Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 43 við hræringu á mykju eða við út- mokstur á taði, var aðal umfjöllun- arefni Kurt en frá árinu 2012-2017 létust 8 í Danmörku vegna slíkra slysa og fjölmargir til viðbótar höfðu lent í alvarlegum óhöppum vegna þessa hættulega gass. Hann sagði að bændur þurfi að horfa kerfis- lægt á þessa slysahættu og geti lært mikið af sjávarútveginum en þar hafa oft orðið sambærileg alvarleg slys á fólki vegna gasmengunar í tönkum. Eftir að vinnureglum var breytt og gerð var krafa um notkun á gasmælum hefur náðst umtalsverður árangur í baráttunni gegn þessum slysum í sjávarútvegi. Hann mælti því með því að allir bændur myndu fjárfesta í gasmælum og þá þyrfti að staðsetja á þeim stöðum þar sem meiri hætta er talin vera á því að gas gæti sloppið út. Þá ættu allir að vera með lausa gasmæla á sér þegar verið er að hræra, en slíkir mælar hafa margsannað notagildi sitt. Bestu störf í heimi! Bændur í Danmörku hafa lengi búið við það að eiga í erfiðleikum með að finna hæft starfsfólk og það þrátt fyrir að greiða fín laun. Þannig fær t.d. bústjóri á búi í dag um 700 þúsund íslenskar krónur í laun og starfsfólk sem vinnur við hefðbundin fjósastörf fimm daga vikunnar í 40 stunda vinnuviku fá um 500 þúsund íslenskar krónur í laun. Þrátt fyrir að launin ættu að laða að ungt fólk til starfa í landbúnaði hefur það gengið brösuglega og því setti ráðgjafarfyrirtækið SEGES af stað sérstaka úttekt á því hvernig væri hægt að gera störf í landbúnaði meira aðlaðandi, sérstaklega fyrir ungt fólk. Þær Kirstine Simoni Faurholt og Dorthe Poulsgård Frandsen, sem báðar starfa hjá SEGES, fóru sér- staklega yfir þetta afar áhugaverða verkefni en það byggði á viðtölum við 50 aðila og úrvinnslu svargagn- anna. Þessir 50 aðilar komu úr naut- gripa- og svínarækt auk garðyrkju og voru starfsmenn, eigendur og búfræðinemar í þessum hópi. Niður- stöðurnar voru einkar áhugaverðar en þær stöllur drógu niðurstöðurnar saman í 17 aðskilin atriði: 1. Of fá bú leggja áherslu á að byggja upp góða ímynd en það skiptir ungt fólk oft máli að hinn verðandi vinnustaður sé aðlaðandi. 2. Oft eru atvinnuauglýsingar einungis birtar í bændablöð- um og miðlum sem sérhæfa sig í landbúnaði og ná þannig ekki til allra. 3. Atvinnuauglýsingarnar eru oft illa útbúnar og snúa oft að því til hvers er ætlast af viðkom- andi starfsmanni en ekki hvað viðkomandi vinnustaður geti veitt hinum komandi starfs- manni. 4. Þegar fólk fer í viðtöl hjá bændunum er of oft frekar óskýrt til hvers er ætlast af hinum verðandi starfsmanni. 5. Of oft virðast bændur vilja ráða starfsfólk til að leysa ákveðinn vanda en eru ekki beint að horfa fram á veginn með ráðningu í huga sem hluta af framtíðarsýn. 6. Þegar nýtt fólk hefur störf er oft illa staðið að kennslu og verkþjálfun. 7. Margir höfðu orð á því að það vanti hjá mörgum bændum að hlúa að vellíðan nýrra starfs- manna og fylgjast með því að þeim líði vel í vinnunni. 8. Kynningu á búinu og starf- semi búsins, helstu kennitöl- um og væntingum eigenda er oft ábótavant. 9. Sumum finnst störfin ekki bjóða upp á að starfsmaður- inn þroskist í starfi og geti þannig orðið hæfari til verka í framtíðinni. 10. Of fá bú leggja áherslu á endurmenntun starfsmanna eða faglega kennslu. 11. Margir stjórnendur á búum láta starfsfólk fá ábyrgð en taka samt ábyrgðina sjálfir og framkvæma jafnvel verk- ið ef þeir telja það ekki nógu vel eða rétt gert. Þetta dragi hratt úr áhuga starfsfólksins og dregur niður starfsviljann. 12. 12. Svarendur bentu á að eitt af vandamálunum við landbúnað- inn eru hinir breytilegu vinnu- tímar og helgarvinnan sem fer oft ekki saman við hefðbundið fjölskyldulíf starfsf ólks. 13. Fram kom í svörum einnig að stundum létu bændur ungt fólk fá of mikla ábyrgð miðað við getu. 14. Í Danmörku er nokkuð algengt að ungt fólk taki ekki ökupróf og fyrir vikið er vinna í land- búnaði síður áhugaverð vegna landlegu búanna. Þá upplifa erlendir starfsmenn oft félags- lega einangrun. 15. Margt af hinu unga fólki sem vill vinna við landbúnað sér oft ekki framtíð í landbúnaði þar sem erfitt er að fjárfesta í búskap og verða eigin herra. 16. Þegar fólk hættir störfum á búum fer starfslokaviðtal sjald- an fram. Þar með missa bænd- urnir af mikilvægu tækifæri til að fá innsýn inn í búskapinn og verða mögulega af ábending- um um það sem betur má fara. 17. Bændur leggja of sjaldan áherslu á að kveðja almenni- lega starfsfólk sem er að hætta eins og annars er þekkt í flest- um fyrirtækjarekstri. 2. Mjaltir og mjólkurgæði Í þessari málstofu voru haldin fimm erindi og hér verður þó aðeins gripið niður í eitt þeirra. Það erindi flutti Helge Kromann, landsráðunautur hjá SEGES, en hann hafði tekið saman hve miklum verðmætum danskir kúabændur höfðu sóað á árinu 2019 vegna slakra mjólkur- gæða sumra þeirra. Danskir kúa- bændur fá uppbót á afurðastöðv- averðið séu mjólkurgæðin góð og því verri sem þau eru, því lægra verður afurðastöðvaverðið. Þannig fá bændur hæst verð fyrir mjólk með lægri frumutölu en 200 þúsund, en sé frumutalan á bilinu 201-300 þúsund er dregið af verðinu allt að 2% eftir því hve léleg gæðin eru. Ef frumutalan er á bilinu 301-400 þúsund missa kúabúin 5% í viðbót af sínu afurðastöðvaverði og ef hún hoppar yfir 400 þúsund nemur frádrátturinn 10%. Sambærilegar reglur eru um líftölu en þeir sem eru með líftölu á bilinu 0-60 þúsund fá hæsta verðið og svo lækkar það koll af kolli eftir því sem mjólkurgæðin versna. 20.000 á árskúna! Fram kom að alltof mörg kúabú landsins fara á mis við þessar gæðaálagsgreiðslur og eru tölurnar sláandi. Útreikningar SEGES sýna þannig að meðal þeirra búa sem eru með 50% bestu mjólkurgæðin megi þó að jafnaði bæta hag þeirra allra um 2.000 ÍKR á árskúna, með því einu að bæta mjólkurgæðin! Útreikningarnir sýndu einnig að það eru þó mörg bú sem geta bætt hag sinn mun betur og meðal þess hluta búa sem tapaði mestu vegna mjólkurgæða þá sýndu útreikningar að 25% búa landsins gætu bætt hag sinn um 6 þúsund ÍKR á árskúna ef mjólkurgæðin væru betri. Síðasti fjórðungur kúabúanna er þó sá hópur sem tapar lang- mestu og sýna útreikningarnir að þessi bú gætu þó bætt sig um 20 þúsund á árskúna að meðaltali ef þau taka á mjólkurgæðamálunum! Fram kom að vegna þess hve mikil verðmæti fari í súginn hjá bændum vegna mjólkurgæða hefur SEGES nú ákveðið að koma á fót nýju ráð- gjafartilboði sem snúi að því að bæta mjólkurgæðin enn frekar. Í þessu kerfi munu bændur geta farið í áskrift að ráðgjöf og með ábyrgð, þ.e. tryggingu fyrir því að ná árangri. Í næsta Bændablaði verður haldið áfram umfjöllun um þetta áhuga verða fagþing en þess má geta að hægt er að skoða og hlaða niður öllum erindum af fagþinginu með því að fara inn á upplýsinga- síðu danska landbúnaðarins www. landbrugsinfo.dk. Þar þarf svo að velja „Kvæg“ (þ.e. nautgriparækt) og þar undir „Kvægkongressen“ og þá opnast heimasíða fagþingsins þar sem hægt er að skoða öll erindin með því að smella á „Præsentationer fra kongressen 2020.” KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn! Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla Í einu erindanna á fagþinginu kom fram að alltof margir danskir bændur fá ekki hæsta mögulega afurðastöðvaverð fyrir mjólkina vegna einhverra mjólkurgæðamistaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.