halda hænur að þeir gefi sig fram við stjórnar­ menn félagsins með upplýsingar um fjölda fullorðinna hana og hæna sem þeir halda, og hvort fuglarnir séu af stofni landnámshænsna eða öðru hænsnakyni og þá hverju. Fullum trúnaði er heitið með þess­ ar upplýsingar og ítrekar stjórn að engin nöfn eða annað verði látið öðrum í té. Eins og fram kemur hér að framan mun stjórn ERL deila heildartölum um fjölda með aðilum á borð við Erfðanefnd land­ búnaðarins. Félagsmenn og aðrir hænsna­ eigendur mega endilega vera í sambandi við undirritaða í gegnum síma, tölvupóst eða Facebook­síðu félagsins. Á Facebook: Eigenda­ og rækt­ enda félag landnámshænsna (senda þar einkaskilaboð) Valgerður Auðunsdóttir, for­ maður ERL: sími 896­5736 eða á valhus@uppsveitir.is Magnús Ingimarsson, ritari ERL: 849­1445 (eftir kl. 17:00) eða á m.ingimars@gmail.com Upplýsingar sem gott er að fylgi: • Fullt nafn eigenda/ræktanda • Fjöldi fullorðinna hæna (á vetrarfóðrum, fuglar eldri en 4 mánaða) • Fjöldi fullorðinna hana (á vetrarfóðrum, fuglar eldri en 4 mánaða) • Ræktar þú? ungar út og selur/ dreifir ungum eða fullorðnum hænsnum? • Af hvaða kyni eru hænurnar þínar? Landnámshænur eða annað, þá hvað? • Í hvaða sveitarfélagi heldur þú hænur? • Annað sem þú vilt láta koma fram? F.h. stjórnar ERL Magnús Ingimarsson ritari Heimildaskrá: Birna Kristín Baldursdóttir (rit- stj.) (2019). Íslenskar erfðaauð- lindir. Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri nátt- úru og landbúnaði. Reykjavík. Erfðanefnd landbúnaðarins. EIGENDA- OG RÆKTENDAFÉLAG LANDNÁMSHÆNSNA (ERL) Stofnstærð íslenskra landnámshænsna Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna (ERL) ætlar að gera tilraun til þess að komast að því hversu margir í félaginu eiga hænsni og hversu margt af þeim eru hanar eða hænur. Teknar hafa verið saman nokkr- ar niðurstöður úr jarðvegssýnum frá árunum 2014-2019 að báðum árum meðtöldum. Samtals er um að ræða efnagreiningar á 1.320 sýnum sem öll eru tekin með 10 cm sýnatökudýpt. Í meðfylgjandi töflum eru niður­ stöðurnar flokkaðar eftir árum og landshlutum. Niðurstöður af Vestfjörðum fylgja Vesturlandi. Fjöldi sýna er ekki mikill og þyrftu margir bændur að hafa meiri reglu á sýnatöku. Greina má mun milli landshluta hvað varðar einstök næringarefni. Það er þó rétt sé að fara varlega í að túlka þann mun því myndirnar með dreifingu mælinga á fosfór, kalí og sýrustigi jarðvegs sýna mikinn breytileika innan hvers landshluta. Meðaltals gildi fyrir fosfór, kalí, kalsíum, magnesíum og natríum eru öll lægst úr sýnum af Suðurlandi. Fosfór og natríum mælist hæst í sýnum af Vestur landi en kalsíum og magnesíum í sýnum af Norðurlandi. Sýrustig jarðvegs (pH­gildi) er að meðal­ tali 5,4 í öllum þessum sýnum. Á Vesturlandi mælist það lægst pH=5,2 en er að jafnaði pH=5,5 í öllum hinum lands­ hlutunum. Mæligildi einstakra efna sýna mikla dreifingu. Hér er myndrænt sýnd dreifing á fosfór (P) og kalí (K). Þá má einnig sjá dreifingu mælinga á sýrustigi. Á myndunum sýnir hver punktur eina mælingu. Gráa svæðið táknar það sem ætla má miðlungsgildi fyrir viðkom­ andi næringarefni í jarðveg. Fyrir sýrustig þekur gráa svæðið æskilegt pH­gildi til að nýting næringarefna fyrir plöntur verði nokkuð góð eða góð. Niðurstöðum er raðað á myndirnar eftir landnúmerum frá vinstri til hægri. Niðurstöður af Vesturlandi eru því lengst til vinstri en af Suðurlandi lengst til hægri. Á myndunum má greina mismun innan landshluta sem kann að vera vegna jarðvegsgerðar, staðsetningar t.a.m. fjarlægðar frá sjó og fleiri þátta. Tafla 1. Meðaltal helstu næringarefna milli ára Ár Fjöldi sýna P K Ca Mg Na PH 2014 251 29,4 163,4 1912,4 396,5 141,2 5,6 2015 166 40,0 230,4 2213,1 472,6 193,1 5,5 2016 296 30,9 152,6 1558,3 339,1 110,2 5,4 2017 210 42,4 162,1 1700,3 371,3 122,2 5,4 2018 224 38,9 167,1 2040,6 403,5 121,1 5,3 2019 173 42,1 190,2 2360,4 518,1 143,7 5,4 ALLS / Meðaltal 1320 36,4 173,4 1918,4 406,5 134,8 5,4 Tafla 2. Meðaltöl ára innan landshluta. Samanburður milli landshluta Landshluti / Ár Fjöldi sýna P K Ca Mg Na PH Vesturland 388 47,5 191,1 2074,7 427,8 175,7 5,2 2014 78 38,7 182,1 2341,4 460,1 149,4 5,3 2015 65 50,8 250,6 2191,6 498,7 193,0 5,3 2016 99 42,1 153,9 1621,2 328,5 244,7 5,2 2017 72 53,1 193,4 1931,5 453,3 139,3 5,2 2018 34 68,7 184,1 2584,5 419,9 161,6 5,1 2019 40 44,7 204,3 2300,1 453,4 170,3 5,2 Norðurland 389 36,7 199,8 2633 581,1 145,6 5,5 2014 46 20,8 172,8 2448,2 557,3 161,4 5,5 2015 63 31,7 212,0 2624,0 529,3 154,7 5,4 2016 54 22,3 216,6 2614,3 643,3 186,4 5,8 2017 64 50,8 178,0 2205,3 468,3 133,2 5,4 2018 82 39,0 183,4 2598,6 556,8 119,0 5,5 2019 80 46,1 228,2 3131,1 707,3 122,5 5,5 Austurland 74 30,6 190,4 1997,3 432,8 108,5 5,5 2014 28 31,9 233,3 2466,1 521,9 92,3 5,8 2015 9 17,6 274,0 2137,8 531,7 116,0 5,8 2016 2 17,0 122,0 1458,0 403,0 122,2 5,3 2018 25 34,7 144,8 1494,5 334,9 83,0 5,1 2019 10 29,8 115,7 1869,4 342,1 102,8 5,2 Suðurland 469 27,8 134 1179,6 238,9 95,7 5,5 2014 99 25,4 124,6 1168,8 236,1 117,4 5,7 2015 29 41,1 211,7 1392,3 272,7 101,2 5,7 2016 141 26,4 127,3 1110,8 229,5 114,3 5,3 2017 74 24,2 116,9 1027,2 204,4 81,4 5,6 2018 83 27,7 150,2 1416,0 262,6 85,5 5,3 2019 43 35,1 123,7 1096,8 267,0 104,7 5,6 Heildarsumma/Meðaltal: 1320 36,4 173,4 1918,4 406,5 134,8 5,4 Jarðvegssýni og jarðvegssýnaniðurstöður Eiríkur Loftsson ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið el@rml.is Anna Lóa Sveinsdóttir ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið als@rml.is Sýnataka. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.