Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 7 Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga, Vinnumálastofnun og Bændasamtök Íslands hafa gert með sér samkomulag um fjárstuðning til að standa undir afleysingaþjónustu fyrir félagsmenn Bændasamtakanna sem sýkjast vegna kórónuveiru sem veldur COVID-19- sjúkdómnum. Samkomulagið varðar bændur sem sýkjast og geta af þeim sökum ekki sinnt bústörfum á búum sínum. Búnaðarsamböndum, í umboði Bændasamtaka Íslands, er heimilt að ráða til sín starfsfólk tímabundið sem verktaka til þess að sinna afleysingum að hámarki í 14 daga hjá bændum. Búnaðarsamböndin sjá um utanumhald, samskipti við verktaka og útdeilingu verkefna á hverju búnaðarsam- bandssvæði. Hvert búnaðarsamband verður í samskiptum við Vinnumálastofnun í sínu umdæmi og við Almannavarnir á svæðinu og upplýsir þau um þá þjónustu sem er í boði. Fastar verktakagreiðslur Búnaðarsamböndin sjá um greiðslur til verk- taka á hverju svæði. Greiddar verða fastar verktakagreiðslur samkvæmt vinnuskýrslum að hámarki í 14 daga samtals, þó að hámarki 80 klst. á fyrrnefndu 14 daga tímabili. Þá skal greiða samkvæmt akstursbók, að hámarki 1.000 km. Stór hópur tilbúinn til verka Búnaðarsamböndin munu í samvinnu við Vinnumálastofnun leitast við að ráða verk- taka úr hópi einstaklinga sem eru skráðir atvinnuleitendur í viðkomandi umdæmi. Um 100 manns eru á viðbragðslista nú þegar sem Bændasamtökin hafa tekið saman eftir auglýsingu sem birt var fyrir tveimur vikum. Þjónustan verður í boði til 31. maí en uppgjöri vegna verkefnisins skal lokið fyrir 1. júlí á þessu ári. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu sem birt er á bls. 54. Almenn úrræði í boði fyrir bændur Bændur geta einnig nýtt sér þau almennu úrræði sem eru í boði vegna COVID-19 á vinnumarkaði. Vakin er sérstök athygli á að sett hafa verið lög frá Alþingi um tímabundnar greiðslur vegna launa einstak- linga (þar með talið sjálfstætt starfandi einstaklinga) sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir. Á vef Vinnumálastofnunar, www. vinnumalastofnun.is, er að finna margvís- legar upplýsingar, m.a. um minnkað starfs- hlutfall vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. /TB LÍF&STARF Í síðasta vísnaþætti var lítillega greint frá saltkjötssamveru sem boðið var til hér í húsum okkar hjóna. Geðslag gesta var nokkuð misjafnt, en fleiri þó glaðir en gramir. Í hópi þeirra glöðu var Reynir Hjartarson fjöllistamaður og frændi Péturs læknis Péturssonar. Reynir orti all mjög milli saltkjötsbitanna: Um ýkjur og skreytni allra síst ég Árna Jónsson vændi, en honum ávallt lakar lýst lúðurinn Pétur frændi. Í saltkjötsvímu og sætra vína kvaddi Reynir okkur hjón með þessari stöku: Núna held ég heim minn veg heilsu vel með búna. Þessa kvöldstund þakka ég þúsund sinnum núna. Heim kominn daginn eftir var Reynir enn með þökkum og vín-andinn virkur mjög: Var í gær hér veðraböl, vitlaust nótt og daginn, er því komið feikna föl sem fyllir allan bæinn. Núna vil ég bæta um betur um bölmóðinn og sút. Brátt mun verða búinn vetur og beljur settar út. Fyrir utan fádæma þakklæti, þá færði Reynir mér möppu með gömlum kveð- skap góðskálda. Þar er að finna vísur Akureyrarskáldanna svonefndu, þeirra Rósbergs Snædal, Gísla Jónssonar, Jakobs Ó. Péturssonar, Baldurs Eiríkssonar, Bjarna frá Gröf og Hjartar Gíslasonar, föður Reynis og fleiri. Að sönnu teljast sumir ofanskráðra Húnvetningar og margt af efninu ber þess vott að nokkur núningur hafi verið með hagyrðingunum. Gísli orti meðal annars: Húnvetninga hersingar hér óslynga kveða raust. Þeir eru kringum kerlingar að kjá og glingra endalaust. Baldur Eiríksson frá Dvergstöðum orti: Okkur hefir aldrei skort óð í Vaðlaþingi. En nýtt er að heyra nokkuð ort af nýtum Húnvetningi. Rósberg orti til Baldurs: Baldur Eiríks yrkir ljóð eins og sálin býður. Undistaðan ekki góð- upp úr honum sýður. Hjörtur Gíslason orti svo til Bjarna úrsmiðs: Bjarni hefir aldrei átt öl í sínu glasi. Enda notað allan mátt í úrviðgerðarbrasi. Í möppunni frá Reyni Hjartarsyni er einnig að finna þessar haganlega gerðu afmælisvísur sem Hjörtur Gíslason sendi Bjarna frá Gröf sextugum: Þú hefir hlotið braga-byr beint frá lífsins arni. Því gat aldrei staðið styr um stökur þínar Bjarni. Þær hafa minnt á fagurt flest, fljóð sem gleðja og hugga, lækjarnið og lipran hest, ljós í bæjarglugga. Meðan hestsins hófagrip heimabyggðin syngur, besta vísan ber þinn svip Bjarni Húnvetningur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 247MÆLT AF MUNNI FRAMGarðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi: Hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta aflýst „Já, við erum búin að aflýsa öllu hjá okkur og það verður ekki opið hús á sum- ardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum í ár, því miður, ástandið er þannig í þjóð- félaginu eins og allir vita,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Opna húsið hefur alltaf notið mikilla vin- sælda og mörg þúsund manns hafa heimsótt skólann á sumardaginn fyrsta í gegnum árin en í ár, fimmtudaginn 23. apríl, þarf fólk að finna sér eitthvað annað skemmtilegt til að gera. /MHH Guðríður, ásamt tveimur ráðherrum úr ríkisstjórninni á sumardeginum fyrsta á Reykjum á síðasta ári þegar þeir voru leystir út með íslensku grænmeti og blómum. Guð- ríður segir að það sé verið að skoða það að hafa opið hús í skólanum í sumar. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikilvægt að lesa af rafmagns- mælum vegna ástandsins Orka heimilanna hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem rekstraraðilar minni fyrir- tækja sem greiða rafmagn eftir áætlun og hafa hætt eða dregið verulega úr starfsemi, til að lesa af rafmagnsmælum og skila inn álestri einu sinni í mánuði á meðan COVID- 19 ástandið varir. „Það eru fordæmalausar tímar og margir atvinnurekendur horfa fram á rekstrarerfiðleika vegna versnandi efnahagsaðstæðna. Margir hafa dregið verulega úr starfsemi eða jafnvel lokað alveg. Flest minni fyrirtæki greiða raf- magn eftir áætlun. Við viljum hvetja eigendur fyrirtækja sem eru í þessari stöðu til þess að lesa af rafmagns- mælum núna og svo um hver mánaðamót á meðan ástandið varir. Þannig kemur raf- magnsreikningur til með að lækka í hlutfalli við minni starfsemi. Álestrum er skilað inn til dreifiveitna á vefsíðum þeirra. Ef það er ekki gert fá fyrirtæki áfram reikninga eftir áætlun sem miðar við fulla starfsemi,“ segir Bjarni Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Orku heimilanna, um leið og hann bætir því við að starfsmenn fyrirtækisins séu ávallt tilbúnir að svara spurningum sem upp geta komið. /MHH Bjarni Ingvar hvetur rekstraraðila til að lesa af raforkumælum sínum til að koma í veg fyrir að rukkað verði eftir áætlun sem miðast við fulla starfsemi. Með þessu móti geta þeir lækkað rafmagnsreikninginn í takt við minni notkun, sem kemur til með að létta mörgum róðurinn. Mynd / Orka heimilanna Lesa á af rafmagnsmælum fyrirtækja um hver mánaðamót á meðan allt er meira og minna í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Viðbrögð við COVID-19: Samkomulag um afleysingar til sveita Um 100 manns hafa boðið fram þjónustu sína ef til þess kemur að bændur þurfi afleysingu vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Mynd / bbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.