Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 33 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 22. apríl LESENDABÁS Samstaða um íslenska matvælaframleiðslu Í síðustu viku kynnti ég í ríkis- stjórn 15 aðgerðir sem vinna móti áhrifum COVID-19 veirunnar á íslenskan landbúnað og sjávarút- veg. Aðgerðirnar koma til viðbótar við almennar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar en umfang þeirra er yfir 200 milljarðar króna. Aðgerðirnar eru afrakstur náins samráðs við m.a. Bændasamtök Íslands. Átta af aðgerðunum 15 eru á sviði landbúnaðar, fimm á sviði sjávarútvegs og tvær eru almennar og snerta báðar greinar. Markmið þeirra er skýrt. Að lágmarka neikvæð áhrif á þessar greinar til skemmri og lengri tíma, en um leið skapa öfluga viðspyrnu þegar þetta tímabundna ástand er gengið yfir. Ég vil nýta þetta tækifæri til að fara yfir þær aðgerðir sem snerta íslenskan land- búnað. Fjárfest í íslenskri garðyrkju Fyrst ber að nefna þá metnaðarfullu sókn sem fyrirhuguð er í íslenskri garðyrkju. Nú standa yfir samninga- viðræður stjórnvalda og bænda um endurskoðun búvörusamnings um starfsskilyrði garðyrkjuræktar. Þar er gert ráð fyrir að íslensk garðyrkja verði efld til muna með auknum fjárveitingum strax á þessu ári. Ég hef óbilandi trú á þeim tækifærum sem blasa við íslenskri garðyrkju enda er aukin framleiðsla á íslensku grænmeti forsenda þess að íslenskir garðyrkjubændur nái að halda við og auka markaðshlutdeild íslensks grænmetis. Í öðru lagi hef ég ákveðið í samráði við Bændasamtök Íslands að beina því erindi til fram- kvæmdanefndar búvörusamninga að leita leiða til að færa til fjármuni í samræmi við gild- andi búvörusamn- inga. Markmið slíkra tilfærslna er að koma sérstaklega til móts við inn- lenda matvælaframleiðendur sem glíma við áskoranir vegna þessa ástands. Í þriðja lagi má nefna að ráðu- neyti mitt mun taka höndum saman með Bændasamtökum Íslands og Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins við að skrá afurðatjón bænda vegna COVID-19. Jafnframt má nefna að ráðuneyti mitt mun gera bændum kleift að fá fjölþætta ráðgjöf til að takast á við þær áskoranir sem nú blasa við vegna COVID-19, tryggt verður að einstaklingar sem sinna afleysingar- þjónustu fyrir bændur sem glíma við COVID-19 fái greitt fyrir þá vinnu og ráðuneyti mitt og Bændasamtökin munu vinna að gerð mælaborðs fyrir landbúnaðinn til að bæta framsetn- ingu gagna um landbúnaðarfram- leiðsluna, birgðir og framleiðsluspár. Þá má nefna að óskað hefur verið eftir liðsinni dýralækna í bakvarða- sveit og ráðstafanir verða gerðar til að heimila ræktun iðnaðarhamps hér á landi með skilyrðum. Fallið frá hækkun á gjaldskrá Tvær aðgerðir af aðgerðunum 15 eru almennar, en snerta báðar hagsmuni íslensks landbúnaðar. Annars vegar hef ég ákveðið að fallið verður frá áformum um 2,5% hækkun á gjald- skrá Matvælastofnunar til 1. septem- ber á þessu ári. Þetta er gert til að bregðast við þeirri staðreynd að fyr- irséð er að eftirspurn eftir íslenskum matvælum muni dragast saman á næstu misserum, m.a. í ljósi fækk- unar ferðamanna til Íslands, og mun slíkt hafa áhrif á rekstur íslenskra matvælaframleiðenda. Hins vegar liggur fyrir að hert- ar kröfur um samkomur fólks og aðrar ráðstafanir yfirvalda geta haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem sinna íslenskri matvælaframleiðslu. Heilbrigðisráðherra hefur, eftir samráð við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, ákveðið að veita kerfislega og efna- hagslega mikilvæg- um fyrirtækjum í þessum greinum undanþágu frá til- teknum ráðstöfun- um að uppfylltum ströngum skilyrðum. Undir það falla meðal annars sláturhús og afurðastöðvar. Ráðuneyti mitt mun áfram fylgjast með þessari þróun í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og atvinnulífið. Veljum íslenskt Ég hef í mínum samskiptum við bændur upplifað samstöðu um þær fyrstu aðgerðir sem ég hef nú kynnt. Það verður í forgangi í mínu ráðu- neyti á næstu dögum og vikum að framfylgja þessum aðgerðum og að- stoða íslenska matvælaframleiðslu í gegnum þetta ástand. Grípa til frek- ari aðgerða sem nauðsynlegar verða og gera það sem þarf. En mögulega er mikilvægasta aðgerðin af þeim öllum hins vegar sú sem hver og einn Íslendingur hefur í hendi sér á hverjum degi; að velja íslensk matvæli. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra „En mögulega er mikil- vægasta aðgerðin af þeim öllum hins vegar sú sem hver og einn Íslendingur hefur í hendi sér á hverj- um degi; að velja íslensk matvæli.“ Kristján Þór Júlíusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.