Bændablaðið - 02.04.2020, Qupperneq 12

Bændablaðið - 02.04.2020, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202012 Kristján Þór Júlíusson sjávar­ útvegs­ og landbúnarðar ráð herra kynnti á föstudaginn aðgerðir á sviði landbúnaðar og sjávarút­ vegs til að bregðast við áhrifum COVID­19 veirunnar á þessar greinar. Markmið aðgerðanna er að lág marka neikvæð áhrif á íslensk­ an landbúnað og sjávarútveg til skemmri og lengri tíma, en um leið skapa öfluga viðspyrnu þegar þetta tímabundna ástand er gengið yfir. Aðgerðirnar eru átta fyrir land­ búnað og eru eftirfarandi: 1. Íslensk garðyrkja efld til muna með auknum fjárveitingum Nú standa yfir samningavið­ ræður stjórnvalda og bænda um endurskoðun búvöru samnings um starfsskilyrði garðyrkju ræktar. Þar er gert ráð fyrir að íslensk garðyrkja verði efld til muna með auknum fjárveitingum og með til­ heyrandi fjárfestingum í greininni. Aðgerðin er m.a. fjármögnuð með fjár festingaátaki ríkisstjórnar innar á þessu ári. Aukin framleiðsla á íslensku græn meti er forsenda þess að íslensk ir garðyrkjubændur nái að halda í við þá þróun sem aukin neysla grænmetis hefur í för með sér og nái að halda við og auka markaðshlutdeild íslensks græn­ metis. 2. Aukin þjónusta og ráðgjöf til bænda vegna COVID-19 Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið mun í samráði við Bændasamtök Íslands gera bændum kleift að fá fjölþætta ráðgjöf á sviði rekstrar og nýsköpunar til að takast á við þær áskoranir sem nú blasa við vegna COVID­19 og til að tryggja öfluga viðspyrnu þegar að þessu tímabundna ástandi lýkur. 3. Tilfærslur á greiðslum sam- kvæmt gildandi búvörusamn- ingum innan ársins 2020 Framkvæmdanefnd búvöru­ samninga verður falið að leita leiða til að færa til fjár­ muni í samræmi við gildandi búvörusamninga til að koma sérstaklega til móts við inn­ lenda matvæla framleiðendur sem nú glíma við tímabundna erfiðleika. 4. Afurðatjón vegna COVID-19 skráð Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins munu vinna saman að því að skrá afurða­ tjón bænda vegna COVID­19. 5. Tryggja greiðslur til einstakl - inga sem sinna afleysinga- þjónustu fyrir bændur Bændasamtök Íslands hafa sett á fót afleysingaþjónustu til að aðstoða bændur sem ekki geta sinnt búum sínum vegna veikinda af völdum COVID­19. Atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytið vinnur að því í samstarfi við félags­ og barnamálaráðuneytið að tryggja greiðslur til þeirra einstaklinga sem sinna þessari þjónustu. 6. Mælaborð fyrir landbúnaðinn til að bæta framsetningu gagna um landbúnaðar- framleiðsluna, birgðir og framleiðsluspár Atvinnuvega­ og nýsköp unar ráðu­ neytið og Bænda­ samtök Íslands munu vinna að gerð mælaborðs fyrir landbúnaðinn til að bæta fram setningu gagna um landbúnaðar­ framleiðsluna, birgð ir og fram­ leiðslu spár. Markmiðið er að búa til nokk urs konar mæla­ borð landbúnaðarins þar sem dregnar eru saman hagtölur sem snerta framleiðsluna og þeim haldið við. Slíkt skiptir máli m.a. til að tryggja fæðu­ öryggi til lengri og skemmri tíma. 7. Óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið, Matvæla stofnun og Dýralæknafélag Íslands hafa óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit. Leitað er að fólki sem hefur aðstæður og er reiðubúið að vera á útkallslista dýralækna og getur hlaupið til með skömmum fyrirvara, eftir því sem aðstæður leyfa. 8. Ráðstafanir til að stuðla að ræktun iðnaðarhamps hér á landi Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið mun í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið gera ráðstafanir til að heimila með skilyrðum ræktun iðnaðar­ hamps hér á landi til að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði. Fyrir sjávarútveginn og fiskeldi eru aðgerðirnar fimm: 1. Komið til móts við grásleppu- sjómenn sem lenda í sóttkví eða einangrun varðandi lengd veiðitímabilsins Ráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 sem heimilar hlé á grásleppu veið­ um ef skipstjóri eða áhöfn þurfa að fara í sóttkví eða ein angr un. 2. Afgreiðslu rekstrarleyfa í fiskeldi flýtt og eftirlit og stjórnsýsla styrkt Fiskeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum og var útflutningsverðmæti fisk­ eldis 25 ma.kr. í fyrra eða sem nemur tæplega 2% af heildar­ útflutningi. Sam hliða miklum vexti grein arinnar undanfar­ in ár hefur málsmeðferð rekstrar leyfis veitinga vegna fiskeldis þyngst umtalsvert. Því er mikilvægt í samráði við Matvælastofnun að flýta afgreiðslu leyfa til fiskeldis enda gæti það á þessu ári og til framtíðar haft í för með sér mikla fjárfestingu hér á landi og ráðningu á fleira starfsfólki. 3. Aukið fjármagn í hafrann- sóknir Öflugar hafrannsóknir eru meginforsenda þess að gera megi verðmæti úr sjávar­ auðlindinni og nýta hana með sjálfbærum hætti. Í sam ræmi við samstarfs sáttmála ríkis­ stjórnarinnar verður veitt viðbótar fjármagn til að efla hafrannsóknir við Ísland. Við ráðstöfun þessa viðbótar­ fjármagns verður sérstaklega litið til þess að auka rann­ sóknir á loðnu en um mikla þjóð hags lega hagsmuni er að ræða en útflutningsverðmæti loðnu árin 2016­2018 var að meðaltali um 18 milljarðar króna. Aðgerðin er fjármögn­ uð með fjárfestingaátaki ríkis­ stjórnarinnar á þessu ári. 4. Aukið svigrúm til að flytja aflaheimildir milli fiskveiði- ára Aðgerðin miðar að því að stuðla að sveigjanleika við veiðar og vinnslu en slíkt er mikilvægt í því tímabundna ástandi sem nú gengur yfir. 5. Árskvótar deilistofna uppsjávarfisks gefnir út Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið mun hraða vinnu við útgáfu árskvóta til veiða úr þremur deilistofnum uppsjávar fisks, þ.e. síldar, kol­ munna og makríls. Með því er stuðlað að auknum fyrir­ sjáanleika við þessar veiðar. Tvær aðgerðir eru svo almenns eðlis: 1. Fallið frá áformum um 2,5% hækkun á gjaldskrá Matvælastofnunar til 1. september 2020 Fyrirséð er að eftirspurn eftir íslenskum matvælum mun dragast saman á næstu misser­ um, m.a. í ljósi fækk unar ferða­ manna til Íslands, og mun slíkt hafa áhrif á rekstur íslenskra matvæla framleiðenda. Vegna þessa verður fallið frá áform­ um um 2,5% hækkun á gjald­ skrá Matvælastofnunar til 1. september á þessu ári. 2. Ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi starfsemi fyrirtækja í matvælafram- leiðslu vegna samkomu banns o.fl. Hertar kröfur um samkomur fólks, fjarvera starfsmanna frá vinnu vegna sóttkvíar og einangrunar og aðrar ráð­ stafanir yfirvalda geta haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem sinna íslenskri matvæla­ framleiðslu. Heilbrigðis­ ráðherra hefur, eftir samráð við sóttvarnalækni, almanna­ varnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, ákveðið að veita fyrirtækjum í þess­ um greinum undanþágu frá tilteknum ráðstöfunum að upp­ fylltum ströngum skilyrðum. Atvinnuvega­ og nýsköpun­ arráðuneytið mun áfram fylgj­ ast með þessari þróun í sam­ vinnu við heilbrigðisyfirvöld og atvinnulífið. Í tilkynningu úr sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytinu kemur fram að eðli málsins samkvæmt breytist staðan hratt og mun ráðuneytið því áfram fylgjast náið með þróun mála og grípa til frekari aðgerða sem nauðsynlegar verða. /smh Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 FRÉTTIR Sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra: Aðgerðarpakki vegna áhrifa COVID-19 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd / sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.