Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202050 Ísland er land náttúruauðlinda, hreinleika og heilbrigðis, fegurðar og gróðursældar. Ísland er gjöfult land sem getur í senn laðað fram allt það besta hjá okkur sem byggj- um það og samtímis boðið gestum sínum nær endalausar upplifanir í náttúru sinni og hreinleika mat- vælanna, vatnsins og loftsins. Þess vegna eigum við að örva áhuga ungs fólks á verðmætum landsins og hvetja til menntunar og starfa á þeim vettvangi. Mikilvægi sjálfbærar matvælaframleiðslu Veröldin er að breytast vegna COVID-19 faraldursins sem fært hefur hörmungar yfir mörg sam- félög. Þjóðir slá nú skjaldborg um heilbrigði sinna þegna og flest verja með öllum ráðum þá sem minnst mega sín. Samfélagslegur kostn- aður þjóða vegna farsóttarinnar er fordæmalaus og sum staðar þarfn- ast sjálf samfélagsgerðin endur- skoðunar. Víða eru matvælaör- yggimál ofarlega á baugi og þar er Ísland ekki undanskilið. Hér er matvælaöryggi eitt þeirra mála sem margir telja sjálfsagt, án þess þó að hafa leitt hugann mikið að því eða lagst á árarnar. Þannig er það með fleiri samfélagsmál, sem vert er að halda á lofti og berjast fyrir í blíðu og stríðu. Það á við um tjáningar- frelsið í lýðræðisríkinu, þéttriðið öryggisnet velferðarsamfélagsins og samstöðu þjóðarinnar. Margir ganga að íslenskum land- búnaði sem vísum og þiggja einstakar afurðirnar án sérstakrar umhugsun- ar. Hreinar afurðir, náttúrulegar og án sýklalyfja að telja má miðað við samanburðarlöndin. Ýmsir hafa leynt og ljóst haft horn í síðu greinarinnar og jafnvel gert slíkan málflutning að atvinnu sinni í ræðu og riti, án þess að hafa endilega áttað sig á mikilvægi matmælaöryggis þjóða. Allt í einu hefur það ljós runnið upp fyrir okkur, að sjálfbærni í matvælaframleiðslu þjóðarinnar sé gulls ígildi. Í alþjóða- samskiptum að undanförnu hefur ber- sýnilega komið í ljós, að hver þjóð er sjálfri sér næst þegar eitthvað bjátar á. Enda þótt veruleikinn hafi að undan- förnu snúist um spritt, andlitsgrímur og lækningatæki má gera ráð fyrir því að sömu lögmál muni gilda ef alvarlegur matvælaskortur gerir vart við sig í heiminum. Við getum ekki gengið að því sem vísu að tekið yrði tillit til Íslands í slíkri stöðu. Þetta er síður en svo nýr veruleiki, en hann hefur verið mörgum hulinn á undan- förnum árum. Þess vegna er fjöregg þjóðarinnar fólgið í sjálfbærum búskaparháttum til sjávar og sveita. Þar liggja grunnstoðir verðmæta- sköpunar okkar og um leið er varð- veisla þeirra eitt brýnasta samstarfs- verkefni allrar þjóðarinnar. Ísland hefur fjárfest í heilnæmum landbún- aði og það er fjárfesting sem mun skila sér til framtíðar. Matvælaöryggi verður raunverulega til skoðunar í aðstæðum sem þessum þegar hið alþjóðlega markaðshagkerfi riðlast, ekki eingöngu þegar allir markaðir eru opnir og aðgangur greiður. Þess vegna þarf að hlúa að landbúnaði við allar aðstæður, en ekki eingöngu þegar við erfiðleika er að etja. Stefna Framsóknarflokksins í landbúnaðarmálum og nýsköpun Framsóknarflokkurinn hefur staðið þétt við bak íslensks landbúnaðar í blíðu og stríðu. Ekkert hefur haggað þeirri grundvallarsýn flokksins að sveitir landsins geymi einn okkar dýrmætasta menningararf og án blómlegrar byggðar um allt land væri samfélagið ekki sjálfbært. Sú skoðun hefur staðið af sér pólitíska vinda og tíðarandann og hin órofa varðstaða um matvælaframleiðslu er og verður eitt af okkar aðals- merkjum. Landbúnaðurinn er lyftistöng fyrir samfélagið. Án hans væri hér lítil sem engin matvælaframleiðsla. Án hans væri ekkert íslenskt kjöt, engin íslensk mjólk, ekkert íslenskt grænmeti. Farsælasta leiðin til að styðja við hann er að efla nýsköp- un. Gott dæmi um augljósa arðsemi slíks þróunarstarfs eru nýtilkom- in tækifæri til nýtingar á mysu sem fellur til við ostaframleiðslu. Til skamms tíma var tugmilljón- um lítra af ostamysu hleypt til sjávar með öllum sínum prótein- um og mjólkursykri, en nú eru unnin hundruð tonna af þurrkuðu hágæðapróteini úr henni. Lífræn ræktun hefur skapað nýja markaði og með framsækinni matvæla- og vöruþróun úr landbúnaðarafurðum verður stærri hluti virðiskeðjunnar eftir í sveitum. Við erum í kjörað- stæðum til að efla ræktun á íslensku grænmeti og eigum að nýta orku landsins til þess. Við eigum í auknu mæli að líta gagnrýnið á samkeppn- ishæfni þjóðarbúsins og sjá hvar við eigum að stíga fastar niður fæti. Við eigum að hlúa að og rækta alla slíka sprota, efla nýsköpun og tryggja hámarksnýtingu á landsins gæðum. Þegar litið er til landfræði- legrar legu landsins, fámennis, strjálbýlis, veðurfars og fleira er morgunljóst að nauðsynlegt er að gera mun betur til þess að styðja viðsjálfstæði í matvælaframleiðslu og fjárfesta um leið í öllum þeim beinu og óbeinu verðmætum sem fólgin eru í landvörslu íslenskra bænda. Það er brýnt að landið sé nýtt og eignarhald á jörðum taki mið af þörfum samfélagsins, en ekki einkahagsmunum. Við eigum að hugsa heildrænt um íslenskan landbúnað og styðja hann með ráðum og dáð í víðfeðmu hlutverki sínu til nýrrar sóknar. Við eigum að auka áhuga ungs fólks á landbúnaði, efla menntun, vísindi, rannsóknir og þróun landbúnað- arins. Bæta þarf rekstrarumhverfi bænda og auðvelda ungu fólki aðgengi að bújörðum og nýsköpun í landbúnaði. Framsóknarflokkurinn mun ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins Sjúkdómar og faraldrar hafa hrjáð mannkynið um aldir. Með tilkomu lyfja, auknu hreinlæti og betri heilbrigðisþjónustu höfum við náð að bæta almennt heil- brigði. Á móti kemur að ferðalög heimshorna á milli er nú á færi stórs hluta mannskyns. Útbreiðsla smitsjúkdóma hring- inn í kringum veröldina getur því gerst á undra skömmum tíma. Tímamót Heimurinn stendur á tímamótum, nú þegar ný tegund veiru herjar á. Þótt veiran sé skæð sýnist hún ekki eins illvíg og margar þær sem mannkynið hefur áður þurft að takast á við. En nú ber nýrra við, því hraði útbreiðslunnar er með áður óþekktum hætti. Öflug efnahagskerfi veraldar riða nánast samtímis til falls og enginn veit hver áhrifin verða til lengri tíma. Viðbúið er að veröldin muni líta öðruvísi út þegar þessum faraldri linnir. Hver hefði búist við því að ferðafrelsi yrði heft með þeim hætti sem flest lönd hafa tekið upp? Og það í lýðræðisþjóðfélögum nútím- ans. Fæðuöryggi Í svari dómsmálaráðherra við fyr- irspurn sem ég lagði fram fyrr í vetur um þjóðaröryggi og fæðu- öryggi kom fram að ekki liggur fyrir sérstök viðbragðsáætlun ef flutningsleiðir til landsins lokast skyndilega eða teppast. Maður skyldi ætla að stjórnvöld hefðu skoðað þennan möguleika, ekki síst eftir reynslu síðustu ára. Það hefur gerst að minnsta kosti þrisvar sinnum á síðustu árum að slík staða var ekki fjarlægur möguleiki, fyrst vegna heims- faraldurs inflúensu 2008, síðan vegna hrunsins og loks vegna Eyjafjallagossins. Allir þessir at- burðir gátu, ef allt færi á versta veg, valdið vöruskorti hér á landi, um lengri eða skemmri tíma. Eldsneyti til tveggja vikna Í fyrirspurninni spurði ég sérstak- lega um matvæli, eldsneyti og lyfja birgðir. Þrátt fyrir að vera mat- vælaframleiðsluþjóð, er augljóst að til að afla hráefna til þeirrar fram- leiðslu þarf eldsneyti, ella stöðvast mest öll framleiðsla þeirra vara. Í svari ráðherra kom fram að birgðir eldsneytis í landinu geta minnst verið til tveggja vikna. Matvæli, eldsneyti og lyf Þjóð, sem býr lengst úti í hafi, getur ekki leyft sér að vera van- búin að þessu leyti, við getum ekki bara yppt öxlum og treyst á tíðar skipakomur og að innflutn- ingur matvæla sé ætíð tryggur. Nú er rétti tíminn til að styrkja stoðir innlendrar matvælafram- leiðslu, skjóta tryggum stoðum undir framleiðslu mjólkur, kjöts og eggja í landbúnaði og stórefla grænmetisræktun. Við búum svo vel að hafa aðgang að nægri raf- orku og höfum alla burði til að vera sem mest sjálfum okkur næg um matvæli. Loftslagsáhrif flutninga Um leið og íslensk matvælafram- leiðsla væri efld sparast langir flutningar með vörur landa og heimsálfa á milli. Áhrif umsvifa mannsins á umhverfi sitt, ekki hvað síst á loftslag, er flestum mikið áhyggjuefni. Ef vörur eru framleiddar sem næst neytand- anum væri unnt að minnka þá mengun sem er tilkomin vegna flutninga með matvæli sem unnt er að rækta eða vinna innanlands. Framleiðum okkar matvæli innanlands Ástandið nú vegna veiru far- aldursins ætti að kenna okkur að við þurfum að geta brauð- fætt okkur af því sem unnt er að framleiða hér innanlands. Landbúnaðarframleiðsla okkar á undir högg að sækja fyrir margra hluta sakir, hún getur illa keppt við oft niðurgreiddar og verk- smiðjuframleiddar vörur stórþjóð- anna. Holl, hrein og örugg vara íslenskra bænda er dýrari en kjöt- meti framleitt með aðstoð sýkla- lyfja við óheilbrigðar aðstæður. Sláum tvær flugur í einu höggi, minnkum kolefnisfótspor okkar og eflum í leiðinni íslenska fram- leiðslu, sem er gjaldeyrissparandi og viðheldur þekkingu á fram- leiðsluaðferðum hér innanlands. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is LESENDABÁS Innlend matvæli aldrei mikilvægari Nú er tíminn til að efla inn- lenda matvælaframleiðslu Karl Gauti Hjaltason. Lilja D. Alfreðsdóttir. Bænda 22. apríl Mynd / Odd Stefan Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.