Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 35 Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálf- bærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjármunum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla að því hlutverki. Vísað er til stefnumörkunaráætlunar erfðanefndar varðandi nánari áherslur nefnd arinnar. Sjá vefsíðu nefndarinnar www.agrogen.is. Lögð er áhersla á að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum: • Rannsóknir er lúta að varðveislu og viðhaldi á erfðaauðlindum í landbúnaði. • Lokaverkefni til prófs á háskólastigi er tengjast varðveislu og/eða nýtingu á erfðaauðlindum í landbúnaði. • Aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri varðveislu og/eða nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. • Kynning og fræðsla fyrir almenning um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra. Einstaklingar og félagasamtök eru hvött til að sækja um styrki til verkefna sem hafa það að markmiði að stuðla að varðveislu og/eða sjálfbærri nýtingu innlendra erfðaauðlinda í landbúnaði. Að jafnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200–900 þús. Sérstök eyðublöð má finna á heimasíðu erfðanefndar www.agrogen.is. Umsóknum skal skilað fyrir 8. maí 2020 til Birnu Kristínar Baldursdóttur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnes - birna@lbhi.is. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is Við bjóðum Auroru, Matthew og Freyju Wickstrom velkomin til starfa. Fimbul Kaffi á Lamb Inn töfrar fram ævintýri í mat og drykk alla daga undir stjórn meistara veitingapars frá Portland Oregon USA sem hefur tekið ástfóstri við íslenska matargerð og hefðir. Hægt að bóka á www.lambinn.is eða hafa samband á lambinn@lambinn.is / 463 1500 SUMARTILBOÐ Tveggja manna herbergi með morgunverði í sjö nætur á 99.000 krónur. Einnig þriggja og fimm nátta tilboð og þriggja og fjögra manna herbergi: Sjá heimasíðu LÍF OG FJÖR Í SVEITASÆLUNNI • Lifandi tónlist á laugardagskvöldum • Göngu- og skoðunatferðir um Eyjafjarðarsveit • Kyrrðarstund í Gamla bænum á sunnudagsmorgnum • Grasaferð með Matthew meistarakokki • Ljósmyndasamkeppni og fleira • Endalausir útivistarmöguleikar í sveitinni blómlegu Takk fyrir matinn Fyrr í vetur fékk ég til mín gesti frá Bandaríkjunum. Bar ég fram það fínasta úr búrinu á borðin og kynnti fyrir þeim íslenskan mat. Þar mátti finna skyr, osta, lax og lamb. Áður en sest var að snæðingi fóru þau með sína borðbæn: „God bless the food.“ Já, já, ég hnikaði höfði kurteislega til samþykkis, sinn er hver siðurinn og allt það. Núna síðustu vikur hef ég verið að hugsa um þennan sið sem líklega er til á öllum tungumálum og í öllum trúarbrögðum. ´Guð laun fyrir mat- inn‘, var sagt og var þá verið að vísa til þess að ekki er það sjálfsagt að eiga til hnífs og skeiðar og auðvitað ætti maður að drjúpa höfði í auðmýkt að geta borið næringu á borð fyrir sig og sína. Okkar öryggi Stefna um fæðu- og matvælaör- yggi á Íslandi er liður í stefnu í almannavarna- og öryggismálum sem er hluti af þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var á Alþingi 2016. Í stefnu fyrir árin 2015-2017 segir að matvælaöryggi felist í aðgangi að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum. Settar eru fram aðgerðir og verkefni til að tryggja að til sé áætlun um að nægar birgðir séu til af heilnæmum mat og ómenguðu neysluvatni í að minnsta kosti sex mánuði og áætlun um heilnæmi og gæði matvæla til vernda heilsu fólks. Meðal tilgreinda verkefna til að ná markmiðunum er að að setja þyrfti lög um matvælageymslur, dreifingu matar, orku og eftirlit, gera þyrfti viðbragðsáætlun við matvælaskorti í samráði við helstu birgja og gera neyðaráætlun um hagvarnir, birgðir og neyðarflutninga til og frá landinu. Í svari dómsmálaráðherra við fyr- irspurn minni á Alþingi í sl. viku um uppfærslu á stefnu í almanna- varna- og öryggismálum kemur fram að unnið sé að stefnumótun varðandi fæðuöryggi samhliða mótun matvælastefnu fyrir Ísland. Þá hefur atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið með samningi sem undirritaður var í febrúar 2020 falið Landbúnaðarháskóla Íslands að vinna greiningu á fæðuöryggi. En sumt getum við sagt okkur sjálf. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir Þeir tímar sem við lifum á núna minna okkur á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggið í landinu, þó ekki væri nema vegna legu landsins. Farsælasta leiðin til þess er að framleiða næg matvæli innanlands, svo við verðum að mestu leyti sjálfum okkur nóg um matvæli. Innlend matvælaframleiðsla á að geta fullnægt frumþörfum okkar, þó hún muni seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem við viljum búa við hér á landi. Engu að síður er það ljóst að við getum spýtt verulega í til að tryggja að neytendur hafi ávallt aðgang að góðum og heilnæmum matvælum. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið óhræddur við að benda á það augljósa, að það þurfi að styðja og vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum við einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífs- ins. Við viljum geta boðið upp á hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður á sama tíma og við sköpum störf fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að þúsundir einstaklinga starfa við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyld- ur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Með því að efla íslensk- an landbúnað er hægt að draga úr niðursveiflunni í hagkerfinu og um leið tryggja fæðu- og matvælaöryggi í landinu. Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður LESENDABÁS Halla Signý Kristjánsdóttir. Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300 Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og öll lögbýli á Íslandi 2,2% 5,2% 9,1% 5,8% 19,0% 21,9% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Mannlíf Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.