Spássían - 2012, Blaðsíða 7

Spássían - 2012, Blaðsíða 7
7 ÞÓRDÍS segist alltaf hafa lesið eitthvað af barnabókum og haft áhuga á bókum fyrir börn. „Ég hef aldrei vaxið upp úr því. Ég las líka fyrir syni mína og bækur sem þeir lásu og skrifaði fyrir löngu BA-ritgerð um lesskilning barna. Svo var ég í nokkur ár ritstjóri tímaritsins Börn og menning, sem Íslandsdeild IBBY gefur út. Það „neyddi“ mig til að lesa mikið af barnabókum og velta þeirri tegund bókmennta fyrir mér og ýmsu sem barnabókmenntum tengist og það hefur örugglega haft áhrif. Svo á ég mér „fyrirmynd“ sem er Guðrún Helgadóttir, föðursystir mín og frábær frænka og höfundur. Hún lét mig stundum lesa yfi r fyrir sig þegar ég var krakki og ég tók það svolítið alvarlega, meðal annars breytti hún einu sinni nafni á persónu fyrir mitt tilstilli. Fyrir mjög mörgum árum sendi ég handrit í pottinn fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin en þar gufaði það upp. Ljóðabókin mín, Leyndarmál annarra, var algjör tilviljun og ég er varla búin að átta mig á því enn að ég hafi skrifað hana. Hefði handritið ekki fengið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 hefði það örugglega horfi ð, ég held því sem ég skrifa illa til haga. En góðar viðtökur ljóðabókarinnar eru mikil skriftahvatning og ég stefni að því að gefa út aðra ljóðabók. Persónurnar í barnabókinni birtust mér og ég skrifaði um það bil þriðjung af henni um það leyti sem ljóðabókin kom út. Síðan þurfti ég að sinna öðrum verkefnum, aðallega þýðingum, og þessir kafl ar lágu á harða diskinum þar til ég skipti um tölvu í vetur. Þá las ég þetta yfi r og ákvað að endurskrifa kafl ana og bæta dálitlu við og senda útgefandanum mínum hjá Bjarti, þá var bókin um það bil hálfskrifuð. Ég var hvött til að halda áfram og úr varð bókin Randalín og Mundi. Í bókinni eru myndir eftir Þórarin Má Baldursson, sem mér fi nnst algjörlega hafa náð að fanga andrúmsloftið í bókinni. Myndskreytingar eru mjög mikilvægar í barnabókum. Myndefni er almennt orðið mun mikilvægara en það var fyrir nokkrum áratugum, myndmál er alls staðar sýnilegt, allir þurfa að læra að lesa úr myndmáli og börn þurfa og vilja myndir.“ GÍRAFFAR OG KÚLUSKÍTUR Nýlega lýsti Bryndís Loftsdóttir því yfi r að íslenskum barnabókmenntum væri ábótavant. En hversu mikilvægt er að barnabækur endurspegli íslenskan veruleika? „Mér fi nnst mikilvægt að efni úr alls konar veruleikum og óraunveruleikum sé haldið að börnum. Það má ekki vanmeta hversu mikið af fínum íslenskum barnabókum kemur út en ég tek mark á vörustjóranum í Eymundsson þegar hún tjáir sig um barnabækur. Það er auðvitað gott og blessað að íslensk smábörn fái bendibækur með myndum af Eiffel- turninum, útlenskum löggubílum og gíröffum en mér fi nnst þau líka eiga að fá bækur með myndum af kúluskít, pylsum með öllu og Akureyrarkirkju. Börn eiga líka að hafa aðgang að jafnt þýddum bókum, fantasíum og bókum sem þau geta tengt við eigin veruleika. ÓX ALDREI UPP ÚR BARNABÓKUNUM ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR HEFUR GEFIÐ ÚT FYRSTU BARNABÓK SÍNA, RANDALÍN OG MUNDI, EN HÚN LÝSIR HENNI SEM NÚTÍMASÖGU SEM GERIST Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR. „AÐALPERSÓNURNAR ERU TVÖ NÍU ÁRA BÖRN SEM ERU FREMUR ÓLÍK EN NÁ VEL SAMAN. ÉG ÍMYNDA MÉR AÐ BÓKIN SÉ FYRIR KRAKKA SEM ERU SVONA 5-10 ÁRA EN ÉG VONA LÍKA, OG MÉR SKILST Á ÞEIM SEM HAFA LESIÐ HANA, AÐ HÚN SÉ FREKAR FULLORÐINSVÆN LESNING.“ EFTIR AUÐI AÐALSTEINSDÓTTUR

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.