Spássían - 2012, Qupperneq 34

Spássían - 2012, Qupperneq 34
34 Fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók ti l? sem hefur hafi ð göngu sína fj órða árið í röð. Þar lýsa rithöfundar ti lurð verka sinna og spjalla við áheyrendur um þau.  Fyrirlestrarnir verða haldnir í Norræna húsinu, í samvinnu við námsbraut í ritlist og Bókmennta- og listf ræðastofnun Háskóla Íslands, en Sigríður Víðis Jónsdótti r reið á vaðið þett a hausti ð og fj allaði um bókina Ríkisfang: Ekkert. Októberuppfærslu Íslenska dansfl okksins í Borgarleikhúsinu á verkunum It is not a metaphor og Hel haldi sínu. Þessi tvö verk eru gjörólík en hvort um sig veiti r afar magnaða leikhúsupplifun og aðdáendur dansfl okksins ætt u ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara. Rýni Soffí u Auðar Birgisdótt ur bókmenntafræðings í bækur Kristí nar Marju Baldursdótt ur um listakonuna Karítas á námskeiði á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Sjónum verður beint að listakonunni Karitas og þeim kvennafansi sem umlykur hana í verkunum Karitas án ti ti ls (2004) og Óreiða á striga (2007). Skráningarfrestur er ti l 22. október. Í HAUST ER SPÁSSÍAN SPENNT FYRIR: fagnaðarefni að fá hann aftur til að glíma við annað af snúnari stórverkum Shakespeares – Macbeth að þessu sinni. Tvær „íslenskar“ leikstjóraheimsóknir eru ekki síður forvitnilegar. Þorleifur Arnarsson hefur verið að skapa sér leikstjóranafn á þýska málsvæðinu og kom með Pétur sinn Gaut í heimsókn í fyrra (ein af sýningunum þremur sem ég ætlaði ekki að missa af). Nú ætlar hann að setja upp leikgerð af Englum alheimsins. Ég hef séð tvær sviðsútgáfur bókarinnar báðar í einleiksformi, mjög ólíkar. Og þessa langar mig líka að sjá. Þá verður Egill Heiðar Anton Pálsson, annar leikstjóri sem hefur notið velgengni erlendis, á Akureyri með sviðsgerð af hinni óborganlegu Kaurismaki-bíómynd I hired a Contract Killer. Annars eru leikgerðir ekki sérlega áberandi í ár og einhverjir verða ábyggilega til að fagna því, svo mjög sem þær eru stundum fyrirferðarmiklar á efnisskránum. Og svo kemur galdrakarlinn Kristján Ingimarsson með verðlaunasýninguna Blam! Það hefur nú enginn áhuga á að láta það fram hjá sér fara. NÝ VINNUBRÖGÐ Að lokum langar mig að nefna þrjú áhugaverð verkefni sem sýna spennandi nýbreytni í vinnubrögðum og eru því allrar athygli verð. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem fræðsludeild Þjóðleikhússins stendur að í hinum ýmsu landshlutum í samstarfi við heimamenn (skóla, leikfélög og aðra). Hóparnir vinna með stutt leikrit sem samin eru sérstaklega fyrir verkefnið. Leikstjórn er í höndum heimamanna með stuðningi Þjóðleikhússfólks. Verkefnið hefur verið starfrækt í nokkur ár og verið frábærlega vel heppnað, en ekki farið að sama skapi hátt á opinberum vettvangi. Síðasta vetur bað Borgarleikhúsið sex ung leikskáld um stutt verk um íslenskan samtíma. Þrjú þessara verka verða á fjölunum núna í vor. Ekki fl ókin hugmynd og virðist ekki hafa kostað nein ósköp. En nýjar raddir fá að hljóma og nýir höfundar fá tækifæri. „Vinnustofur“ kallar Leikfélag Akureyrar áhugaverða nýbreytni í sinni starfsemi (sem reyndar er öll með ánægjulega ferskum blæ). Innlendum og erlendum sviðslistamönnum er boðið til bæjarins og nýta sér aðstöðu leikfélagsins til frumsköpunar. Hugmyndin er að bæjarbúum verði gefi n innsýn í vinnuferli listamannanna. FIMM SÝNINGAR SEM ÉG ÆTLA AÐ SJÁ (í alvöru): HVÖRF Rannsókn Rúnars Guðbrandssonar og félaga á Guðmundar- og Geirfi nnsmálum. JESÚS LITLI Mannbætandi meistaraverk sem verður núna vonandi fastur liður á aðventunni, svar leikhússins við Frostrósum og Þorláksmessukonsert Bubba Morthens. MACBETH Shakespeare-nörd láta sig að sjálfsögðu ekki vanta. BASTARÐAR Ég er nú ekki alltaf jafn heillaður af stórsýningum Vesturports – en þær gerast ekki íburðarmeiri en þetta, svo maður hlýtur að þurfa að skoða hvernig til tókst. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Og ekki bara vegna þess hve margir vinir mínir eru viðriðnir sýninguna.

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.