Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202054 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 IAE STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m Við s töndum þétt saman Afleysingaþjónusta vegna COVID-19 www.bondi.is Bændasamtök Íslands í samvinnu við búnaðarsambönd hafa skipulagt afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af völdum kórónuveirunnar. Um 100 manns eru á viðbragðslista sem munu taka að sér bústörf þegar og ef þörf er á. Þeir bændur, sem geta ekki sinnt sínum störfum, eiga kost á að sækja um afleysingu að hámarki í 14 daga. Bændasamtökin hafa gert samkomulag, fyrir hönd sinna félagsmanna, við félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um fjárstuðning úr Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga til að standa undir kostnaði félagsmanna við þjónustuna. Búnaðarsamböndin sjá um utanumhald, samskipti við verktaka og útdeilingu verkefna á hverju búnaðarsambandssvæði. Hægt er að sækja strax um aðstoð en boðið er upp á þjónustuna út maí. Búnaðarsamband A-Skaftfellinga sími 867-9634 Búnaðarsamband Austurlands sími 893-9375 Búnaðarsamband Eyjafjarðar sími 460-4472 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda sími 451-2602 Búnaðarsamband N-Þingeyinga sími 895-0833 Búnaðarsamband Skagfirðinga sími 846-8185 Búnaðarsamband Suðurlands sími 480-1800 Búnaðarsamband S-Þingeyinga sími 843-9140 Búnaðarsamtök Vesturlands sími 431-5020 Upplýsingar eru veittar á bondi.is og í netfangið afleysing@bondi.is og í eftirfarandi símanúmerum: Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður? Óska eftir Bráðvantar sturtuvagn - ca 5-10 tonna. Þarf að vera í nokkuð góðu ástandi og geta notast án mikilla lag- færinga. Ólafur s. 849-7984. Plógur og tætari! Mig vantar plóg og tætara. Áhugasamir seljendur hafi vinsamlegast samband í síma 699- 4163 eða 776-1918. Óska eftir Grand Cherokee WJ (ár- gerð 1999 - 2004) til niðurrifs. Endi- lega hafa samband í síma 869-1027. Húsnæði Til leigu einstaklingsíbúð á svæði 200. Upplýsingar í síma 893-3475. Veiði Krossá á Skarðsströnd. Til sölu veiðileyfi í Krossá á komandi sumri. Tvær stangir seldar saman. Eingöngu leyfð fluguveiði. Upplýsingar gegnum netfangið simonsig@simnet.is og í s. 893-7249. Þjónusta Tek að mér viðgerðir á flestum tegund- um sjálfskiptinga. Hafið samband í s. 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission, Akureyri. Netfang: einar.g9@gmail.com, Einar G. Byggingar verktaki. Tökum að okk- ur: Nýbyggingar, uppsteypu, stál- grindarhús reising, viðhald húsa. Byggingarstjórn 1,2,3. Uppl. í síma 893-5374 og á nybyggd@gmail.com Byggingarstjóri. Tek að mér byggingar- stjórn. Örn Úlfar, s. 844-5169 og á netfang oulfarsson@gmail.com Ísey Skyr í matvöruverslun í Japan. Myndir / MS Mjólkursamsalan (MS) markaðs- setti á þriðjudaginn Ísey Skyr í 50 þúsund japönskum verslunum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að líkast til sé um eina víðtækustu dreifingu á íslenskri vöru í erlendri smásölu að ræða. Ísey Skyr er framleitt af fyrir- tækinu Nippon Lkuna í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. Í tilkynningunni kemur fram að íslenski skyrgerillinn sé lykilþáttur við framleiðslu vörunnar. „Ísey Skyr verður selt í öllum helstu matvöru- verslunum Japans, í verslunum 7-11, Family Mart, Lawson, Aeon, Itokyokado, Kinokuniya, Seijo-Ishi og fleirum. Alls eru þetta um 50.000 verslanir,“ segir í tilkynningunni. Góð viðbrögð nú þegar „Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvara í Japan þá hefur Ísey Skyr fengið frábæra uppstillingu eða staðsetningu í flestum þessara versl- ana. Ísey Skyri er stillt upp við hlið mest seldu mjólkurvara Japans sem sýnir að trú verslananna á Ísey Skyri er mikil. Viðbrögðin við vörunni hafa verið mjög góð og hefur varan nú þegar í dag klárast í mörgum þessara verslana, skv. samstarfsað- ilum MS í Japan. Ísey Skyr hefur jafnframt fengið frábærar viðtökur hjá blaðamönnum og má þar nefna hálfsíðu umfjöllun í stærsta viðskiptadagblaði heims, Nikkei, sem á m.a. Financial Times, og umfjöllun í Yomiyuri, einu útbreiddasta dagblaði Japans. Það er dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur ehf., sem annast þetta verkefni fyrir MS og hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamn- ing við japanska aðila. Japönsku samstarfsaðilarnir eru mjólkur- vörufyrirtækið Nippon Luna, sem er í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki Japans og fjórði stærsti kjötframleiðandi heims, og japansk-íslenska fyrir- tækið Takanawa,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Ari Edwald, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, segir árangurinn vera mikla viðurkenningu fyrir Ísey Skyr og Mjólkursamsöluna og sýni enn og aftur mikilvægi þess að varð- veita, þróa og markaðssetja þekk- ingu Íslendinga í landbúnaði. /smh Ísey Skyr í 50 þúsund japanskar verslanir Umfjöllun um Ísey Skyr í Nikkei, einu stærsta viðskiptadagblaði heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.